Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 51
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI
ins, sem telst myndaður í fyrirtækinu eða
atvinnugreininni, þ. e. vinnsluvirðið. En á hinn
bóginn svarar það til þeirra tekna, sem mynd-
ast innan fj'rirtækisins í formi hvers kyns launa,
vaxtagjalda umfram vaxtatekjurog brúttóhagn-
aðar án tillits til þess, þótt hluti hans reiknist
sem afskriftir fjármuna eða fari til greiðslu
opinberra gjalda.
Venjulega er vinnsluvirðið talið þannig í
vergum skilningi, þ. e. án þess að mat á sliti
og úreldingu fjármuna — afskriftir — sé dreg-
ið frá, en ekkert er því til fyrirstöðu, og raunar
nær kjarna málsins, að reiknað sé hreint
vinnsluvirði með frádrætti afskrifta. En því
fylgir sá annmarki, að afskriftirnar eru mats-
atriði.
Vinnsluvirði má einnig reikna ýmist á mark-
aðsvirði eða tekjuvirði. í hinu fyrra felst, að
framleiðsluvörurnar eða þjónustan er reiknuð
á verði markaðsins að meðtöldum þeim óbeinu
sköttum, sem á reksturinn leggjast, en án þeirra
opinberu styrkja, sem kunna að renna til rekstr-
arins. Tekjuvirðið útilokar aftur á móti upp-
hæð óbeinu skattanna en innifelur opinbera
styrki. Venjan er að miða vinnsluvirði ein-
stakra atvinnugreina og þar með atvinnu-
greinaskiptingu þjóðarframleiðslunnar við
tekjuvirði, enda er torvelt að rekja óbeina
skatta og styrki til atvinnugreina, svo óyggj-
andi sé, og auk þess eru mikilvægir styrkir
óbeinir, þ. e. koma fram í mynd þeirra verð-
skilyrða, sem leiða af tollum á innflutningi.
Iðnaðarskýrslur ársins 1960 fylgja ofan-
greindri skilgreiningu, sýna tekjuvirði án frá-
dráttar afskrifta. í Iðnaðarskýrslum 1950 og
1953 er skilgreining hugtaksins mun óhreinni,
felur í sér ýmsa aðfengna þjónustu, sem ekki
hefur verið dregin frá. Hér er stuðzt við skil-
greiningu skýrslnanna 1960 og leitazt við að
leiðrétta tölur hinna til samræmis. Iðnaðar-
skýrslur 1953 innihalda nægar upplýsingar til
að framkvæma leiðréttinguna með sæmilegu
öryggi, en leiðréttingu skýrslnanna 1950 þarf
að mestu að byggja á áætlun.
Iðnaðarskýrslur Sameinuðu þjóðanna notast
við skilgreiningu, sem gefur hærra vinnslu-
virði en hin almenna skilgreining (sbr. heim-
ildir nr. 21, síðari bók, bls. 143). Frá verðmæti
vergrar framleiðslu er dregið verðmæti að-
fenginnar vöru, orku og þjónustu iðnaðarlegs
eðlis. Þar með er ýmis almenn þjónusta inni-
falin í vinnsluvirðinu, þótt aðfengin sé, svo
sem auglýsingar, lögfræðiþjónusta, o. s. frv.
Gerir það alþjóðlegan samanburð í töflu 9
óhagstæðari fyrir ísland en raunverulega er.
Hverju munar fer þó mjög eftir samræmi
vinnuaflstalna við tilsvarandi vinnsluvirðis-
tölur, en um það er örðugt að fullyrða.
Vinnsluvirði hverrar greinar á að réttu lagi
að færa til fasts verðlags eftir þeim verðbreyt-
ingum, sem orðið hafa á framleiðslu og rekstr-
arnauðsynjum viðkomandi greinar sérstaklega.
Um þá þróun í hérlendum iðnaði skortir hins
vegar allar heimildir. Varð því að notast við
grófan verðmælikvarða, og varð verðvísitala
tekjuvirðis þjóðarframleiðslunnar fyrir valinu,
en Efnahagsstofnunin lét þá vísitölu í té. Með
þessu móti má vænta þess, að niðurstöður um
framleiðniþróun verði of óhagstæðár þeim
iðngreinum, sem sízt hafa hækkað verð sín á
áratugnum 1950 til 1960. Auk þess má yfirleitt
gera ráð fyrir, að verðhækkun iðnaðarfram-
leiðslunnar í heild sé minni en allrar þjóðar-
framleiðslunnar, og þar með sé framleiðni-
þróun iðnaðarins í heild eitthvað vanmetin.
Við þessum annmörkum verður þó ekkert gert,
heldur verður að nægja að vara við of strangri
trú á samanburðargildi talnanna um vinnslu-
virði og framleiðni á föstu verðlagi.
Framleiðni vinnu er fundin með því að deila
vinnuárafjölda í vinnsluvirði á föstu verðlagi.
Þannig er allt vinnsluvirðið, eða aukning þess,
tilfært sem árangur vinnunnar, svo sem venja
er. Felst því ekkert endanlegt mat á gildi eða
árangri atvinnugreinanna í þeim mælikvarða,
og verður einnig að hafa hliðsjón af árangri
miðað við notað fjármagn.
Þar sem það vinnumagn, er felst í hverju
49