Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 17
FJÁRMUNAMYNDUNIN
Iðnaður.
Fjármunamyndun í iðnaði árið 1964 var að-
eins minni en 1963 eða 2%. A þessi lækkun rót
sína að rekja til minni framkvæmda í vinnslu-
stöðvum landbúnaðar og sjávarútvegs. Nokkur
aukning varð á framkvæmdum í öðrum iðnaði.
Arið 1965 varð enn örlítill samdráttur í iðn-
aðarframkvæmdum frá árinu áður eða 1.1%.
Framkvæmdaupphæðin nam 638.9 millj. kr.
Vinnsla landbúnaðarafurða. Árið 1964 urðu
framkvæmdir í vinnslu landbúnaðarafurða
heldur minni en árið áður eða 4.4%. Til fram-
kvæmdanna var varið 42.9 millj. kr. Byggingar
voru að mestu leyti sláturhús, en vélbúnaður-
inn fór aðallega til mjólkurvinnslu.
Framkvæmdir við vinnslustöðvar landbún-
aðarins drógust mikið saman á árinu 1965.
Voru þær aðeins rúmlega helmingur af fram-
kvæmdum ársins 1964.
Vinnsla sjávarafurða. Fjármunamyndun í
vinnslustöðvum sjávarútvegsins árið 1964 nam
232.2 millj. kr. Eru það 11.2% minni fram-
kvæmdir en árið áður. Samdrátturinn kemur
allur fram í vélbúnaði, en byggingarfram-
kvæmdir jukust nokkuð. Smíði véla og tækja
innanlands fyrir fiskiðnaðinn dróst allveru-
lega saman. Byggingarframkvæmdir námu
120.8 millj. kr. Af þeirri upphæð fóru 52.5
millj. kr. til byggingar almennra fiskverkunar-
húsa, 34.5 millj. kr. til byggingar síldar- og
fiskimjölsverksmiðja, en eftirstöðvamar fóru
til byggingar söltunarhúsa, fiskfrystihúsa o. fl.
Framkvæmdir við vinnslustöðvar sjávarút-
vegsins 1965 námu 287.0 millj. kr. Er hér um
að ræða 10.7% aukningu frá fyrra ári. Stafar
þessi aukning af framkvæmdum við síldar-
verksmiðjur. Af 150.8 millj. kr., sem fóru til
byggingarframkvæmda, var 60.0 millj. kr. var-
ið til byggingar síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja, og 59.0 millj. kr. var varið til bygging-
ar almennra fiskverkunarhúsa. Meirihluti
nýrra véla og tækja fiskiðnaðarins 1965 fór til
síldar- og fiskimjölsverksmiðja.
Heildarafkastageta síldarverksmiðja árið
1965 var um 110 þús. mál á sólarhring. Aukn-
ing afkastagetunnar á fjórum ámm (1962—
1965) er um 47 þús. mál, þar af 27 þús. mál á
Suður- og Vesturlandi.
Annar iðnaður. Fjármunamyndun í öðrum
iðnaði nam 301.7 millj. kr. á árinu 1964. Aukn-
ing frá árinu áður er 4.6%. Framkvæmdaupp-
hæðin skiptist eins og árin áður hér um bil til
helminga í byggingar og vélbúnað. Fram-
kvæmdir voru mestar í fatagerð og vefnaði,
byggingar 20.0 millj. kr. og vélbúnaður 40.6
millj. kr. Af öðrum byggingarframkvæmdum
má telja (í millj. kr.): húsgagna- og innréttinga-
vinnustofur 25.3, vélsmiðjur 14.9, bifreiðaverk-
stæði 12.9 og sápu- og efnagerðir 11.0. Fjár-
munamyndun í iðnaðarvélum var mest í eftir-
töldum greinum, auk þeirra er áður eru nefnd-
ar (millj. kr.): málmsmíðaiðnaður 22.0, trjá-
iðnaður 11.8 og prentiðnaður 9.3.
Árið 1965 námu framkvæmdir í öðrum iðn-
aði 317.6 millj. kr. Eru það heldur minni fram-
kvæmdir en 1964 eða 3.1%. Þó eru hér með-
taldar framkvæmdir við Kísilgúrverksmiðjuna
og þrjár dráttarbrautir, sem hafin var bygg-
ing á. Byggingarkostnaður þessara mannvirkja
er talinn undir liðnum önnur mannvirki í öðr-
um iðnaði. Kaupverð dæluskips Kísilgúrverk-
smiðjunnar er þó talið með vélum og tækjum
í öðrum iðnaði. Byggingarkostnaður Kísilgúr-
verksmiðjunnar á árinu 1965 var 27.4 millj.
kr., þar af eru 7.5 millj. kr. kaupverð dælu-
skips. Byrjunarframkvæmdir við dráttarbraut-
imar þrjár (Njarðvík, Akranes og Neskaup-
staður) námu um 16.0 millj. kr. Til byggingar-
framkvæmda í öðrum iðnaði var varið 149.1
millj. kr., þar af voru húsbyggingar fyrir (millj.
kr.): bifreiðaverkstæði o. fl. 16.0, húsgagna- og
innréttingavinnustofur 13.4, vélsmiðjur o. þ. h.
12.5, skipasmíði 12.3 og sápu- og efnagerðir
11.0. Fjármunamyndun í vélum og tækjum í
öðrum iðnaði var mest í eftirtöldum greinum
(millj. kr.): málmsmíðaiðnaður 17.2, prentiðn-
aður 16.2 og trjáiðnaður 12.6.
15