Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 4
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 646 tonn var uppskeran af sveppum á Íslandi árið 2012. Það er 130 tonnum meira en fimm árum fyrr. SÖFNUN Aðstandendur Valtýs Guð- mundssonar, sem lést í bílslysi í desember 2006, stóðu fyrir söfnun á hjartahnoðtæki fyrir sjúkrabíl Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í sumar. Afhending á tækinu fór fram í gær en frá þessu var greint í Skessuhorni. Valtýr lést aðeins 22 ára gamall en hefði orðið þrítugur í júlí og því var stofnaður sjóður í hans nafni. Alls söfnuðust þrjár milljónir og því gátu aðstandendur að auki keypt iPad í slökkviliðsbílinn, brunndælu fyrir Slökkvilið Stykk- ishólms, búnað fyrir vinnustofu fatlaðra í Stykkishólmi og styrkt félagsmiðstöð bæjarins. - nej Söfnuðu í minningu Valtýs: Söfnuðu fyrir hjartahnoðtæki HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS DÓMSMÁL Gísli Freyr Valdórs- son, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, var í gær dæmdur í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi til tveggja ára vegna lekamálsins svokallaða. Gísli Freyr játaði að hafa látið fjölmiðlum í té minnisblað um hælisleitandann Tony Omos þann 19. nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur frá upphafi neitað að hafa komið skjalinu til fjölmiðla en breytti í gær formlega afstöðu sinni fyrir dómi og játaði. „Af hverju lýgur maður? Maður gerir eitthvað sem maður sér eftir og maður neitar fyrir það og svo heldur maður bara áfram að neita fyrir það. Það er rosalega erfitt að útskýra það með orðum. Ég lýsti því þannig í gær að maður fest- ist einhvern veginn í lygavef eða vítahring. Svo er maður fastur þar. Því miður. Ég get reynt að útskýra það sem mannlegt eðli en ég vil ekki afsaka það neitt. Ég vil bara játa, þetta er það sem gerðist og ég sé eftir því,“ sagði Gísli Freyr skömmu eftir að dómur var kveð- inn upp í gær. Málflutningur fór fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær um refsingu Gísla Freys. Helgi Magn- ús Gunnarsson vararíkissaksókn- ari taldi að ekki ætti að meta játn- ingu Gísla til refsimildunar þar sem hann hefði ekki breytt afstöðu sinni fyrr en ljóst var að sönnunar- gögn nægðu til sakfellingar. Vísaði hann í nýja rannsókn á tölvu Gísla sem sýndi fram á að hann hefði átt við minnisblaðið. Þá taldi hann að tilgangur lekans hefði verið að hafa áhrif á opinbera umræðu um mál Tony Omos. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði málið hafa legið þungt á skjólstæðingi sínum. „Ég hef horft upp á ákærða síðastliðn- ar tvær vikur sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styst hefur í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Dómurinn taldi við ákvörðun refsingar Gísla Freys að líta yrði til þess að hann hefði ekki játað brot sitt fyrr en komið var að aðal- meðferð og eftir að komið höfðu fram ný gögn í málinu. Hins vegar féllst dómurinn ekki á að sýnt hefði verið fram á að ákærði hefði komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjár- hagslegs né annars. Gísli Freyr sagðist ætla að una dómnum en Helgi Magnús sagði embættið ekki hafa tekið ákvörð- un um áfrýjun. fanney@frettabladid.is Gísli Freyr í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur játaði í gær fyrir dómi að hafa afhent fjölmiðlum minnisblað í lekamálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi játningu ekki hafa komið nægilega snemma fram. MÁLINU LOKIÐ Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, tók í höndina á Helga Magnúsi Gunnars- syni saksóknara eftir dómsuppkvaðningu í lekamálinu þar sem hann hlaut skilorðsbundinn dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STIKLUR ÚR SÖGU LEKAMÁLSINS 20. júní DV fullyrðir að báðir aðstoðarmenn ráðherra séu með réttar- stöðu grunaðs manns. Fullyrt er að Gísli Freyr Valdórsson sé „starfs- maður B“. 29. júlí DV greinir frá því að Stefán Eiríksson lögreglustjóri hafi ákveðið að hætta störfum vegna afskipta Hönnu Birnu af rannsókninni. Umboðsmaður spyr Hönnu Birnu út í samskiptin og krefst svara. 1. ágúst Hanna Birna Kristjáns- dóttir svarar fyrirspurnum umboðs- manns. 6. ágúst Umboðs- maður spyr Hönnu Birnu aftur út í sam- skiptin. 15. ágúst Hanna Birna svarar umboðsmanni öðru sinni. Síðar um dag- inn er tilkynnt að Gísli Freyr hafi verið ákærður. 19. nóvember Boðað er til mótmæla fyrir utan innanríkis- ráðuneytið vegna þess að vísa á Tony Omos úr landi. 20. nóvember Fréttablaðið birtir frétt sem byggir á minnisblaði um Tony Omos. 10. janúar Greint er frá því í fjölmiðlum að lekinn hafi verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknari óskar eftir upplýsingum um málið frá innanríkisráðuneytinu. 31. janúar Ríkissaksókn- ari fer fram á frekari upp- lýsingar frá ráðuneytinu vegna lekans. 7. febrúar Saksóknari fer fram á að lögreglurann- sókn skuli fara fram á málinu. nóvember desember janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember 26. ágúst Sigmundur Davíð tekur við af Hönnu Birnu sem dómsmálaráð- herra. 17. september Gísli Freyr krefst frávísunar á málinu. 10. nóvember Ríkissaksóknari fær ný gögn í málinu sem styrkja máls- sókn á hendur Gísla Frey. 12. nóvember Dómur kveðinn upp í málinu og Gísli dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi. 11. nóvember Gísli Freyr játar að hafa lekið skjalinu til fjölmiðla og fundar með ráðherra þar sem hann viðurkennir brotið. Af hverju lýgur mað- ur? Maður gerir eitthvað sem maður sér eftir og maður neitar fyrir það og svo heldur maður bara áfram að neita fyrir það. Gísli Freyr Valdórsson AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝTT MIÐAÐ VIÐ ÁRSTÍMA Í dag verður strekkingur eða allhvassst, síst inn til landsins. Rigning í flestum landshlutum, einkum suðaustanlands en dregur úr vætu er líður á daginn. Á morgun og laugardag lægir smám saman. 4° 16 m/s 6° 12 m/s 10° 8 m/s 10° 18 m/s 10-15 m/s víða S- og V-til en hægari vindur NA-til. 3-8 m/s en 10-15 m/s við S- og SV- ströndina. Gildistími korta er um hádegi 10° 26° 5° 14° 17° 7° 11° 11° 11° 24° 15° 22° 22° 20° 17° 12° 11° 12° 8° 12 m/s 9° 10 m/s 8° 8 m/s 6° 15 m/s 5° 7 m/s 6° 10 m/s 3° 8 m/s 7° 7° 5° 5° 8° 6° 7° 6° 7° 6° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN kynntu þér málið!w w w . s i d m e n n t . i s Málsvari veraldlegs samfélags Siðmennt Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is ÁKÆRA Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður af lögreglu- stjóranum á Akureyri fyrir mann- dráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Manninum er gefið að sök að hafa ekið of hratt miðað við aðstæð- ur á Ólafsfjarðarvegi í mars og tekið fram úr snjóruðningstæki án þess að gæta nægilegrar varúðar. Bíll hans skall á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt og lést kona á fertugsaldri. Hún lét eftir sig eig- inmann og tvö börn, 4 og 10 ára. Ekkillinn gerir einkaréttar- kröfur á hendur manninum og fer fram á að hann verði dæmdur til að greiða níu milljónir króna í miska- bætur. - sks Ákærður af lögreglustjóra: Gáleysisakstur olli dauða konu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.