Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.11.2014, Qupperneq 10
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SÚÐAVÍK Samningaviðræður Íslenska kalkþörungafélagsins og Bolungarvíkur um uppbyggingu kalkþörungaverksmiðju í sveitar- félaginu hafa farið út um þúfur. Viðræður eru hafnar við Súðavík- urhrepp um mögulega uppbygg- ingu verksmiðju þar en á bilinu tólf til átján störf gætu orðið til auk afleiddra starfa. Fyrir rekur Ískalk sambærilega verksmiðju á Bíldudal en sú var opnuð árið 2007. „Það var of langt á milli aðila til að hægt væri að halda áfram,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að vinna sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara í gegnum rannsóknarferli, umhverfismat og útvega tilskilin leyfi en í fyrsta lagi yrði mögulegt að opna verk- smiðjuna árið 2018. „Þegar þessi hugmynd kom upp í sumar var Súðavík fyrsti kostur en strandaði þá á raforkumálum. Nú virðist það vera leyst,“ segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri Súðavíkurhrepps. „Félagið hefur gert frábæra hluti í Bíldudal og við erum bjartsýn á framhaldið. Það er þó nauðsynlegt að vinna næstu skref örugglega og af fagmennsku og fara ekki fram úr sér.“ Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Orkubús Vestfjarða, segir að raforka fyrir verksmiðjuna sé til en nauðsynlegt sé að leggja nýja raflínu til Súðavíkur. Sú framkvæmd væri ekki ókeypis en samkomulag hlyti að vera mögu- legt. - joe Íslenska kalkþörungafélagið hefur hætt við áform um þörungaverksmiðju í Bolungarvík: Horfa til byggingar verksmiðju á Súðavík HEILBRIGÐISMÁL Þorkell Ásgeir Jóhannsson, f lugstjóri hjá Mýflugi, segir að vegna skorts á viðhaldi og hreinsun á flugvell- inum við Sauðárkrók hafi alvar- lega slasaður maður fyrst verið fluttur með bíl til Akureyrar í stað þess að vera sendur beint til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Þetta kemur fram í tölvupósti Þorkels til sveitarstjórnarinnar í Skagafirði þar sem hann ræðir um bílslys sem varð 23. október nærri Varmahlíð. Eins og kunn- ugt er annast Mýflug sjúkraflug fyrir ríkið. „Slösuðust þrír í árekstrin- um og þurfti að flytja einn með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Alexandersflug- völlur við Sauðárkrók var ekki kostur í stöðunni, þar sem ryðja hefði þurft flugbrautina og hálkuverja og aukin heldur var bifreið sú sem notuð er til þessa verks rafmagnslaus þegar til átti að taka,“ segir um málavexti í fundargerð byggðaráðs Skaga- fjarðar þar sem tölvupóstur Þor- kels var lagður fram. „Allt leiddi þetta til þess að fagaðilar á slysstað afréðu að senda þennan sjúkling með bíl til sjúkrahússins á Akureyri til fyrstu aðhlynningar, þrátt fyrir snjóalög og ísingu á þjóðvegin- um um Öxnadalsheiði,“ er vitn- að beint til bréfs Þorkels. „Ljóst er að fyrirbyggjandi eftirlit með ástandi flugbrautarinnar og hreinsun eftir þörfum ásamt með viðhaldi tækjabúnaðar, hefði í þessu tilfelli flýtt veru- lega fyrir nauðsynlegri læknis- aðstoð fyrir hinn alvarlega slas- aða sjúkling.“ Þorkell segir að á meðan ekki sé um fyrirbyggjandi viðhald og hreinsun flugbrautar héraðs- ins að ræða kunni fleiri bráða- tilfelli vegna slysa eða veikinda að verða fyrir „alvarlegum við- bragðstöfum“ og það „hugsan- lega með hörmulegum afleiðing- um“. Byggðaráð fól sveitarstjóran- um að afla frekari upplýsinga um málið. „Ljóst er að núverandi ástand er með öllu ólíðandi fyrir íbúa Skagafjarðar og nærliggj- andi byggða,“ bókaði byggða- ráðið. gar@frettabladid.is Óvissa í sjúkraflugi fyrir Sauðkrækinga Alvarlega slasaður maður var fluttur með bíl til Akureyrar í stað þess að fara með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna slæms ástands Alexandersflugvallar við Sauðár- krók. Flugstjóri varar við hörmulegum afleiðingum. Ólíðandi segir byggðaráðið. Sími 412 2500 www.murbudin.is Trélím & límkítti MS Polymer límkítti frá Bostik verð kr. 1250 EVRÓPUMÁL Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu Leiðtogaráð Evrópusambandsins var upphaflega vettvangur fyrir þægilegt „kaffispjall“ milli leiðtoga aðildarríkja sam- bandsins. Með aukinni stofnanavæðingu og formlegri vinnu brögðum hefur markvisst verið unnið að því að bæta starfsemi leiðtogaráðsins. En hvaða áhrif hefur þetta haft á möguleika ráðsins til að sinna sínu upphaflega hlutverki, að móta pólitíska sýn og langtímastefnu sambandsins? Maria Strömvik er lektor í stjórnmálafræði og aðstoðar forstöðumaður Evrópu fræða setursins við Háskólann í Lundi. Maria starfar nú sem gestakennari við Stjórnmála fræðideild HÍ. Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. FÖSTUDAGINN 14. NÓVEMBER KL. 12-13 Í LÖGBERGI 101 Geta skrifræði og sköpunar gáfa farið saman? Reynsla leiðtogaráðs Evrópusambandsins Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa Maria Strömvik ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN RANNSÓKNASETUR UM SMÁRÍKI HÁSKÓLI ÍSLANDS www.ora.is Ljóst er að fyrirbyggj- andi eftirlit með ástandi flugbrautar- innar og hreinsun eftir þörfum ásamt með viðhaldi tækjabúnaðar, hefði í þessu tilfelli flýtt verulega fyrir nauðsynlegri læknisaðstoð fyrir hinn alvarlega slasaða sjúkling. Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi. ALEXANDERSFLUGVÖLLUR Flugstjóri hjá Mýflugi segir að óbreyttu ekki hægt að treysta á flugbrautina við Sauðárkrók á ögurstundu. MYND/LOFTMYNDIR EHF. SÚÐAVÍK Milli tólf og átján störf gætu skapast. Verksmiðjan gæti verið opnuð í fyrsta lagi árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.