Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 32

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 32
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Það er svo þægilegt að vera handverkskona og þurfa ekki að vera á stalli sem listamaður. Lára GunnarsdóttirElskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi miðvikudaginn 5. nóvember sl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas, karitas.is. Jónína Gissurardóttir Bragi Ragnarsson Símon Már Gissurarson Mariam Heydari Hulda Kristinsdóttir Örn Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÓLAFSSON Lindarflöt 42, Garðabæ, lést að Hrafnistu í Boðaþingi þann 9. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, Langholtsvegi 43. Áslaug Sigurgrímsdóttir Brynja Guðjónsdóttir Sveinn Þór Hallgrímsson Unnur Þóra Jökulsdóttir Árni Einarsson afabörn og langafabarn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÓSINKRANS KRISTJÁNSSON leigubílstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 7. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Sigurlín Ester Magnúsdóttir (Edda) Örn Sævar Rósinkransson Helga Gunnarsdóttir Unnur Rut Rósinkransdóttir Hörður Finnbogason Kristján Friðrik Rósinkransson Birgitta Pétursdóttir Linda Rósinkrans Nikulás Þorvarðarson Magnús Sverrisson Ásta Ragnarsdóttir Jóhann Magni Sverrisson Leidy Karen Steinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR Hólabergi 84, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið við Langholtsveg. Kristján R. Knútsson Hrönn Laufdal Sigurður M. Knútsson Þórunn Sigurðardóttir Valgerður Knútsdóttir Guðmundur Sigurðsson Jón S. Knútsson Agnar Einar Knútsson og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA H. CORTES lést 5. nóvember á Landspítalanum í Foss- vogi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Jónína Kolbrún Cortes Björg Cortes Andrés Sigvaldason Óskar Torfi Cortes Viggósson Páll Snorri Cortes Viggósson Rie Miura Jóhanna Cortes Andrésdóttir Brynja Cortes Andrésdóttir Ísabella María, Viggó Snorri, Aron, Andrés Illugi, Karen og Steingrímur Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA LÍNBERG KRISTJÁNSDÓTTIR sem lést 29. október verður jarðsungin frá Hofsóskirkju, laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Hólmfríður J. L. Runólfsdóttir Steinn Gunnar Ástvaldsson Inga P. L. Runólfsdóttir Einar Guðmundsson Kristján Þ. L. Runólfsson Ragnhildur Guðmundsdóttir María L. Runólfsdóttir Sigurður Ásgeir L. Runólfsson Belinda Mirandilla Sigríður L. Runólfsdóttir Halldór Sverrisson Birna L. Runólfsdóttir Björg L. Runólfsdóttir Róbert L. Runólfsson Freydís Aðalbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég vinn eingöngu úr íslensku birki sem ég kaupi hjá Skógræktinni. Það hefur verið minn efniviður í tuttugu ár,“ segir Hólmarinn Lára Gunnars- dóttir, sem hlaut Skúlaverðlaunin á nýafstaðinni sýningu Handverks og hönnunar. Þau eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem var frumkvöð- ull smáiðnaðar í Reykjavík. „Handverksvinna mín hófst eigin- lega um leið og verkefnið Handverk og hönnun var sett á laggirnar fyrir tuttugu árum og fór að auglýsa sam- keppnir og sýningar. Þá hætti ég í myndsköpun sem ég hafði verið í fram að því,“ lýsir Lára sem lauk námi frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskól- ans „í gamla daga“, eins og hún orðar það. „Í mörg ár vann ég með grafík, teikningu, vatnsliti og fleira þar til ég sneri mér að því að móta hluti úr tré. Það er svo þægilegt að vera handverks- kona og þurfa ekki að vera á stalli sem listamaður,“ segir hún glaðlega. „Það sem ég bý til er ekki fjöldaframleiðsla, heldur er nostrað við hvern hlut,“ segir hún og kveðst hafa selt í Safnabúð Þjóðminjasafnsins, Kirkjuhúsinu, Epal Design í Leifsstöð, í Stykkishólmi og á mörkuðum Handverks og hönnunar. Spurð hvort hún hafi selt alla sína framleiðslu síðustu tuttugu árin svarar hún: „Já, Handverk og hönnun leggur oft svolítið línurnar með því að gefa fólki kost á að senda inn hluti á sýn- ingar sem hafa ákveðið þema. Nýsköp- unin hjá mér hefur því stundum farið eftir þeim skilyrðum sem þar eru sett. Ég byrjaði að gera fugla í fyrra sem ég tálga og sýndi á Ráðhúsmarkaðinum í maímánuði í vor en þegar keppt er um Skúlaverðlaunin verða þátttakendur að koma með alveg nýja hluti sem ekki hafa sést áður. Því lagði ég hausinn í bleyti og bjó til þessa fugla sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar,“ segir Lára sem kallar tré muni sína smávini og er með heimasíðuna smavinir.is. gun@frettabladid.is Nostrað við hvern hlut Handgerðir smáfuglar úr birki skiluðu Láru Gunnarsdóttur Skúlaverðlaununum 2014 á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi. VIÐ AFHENDINGUNA Lára Gunnarsdóttir verðlaunahafi, Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Ólöf Erla Bjarnadóttir leir- listamaður sem hlaut viðurkenningu fyrir Möttulkviku, kökudisk á fæti, og Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar. SMÁVINIR Þessir fuglar slógu í gegn hjá dómnefndinni. MERKISATBURÐIR 1742 Konunglega danska vísinda- félagið er stofnað. 1939 Þýska flutningaskipinu Par- ana er sökkt út af Patreksfirði og áhöfnin tekin til fanga af bresku herskipi. 1946 Flugvöllur er tekinn formlega í notkun í Vestmannaeyjum. 1973 Alþingi samþykkir formlega samning við Bretland um lausn landhelgisdeilunnar vegna útfærslu íslensku landhelginnar í 50 mílur. 1994 Svíar kjósa að ganga í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2004 Lög eru sett á verkfall grunnskólakennara sem staðið hefur í tvo mánuði. 2013 Nýr turn á lóð Tvíburaturnanna í New York er vígður með viðhöfn, 72 hæðir og 297,7 metrar á hæð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.