Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 48

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 48
KYNNING − AUGLÝSINGBílafjármögnun FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 20144 DÝRARI BÍLUM STOLIÐ Þjófar velja dýrari gerðir bíla til að stela og nota háþróaðan rafeindabúnað til verksins sam- kvæmt frétt á vef FÍB. Vísað er í könnun þýska dag- blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) á því hvaða bílum er oftast stolið í Þýskalandi. Þar kemur einnig fram að bílaþjófnuðum hafi fækkað í Þýskalandi um rúm 80 prósent síðustu tuttugu ár, þökk sé stöðugri þróun í þjófavarnarkerf- um bifreiða. Atvinnubílaþjófar hafa hins vegar ekki látið deigan síga, heldur eflt þekkingu sína og komið sér upp háþróuðum rafeindabúnaði og einbeitt sér að því að stela dýru bílunum sem síðan ekið er úr landi. Allgemeine Zeitung segir að af hverjum þúsund BMW X6 sé 22 stolið, af hverjum þúsund BMW X5 sé 15 stolið og sömuleiðis sé 15 af hverjum þúsund Lexus-bílum stolið. www.fib.is BÓK FYRIR ALLA BÍLAÁHUGAMENN Merkisritið Saga bílsins á Ís- landi 1904-2004 kom út árið 2004 en þá voru 100 ár liðin frá því fyrsti bíllinn kom til Íslands. Bókin inniheldur margar myndir og fjölbreytt efni sem enginn bílaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Þar má meðal annars finna umfjöllun um sögu bílainn- flutnings hérlendis, þróunarsaga bílsins er rakin og fjallað er um bílaumboð og bílategundir sem margir Íslendingar, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru löngu búnir að gleyma. Einnig er fjallað um hvernig notkun bílsins jókst með árunum og hvernig hann dreifðist smátt og smátt um land allt. Þótt bíllinn og samgöngur innan- lands séu eðlilega í forgrunni er bókin ekki síður saga lands og þjóðar á miklum umbrotatímum. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson er höfundur bókarinnar en hann var fyrsti íslenski blaðamaðurinn sem sérhæfði sig í reynsluakstri nýrra bíla og reglulegum skrifum um bíla í dagblöð hérlendis. Bókina prýða tæplega 400 ljós- myndir og stór hluti þeirra hafði aldrei birst opinberlega áður en bókin kom út. Að útgáfu bókarinnar stóðu 24 fyrirtæki og stofnanir en hún fæst í helstu bókaverslunum landsins. LÆKKIÐ BENSÍNKOSTNAÐ Ýmislegt er að hægt að gera til að draga úr orkunýtingu bílsins og spara bensínkostnað. Til dæmis er mikilvægt að hafa alltaf réttan loftþrýsting í dekkjum. Of lítill loftþrýstingur eykur viðnám og getur aukið eldsneytiseyðsluna um allt að sex prósent. Vanstillt vél getur notað allt að fimmtíu prósent meira eldsneyti auk þess að menga meira. Óhrein eða stífluð loftsía getur aukið eyðslu um allt að tíu prósent. Óþarfur farangur eða þyngd eykur eldsneytisnotkun. Aukin byrði veldur meiri áreynslu, fimmtíu kílógrömm geta aukið elds- neytiseyðsluna um tvö prósent. Toppgrindur og aukafarangursgeymsla á toppnum auka loftmót- stöðu. Því er mikilvægt að fjarlæga slíkt eftir notkun. Heimild: attavitinn.is MYND/FÍB MYND/FORNBÍLL.IS H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 1 5 8 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.