Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 64
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 „Það er margt frábært listafólk sem tekur þátt í þessum tónleikum, einsöngvarar, kórar og hljóðfæra- leikarar,“ segir Sigurður Bragason barítónsöngvari, sem efnir til tón- leika í Langholtskirkju á laugar- daginn klukkan 16. Hann nefnir til sögunnar Karlakórinn Fóstbræður, Vox feminae, Kvennakór Garða- bæjar, Árnesingakórinn í Reykja- vík, Flensborgarkórinn, Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju og Kammerkór Reykjavíkur. Einnig einsöngvarana Kolbein J. Ketils- son, Elsu Waage, Jóhann Smára Sævarsson, Þóru Gylfadóttur, Gissur Pál Gissurarson og Önnu Jónsdóttur. „Við vorum með fyrstu æfinguna í gær með öllum hópn- um, það var geysigaman. Allir kunnu sitt,“ segir Sigurður og getur þess að auk ofantalinna séu margir frábærir einsöngvarar innan kóranna. Tónleikarnir eru 60 ára afmælis- tónleikar Sigurðar og hann mun stjórna þar nýju verki eftir sig sem heitir Alfaðir, snertu við heims þessa hjarta“ við ljóð eftir Matthías Jochumsson. Verkið er tileinkað Félagi einhverfra barna og er samið fyrir barnaraddir, 300 manna blandaðan kór, fjóra ein- söngvara og orgel. Það er Bjarni Þ. Jónatansson sem leikur á orgelið. Hver einsöngvari og kór flytja auk þess eitt lag eftir Sigurð, og ítölsk lög og íslensk þar fyrir utan. „Ég hef verið að semja alveg frá því ég var krakki, var hjá Jóni Ásgeirssyni og lærði tónsmíðar á Ítalíu um leið og sönginn,“ upp- lýsir Sigurður. Hann er lærður tónlistarkennari og kennir bæði einsöngvurum í Nýja tónlistarskól- anum og börnum í grunnskólum. Hann segir alltaf eitt og eitt barn í bekkjunum hjá sér á einhverfuróf- inu og því beri hann hag þess hóps fyrir brjósti. „Það er svo magnað að sjá að þau börn sem hafa fengið rétta meðhöndlun við einhverfunni taka þátt í tónlist og öðru félagslífi, það er mikil breyting frá því sem áður var.“ gun@frettabladid.is Hef verið að semja frá því ég var krakki Þrjú hundruð manna kór, fj órir einsöngvarar og átta barnaraddir frumfl ytja nýtt verk í Langholtskirkju á laugardaginn á styrktartónleikum fyrir einhverf börn. Höfundur verksins er Sigurður Bragason sem einnig stendur að tónleikunum. BARÍTÓNSÖNGVARI OG TÓNSKÁLD „Við vorum á fyrstu æfingu í gær með öllum hópnum, það var geysigaman,“ segir Sigurður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Strangt til tekið komu út átta frímerki á árinu skreytt hand- ritum, sex á Íslandi og tvö í Dan- mörku. Ég ætla að segja frá frí- merkjunum og handritunum sem urðu fyrir valinu á þau,“ segir Guðvarður Már Gunnlaugsson, dósent við Árnastofnun, um fyrir- lestur sem hann heldur í Þjóð- minjasafninu klukkan 12.10 í dag, á fæðingardegi Árna Magnússon- ar handritasafnara. Sum frímerkjanna sem Guð- varður talar um eru gefin út í tilefni þess að Árni hefði orðið 350 ára í fyrra, Handritin eru úr danskri lögbók og Njálu. „Það vill svo vel til að eitt handrita Njáls- sögu er myndskreytt, það lá því beint við að taka mynd af því,“ segir hann. Íslandspóstur gaf út frímerki í sumar í tilefni af 800 hundruð ára afmæli Sturlu Þórðarson- ar sagnaritara. „Sturla skrif- aði meðal annars Hákonarsögu Hákonarsonar sem kallaður var „sá gamli“. Sú saga er úr Flat- eyjarbók og því er tekin mynd úr Flateyjarbók úr upphafi Hákon- arsögu,“ segir Guðvarður. „Svo eru frímerki úr Íslensku teikni- bókinni sem kom út í fyrra og ég segi aðeins frá þeim.“ Í viðbót kveðst Guðvarður aðeins ætla að tala um mið- aldahandrit almennt og hversu snögga hann telur menn hafa verið að skrifa Flateyjarbók. - gun Fjögur handrit og frímerki Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknardósent heldur hádegisfyrirlestur í dag í Þjóðminjasafninu sem hann nefnir Fjögur handrit og frímerki. FYRIRLESARINN Guðvarður ætlar meðal annars að giska á hversu fljótir menn voru að skrifa Flateyjarbók. MYND/JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Café Lingua verður með norrænu yfirbragði í dag. Múmínálfarnir, Morrinn og Tove Jansson verða í brennidepli og mun kaffið fara fram á skandinavísku í Norræna húsinu frá klukkan 17 til 18. Hildur Ýr Ísberg flytur fyrirlest- ur um kynhlutverk í bókum Jans- son og Malin Barkelind les kafla úr bókinni „Pappan och havet“. Gestir geta einnig tekið þátt í getrauninni „Mummitroldene og deres nordiske venner“ og boðið verður upp á veitingar í anda Múmínmömmu. Í Barnahelli Norræna hússins er hægt að skoða sýningu tileinkaða Tove Jansson og Múmínálfunum. Umsjón Café Lingua er að þessu sinni í höndum Norræna hússins, Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt- ur auk dönsku, norsku og sænsku við Háskóla Íslands. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Norrænt Café Lingua Tove Jansson og Múmínálfarnir hennar skoðuð. TOVE JANSSON Höfundur Múmínálfanna verður í brenni- depli í Norræna húsinu í dag. Í MÚMÍNDAL Múmínálf- arnir og aðrar persónur Tove Jansson heimsækja Norræna húsið í dag. Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok nóvember í stærðfræði og eftirfarandi tungumálum: MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ STÖÐUPRÓF/PLACEMENT TESTS Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), þri. 25. nóv. kl. 16:00. Enska/English (9 einingar/15 fein*), mið. 26. nóv. kl. 16:00. Franska/French (12 einingar/20 fein*) fim. 27. nóv. kl. 16:00. Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), fim. 27. nóv. kl. 16:00. Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*), þri. 25. nóv. kl. 16:00. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), fim. 27. nóv. kl. 16:00. Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein) mán. 24. nóv. kl. 16:00. Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*), þri. 25. nóv. kl. 16:00. Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fim. 27. nóv. kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning (On-line registration) í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á (more information on) www.mh.is. VINNUVERNDehf Vinnuvernd ehf. | Brautarholt 28 | 105 Reykjavík | s: 5780800 | vinnuvernd@vinnuvernd.is | www.vinnuvernd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.