Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 68
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 48 45 ára Gerard Butler leikari Þekktastur fyrir: 300 St. Vincent Gamanmynd Aðalhlutverk: Bill Murray, Melissa McCarthy og Naomi Watts. Streep í Pathé Tökur á kvikmyndinni Pathé með Meryl Streep og Hugh Grant í aðal- hlutverkum hefjast í maí á næsta ári. Myndin er byggð á ævi Florence Fosters Jenkins, erfingja og yfir- stéttarkonu, sem elti drauminn sinn um að gerast óperu- söngkona. Henni þótti röddin sem hún heyrði í höfði sér falleg en öllum öðrum þótti hún hryllileg. Streep leikur Jenkins en Grant eiginmann hennar og umboðsmann sem styður við bakið á henni. Heiðruð í Stokkhólmi Leikkonan Uma Thurman fékk dynj- andi lófaklapp þegar hún tók á móti heiðursverðlaunum á kvikmynda- hátíð í Stokkhólmi á dögunum. Þegar hún var spurð hvort hún ætti einhver ráð fyrir unga leikara sagði hún ein- faldlega: „Verið hugrökk.“ Thurman lék síðast í tveimur Nymph- o maniac-myndum danska leikstjórans Lars von Trier. Hún er líklega þekktust fyrir leik sinn í Kill Bill 1 og 2 og Pulp Fiction. FRUMSÝNINGAR 7,6/10 8/10 Dumb and Dumber To Gamanmynd Aðalhlutverk: Jim Carrey, Jeff Dani- els, Rob Riggle og Laurie Holden. Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, er komin í bíó. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimsk- ingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðar áætlun þeirrar mynd- ar hljóðaði upp á sautján millj- ónir dala, eða rúma tvo millj- arða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miða- sölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gaman- mynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farr elly. „Hann vildi fá 50 millj- ónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmynda- verið: „Ókei, þú færð 50 milljón- ir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carr eys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gam- anleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvik- myndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carr- ey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppn- aða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leik- stjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“ freyr@frettabladid.is Fékk mörg hundruð milljónum meira Gríðarlegur launamunur var á Jim Carrey og Jeff Daniels þegar upptökur á Dumb and Dumber fóru fram fyrir um tuttugu árum. Framhaldið er komið í bíó. LLOYD CHRISTMAS OG HARRY DUNNE Heimskingjarnir snúa aftur á hvíta tjaldið tuttugu árum eftir að Dumb and Dumber kom út. Í Dumb and Dumber To fara þeir Lloyd og Harry í ferðalag til að finna barn Harrys sem hann vissi ekki að hann ætti. Eins og í Dumb and Dumber leikstýra Farrelly-bræðurnir myndinni. Þrátt fyrir orðróm um annað mun Jennifer Lawrence ekki leika feluhlutverk í henni. Að sögn Bobby var þetta feluhlutverk aldrei kvikmyndað og það næsta sem þeir komust stjörnunni var að snæða með henni kvöldverð í Atlanta þegar hún var að taka upp The Hunger Games. Leita að barni Harrys BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tar- antino við áhorfendur á kvik- myndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frum- sýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætl- aði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoð- un, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndar- innar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju. Hættir eft ir tíu myndir Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. TARANTINO OG TRAVOLTA Leikstjórinn ætlar að gera tvær myndir í viðbót fyrir utan þá nýjustu, The Hateful Eight. NORDICPHOTOS/GETTY Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leik- stjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 með Android UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.