Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 76

Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 76
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56 Páll Óskar Hjálmtýsson heldur sitt síðasta Pallaball í Sjallanum á laugardagskvöld, en tuttugu ár eru síðan hann spilaði fyrst í Sjall- anum. „Ég ætla að kveðja þennan fal- lega sal með virðingu og reisn, skreyta hátt og lágt líkt og um gamlárskvöld væri að ræða, gera þetta að eins fallegu Pallaballi og hægt er. Þetta verður mín leið til að kveðja þennan stað með virkt- um eftir tuttugu ára yndislega samveru,“ segir Palli. Flestir Akureyringar hafa farið á Pallaball sem yfirleitt eru smekkfull. „Það eru einhverjir töfrar þarna inni. Þetta er stærsta dansgólf á Norðurlandi og nóg pláss til að bjóða fólki upp á svið til þess að dansa með mér. Þú kemst ekki nær áhorfendum en það og þessi nánd er svo dýrmæt. Ég græt Sjallann mjög sárt eftir þessa helgi og það þarf kraftaverk til þess að annar eins staður rísi frá grunni,“ segir hann. Palli hefur spilað hvert einasta gamlárskvöld í Sjallanum í mörg ár og segist aðeins einu sinni hafa þurft að aflýsa balli, en þá voru græjurnar hans fastar á miðri leið í brjáluðu veðri. Aðspurður hvort hann tengi lokun Sjallans og lokun skemmtistaðarins Nasa saman, segir hann að við fyrstu sýn hljómi þetta eins og sama sagan. Enn og aftur lúffi tónlistarfólk fyrir hótel- um. „Munurinn á Nasa og Sjallan- um er sá að rekstur Sjallans hefur verið erfiður, ég geri mér fullkom- lega grein fyrir því. En mér finnst það bera vott um tvöföld skila- boð þegar við Íslendingar mont- um okkur sífellt af blómlegu tón- listarlífi, en lokum svo fallegustu stöðunum okkar sem eru gagngert gerðir fyrir tónlistarflutning,“ segir hann og bætir við að erfitt verði að ná upp sömu stemningu annars staðar og í Sjallanum. „Í fullkomnum heimi hefði verið hægt að minnka rýmið og breyta staðnum svo hægt væri að halda honum gangandi. En eins og ég segi þá grunar mig að það hafi verið fullreynt.“ adda@frettabladid.is „Sjallinn er búinn að ganga vel lengi og þetta er búið að vera algjörlega frábær tími,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, eða Dabbi Rún, skemmtanastjóri Sjallans á Akureyri. Húsið hefur nú verið selt og til stendur að reisa hótel á lóðinni. „Ballbransinn hefur breyst mikið undanfarið og þróunin hefur því miður orðið þannig að erfiðara er að fá bönd til þess að koma og spila. Þetta hefur sett strik í reikn- inginn í okkar rekstri. Við fengum þetta tilboð í húsið fyrst fyrir þremur árum og það er búið að skoða það með opnum hug lengi. Því miður er þetta niðurstaðan,“ segir Dabbi, en til stendur að loka Sjallanum um áramót og reiknar hann með að síðasta ball Sjallans verði á gamlárskvöld. „Við ætlum nú að tóra út árið. En það sem okkur langar til þess að gera, er að bjóða böndunum, sem hafa troðið upp hér í gegnum árin, að koma og kveðja staðinn, halda sitt lokaball í Sjallanum. Það væri gaman að fá öll þessi gömlu bönd, sem fylltu Sjallann áður fyrr,“ segir Dabbi. Ballbransinn hefur breyst mikið „Þetta er alveg eitt það skemmti- legasta sem hægt er að gera, bæði að keppa og horfa á þetta,“ segir Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, annar skipuleggjanda Leiktu betur í ár. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna þar sem keppt er í leikhússporti, ákveðinni teg- und af spuna. „Það eru fjórir saman í liði og liðin fá áskorun úr salnum. Það getur verið hvað sem er,“ heldur Ari Freyr áfram. En sjálfur keppti hann fyrir hönd Kvennaskólans í Reykjavík á sínum menntaskólaárum. „Liðið kemur sér svo saman um stíl og það er fullt af stílum í leikhús- sporti. Til dæmis sápuóperustíll, spæjarastíll eða ritvélarstíll. Liðið getur svo gert hvað sem er innan síns stíls.“ Í ár verða engir leikmunir sem keppendur munu hafa aðgang að en Steingrímur Teague, hljóm- borðsleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower, mun sjá um undirspil. Um skipulagningu Leiktu betur ásamt Ara Frey sér Gunnar Smári Jóhannesson. „Reynsla okkar Gunnars Smára af leikhússpuna í gegnum árin hefur sýnt okkur að fólk festist oft í leikmunum og notar þá sem hækju. Liðin hafa bara tíu sekúndur fyrir spunann til þess að koma sér í gírinn og þá fer tíminn oft í það að hlaupa að ná í leikmuni.“ Í ár keppa sex lið í Leiktu betur en keppnin verður haldin í Borgar- leikhúsinu í kvöld. - gló Til dæmis sápu- óperustíll, spæjarastíll eða ritvélarstíll. Liðið getur svo gert hvað sem er innan síns stíls. En mér finnst það bera vott um tvöföld skilaboð þegar við Íslend- ingar montum okkur sífellt af blómlegu tónlistarlífi, en lokum svo fallegustu stöðunum okkar sem eru gagngert gerðir fyrir tónlistar- flutning. Páll Óskar Hjálmtýsson Ferðaskrifstofan Travice ehf. www.travice.is – info@travice.is sími 786 2400 Sjávarréttarveisla Reykjarness 2014 Hlegið allan tímann Ari Freyr Ísfeld Óskarsson segir erfi tt fyrir keppend- ur að halda andliti í spunakeppni framhaldsskóla. ARI FREYR Liðin hafa þrjár mínútur til þess að heilla dómarana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kveður Sjallann eft ir 20 ára samveru Skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri verður lokað um áramótin og verður síðasta Sjallaballið haldið á gamlárskvöld. Popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson heldur sitt síðasta Pallaball í Sjallanum um helgina, en segist ósáttur við þá þróun að skemmtistaðir og tónlistarfólk þurfi sífellt að lúff a fyrir nýjum hótelum. Skemmtanastjórinn Davíð Rúnar Gunnarsson segir tímann í Sjallanum hafa verið góðan. Í SJALLANUM Páll Óskar hefur margsinnis troðfyllt dansgólf Sjallans. MYND/BALDVIN ÞEYR PÉTURSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.