Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 86
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 66
BESTI SKYNDIBITINN
R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I
ALLIR SÓFAR Á TAXFREE TILBOÐI*
BRIGHTON 3JA SÆTA SÓFI
Litir: Koníaksbrúnt, dökkbrúnt og svart. Vandað ekta leður.
Stærð: 3ja 204 x 80 H: 77 cm. 2ja sæta 150 x 80 H: 77 cm.
AÐEINS KRÓNUR
254.972
Fullt verð kr. 319.990
3JA SÆTA. LEÐUR.
AÐEINS KRÓNUR
215.131
Fullt verð kr. 269.990
2JA SÆTA. LEÐUR.
Stærð: 186x84 H: 83 cm. Slitsterkt
áklæði í þremur litum, ljósgrátt,
blátt og ólívugrænt. Viðarlappir.
EGGERT 3JA SÆTA
AÐEINS KRÓNUR
79.673
Fullt verð kr. 99.990
AÐEINS KRÓNUR
286.845
Fullt verð kr. 359.990
LONDON HORNSÓFI 2H2 – ÁKLÆÐI
Slitsterkt áklæði.
Stærð: 220 x 220 H: 86 cm.
*TAXFREE TILBOÐIÐ GILDIR BARA Á SÓFUM OG JAFNGILDIR 20,32% AFSLÆTTI.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði.
Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
„Blue Hawaii er lag sem blandar
tveimur sólum Starwalkers full-
komlega saman í eina geimþoku,“
sagði rafpoppstvíeykið Starwalker
við tónlistarveituna Stereogum en
í dag kom út myndband við nýtt
lag þeirra, Blue Hawaii.
Starwalker er samstarfsverk-
efni Barða Jóhannssonar úr Bang
Gang og Jean-Benoit Dunckel úr
Air. „Við vorum gríðarlega ánægð-
ir með það,“ segir Barði í samtali
við Fréttablaðið en myndbandið
hæfir svo sannarlega nafni Star-
walker þar sem kapparnir eru
staddir úti í geimi.
Ragnar Bragason leikstýrir en
hann hefur unnið mikið af mynd-
böndum Bang Gang. Framleiðslu-
fyrirtækið Trickshot sá um tækni-
brellurnar. „Þeir sáu um að koma
okkur út í geiminn,“ segir Barði en
Aron Bergmann Magnússon ann-
aðist listræna stjórnun.
Þeir kappar munu gefa út eigin
plötur hvor fyrir sig eftir áramót,
Barði nýja Bang Gang-plötu en
Dunckel sólóplötuna Darkel. Eftir
þær útgáfur mun Starwalker gefa
út fyrstu plötu sína, sem er að sögn
Barða tilbúin. „Við tókum upp
meirihlutann af plötunni í hljóð-
veri Air í París, sem var gríðar-
lega fallegt,“ segir Barði.
- þij
Air og Bang Gang staddir úti í geimi
Starwalker gefur út nýtt myndband í leikstjórn Ragnars Bragasonar.
BLUE HAWAII Barði og Dunckel eru staddir úti í geimi í myndbandinu. MYND/SKJÁSKOT
„Chipotle allan daginn! Mér líður
eins og ég sé að borða hollasta mat
í heimi þó það sé örugglega ekki
málið. Hef farið þrisvar sama dag-
inn með félögunum og sé ekki eftir
neinu. ENGU!“
Þorsteinn Sindri Baldvinsson, tónlistarmaður
og YouTube-stjarna.
„Okkur hefur fundist vanta vett-
vang fyrir ungar konur, sem eru
að gera spennandi hluti, til þess
að mynda tengslanet og þróa
sínar hugmyndir áfram,“ segir
Erla Björnsdóttir. Hún og Þóra
Hrund Guðbrandsdóttir vinna
að stofnun samtaka fyrir ungar
konur með hugmyndir sem þær
vilja framkvæma.
Um helgina kemur fyrsta verk-
efnið þeirra, jóladagatal fjöl-
skyldunnar, út. „Jóladagatal-
ið fékk miklu betri viðtökur en
við bjuggumst við og í kjölfarið
fórum við að ræða að það vantaði
svona samtök. Á endanum ákváð-
um við bara að stofna þau sjálf-
ar,“ segir Erla.
Markmið samtakanna verð-
ur að mynda samstöðu á meðal
ungra kvenna og skapa samfé-
lag þar sem konur geta myndað
tengslanet og miðlað upplýsing-
um. „Okkur langar að vera með
fyrirlestraröð og fá konur með
skemmtilegar og góðar hugmynd-
ir sem geta sagt frá sinni reynslu
til þess að koma og flytja fyrir-
lestra,“ segir hún. Samtökin eru
ekki enn komin með nafn enda
er nóg um að vera þessa dagana.
„Við erum á fullu að vinna í þessu.
Sitjum sveittar við dag og nótt að
sinna jóladagatalinu okkar og
erum líka að vinna í dagbók sem
á að koma út desember.“
Auk alls þessa reka Erla og
Þóra sín eigin fyrirtæki, Betri
svefn og ReykjavikNow. - gló
Ákváðu að taka málin í sínar eigin hendur
Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir stofna samtök fyrir ungar konur með góðar hugmyndir.
ERLA OG ÞÓRA Þeim fannst
vanta vettvang fyrir ungar konur
með góðar hugmyndir.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Uppskeruhátíð Fatahönnunar-
félags Íslands verður haldin föstu-
daginn 21. nóvember. Í ár verð-
ur hátíðin einstaklega vegleg og
verður áherslan lögð á uppbygg-
ingu tískufyrirtækja á norrænum
slóðum.
„Í ár fáum við hinn sænska Rol-
and Hjort, yfirhönnuð og eig-
anda fatamerkisins WHYRED,
til okkar. Hann mun deila sinni
reynslu, en fyrirtæki hans fagn-
ar 15 ára starfsafmæli í ár. Að
auki kemur hin færeyska Barb-
ara í Gongini til okkar og mun
hún segja sína sögu af stofnun og
rekstri tískufyrirtækis á norræn-
um slóðum,“ segir Sif Baldursdótt-
ir, meðstjórnandi Fatahönnunar-
félags Íslands og verkefnastjóri
uppskeruhátíðarinnar. Auk þeirra
munu forsvarsmenn Nordic Fash-
ion Association koma og fjalla um
uppbyggingu tískubransans í heild
á Norðurlöndunum.
Tilgangur hátíðarinnar er að
efla samheldni innan fagsins,
sem er frekar ungt hér á landi,
og skapa vettvang fyrir faglega
umræðu. Á hverju ári útskrif-
ast fjöldi ungra hönnuða bæði frá
Listaháskóla Íslands og frá skólum
erlendis.
„Margir fatahönnuðir vilja ná
sér í reynslu erlendis eða stofna
sín eigin tískufyrirtæki á Íslandi.
Markaðurinn hér heima er óneit-
anlega lítill og því er mikilvægt
fyrir íslenska hönnuði að komast
inn á erlendan markað líka. Því
þykir okkur afar mikilvægt að
fá til landsins reynslumikið fólk
úr faginu sem getur deilt sinni
reynslu og stækkað tengslanet
hönnuðanna,“ segir Sif.
Hún segir þó nokkra vitund-
arvakningu hafa orðið meðal
almennings um fatahönnun á
Íslandi og um hönnun almennt.
„Við finnum fyrir því að almenn-
ingur hefur meiri áhuga á íslenskri
fatahönnun og hefur betri þekk-
ingu á henni. Einnig hefur Hönn-
unarmars skipt sköpum við að
vekja áhuga almennings á hönnun
almennt.“ adda@frettabladid.is
Þekktir fatahönnuðir
á leið til landsins
Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands verður haldin 21. nóvember næst-
komandi. Roland Hjort, yfi rhönnuður fatamerkisins WHYRED, og Barbara í
Gongini verða gestir hátíðarinnar og munu deila reynslu sinni með gestum.
VERKEFNASTJÓRI Sif Baldursdóttir verkefna stjóri segir hátíðina einstaklega
veglega í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Michael H. Berkowitz. Var hjá Calvin Klein í 15 ár og vinnur nú fyrir Nike,
Tom Ford og fleiri.
Ingvar Helgason, annar hönnuður tvíeykisins Ostwald Helgason.
Helga Björnsson, starfaði í 20 ár sem hönnuður við haute couture hjá
Louis Feraud í París.
Alice Smith og Cressida Pye hjá tískuráðgjafafyrirtækinu Smith&Py, sem
vinnur meðal annars fyrir Alexander McQueen og Louis Vuitton.
➜ Fyrirlesarar sem hafa verið á uppskeruhátíð:
Blue Hawaii er
lag sem blandar
tveimur sólum Star-
walkers fullkomlega
saman í eina geim-
þoku– Stereogum.