Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 22
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BJÖRG SIGÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR
(BOGGA)
áður til heimilis að Norðurbraut 15,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu þann 9. nóvember. Útför
hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þann
18. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir.
Björk Guðjónsdóttir Jón Hallur Jóhannsson
Lovísa Guðjónsdóttir Tony Afzal
Kjartan Ágúst Guðjónsson Sigríður Sigurðardóttir
Signý Elínbjörg Guðjónsdóttir Bud Leffler
Sigurlín Guðjónsdóttir
Guðný Guðjónsdóttir Jón Hjaltason
Guðjón Guðjónsson
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir,
elskulegur afi og langafi,
JÓN WILLIAM MAGNÚSSON
forstjóri,
Krossholti 6, Keflavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 7. nóvember, verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.00.
Magnús Jónsson Ella Björk Björnsdóttir
Steinþór Jónsson Hildur Sigurðardóttir
Guðlaug Helga Jónsdóttir Guttormur Guttormsson
Davíð Jónsson Eva Dögg Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir og vinur okkar,
ARUNAS RUDOKAS
lést sunnudaginn 9. nóvember á heimili sínu.
Útförin fer fram frá Maríukirkju, Raufarseli 8,
109 Reykjavík, mánudaginn 17. nóvember
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á styrktarreikning Arnas sonar hans:
114-26-230399, kt. 230399-3019.
Rasa Rudokiené
Arnas Rudokas
Gintautas Rudokas
Henrikas Rudokas
Nijole Rudokiené
önnumst við alla þætti
þjónustunnar með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
Þegar andlát
ber að höndum
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
MERKISATBURÐIR
1770 James Bruce finnur uppsprettu Nílarfljóts.
1918 Tékkóslóvakía verður lýðveldi.
1921 Kommúnistaflokkurinn er stofnaður á Spáni.
1948 Karl Bretaprins fæðist.
1973 Anna Bretaprinsessa giftist Markúsi Fillipusi.
2001 Norðurbandalagið nær völdum yfir borginni Kabúl í
Afganistan.
Hólmfríður Karlsdóttir varð ungfrú
heimur á þessum degi fyrir tuttugu og
níu árum. Keppnin fór fram í London á
Englandi og 78 stúlkur kepptu til úrslita.
Hólmfríður, sem hefur verið kölluð
Hófí, var 22 ára gömul þegar keppnin fór
fram en á þeim tíma starfaði hún sem
fóstra.
Keppnin var ekki sýnd í sjónvarpi á Ís-
landi fyrr en daginn eftir að úrslitin voru
kynnt en yfir hundrað milljónir manna
víðs vegar um heiminn fylgdust með í
beinni útsendingu þar sem Hólmfríður
var krýnd fegursta kona í heimi.
Hólmfríður fékk í verðlaun 1,8 milljónir
króna en inni í þeirri fjárhæð var meðal
annars greiðsla fyrir fyrirsætustörf. Hún
ferðaðist í kjölfar sigursins um heiminn.
ÞETTA GERÐIST: 14. NÓVEMBER 1985
Fegursta kona heims og stolt Íslands
Hinn sigursæli knattspyrnuþjálf-
ari Logi Ólafsson er sextugur í dag.
„Ég er voðalega lítill afmælismaður,“
segir Logi þegar Fréttablaðið slær á
þráðinn til hans.
Hann segist ekki ætla að gera sér
mikinn dagamun, en ætlar þó ekki
alveg að horfa fram hjá tímamótun-
um. „Ég er bara að fara eitthvað út að
borða. Þetta verður nú ekkert meira
en það,“ segir hann. Fleira verði ekki
gert um helgina. „Ég ætlaði nú bara að
keyra á svolítið lágum prófíl í þessum
málum,“ segir hann.
Þegar Logi er spurður að því hver
hafi verið eftirminnilegasti afmælis-
dagurinn hugsar hann sig um stundar-
korn. „Ætli það hafi ekki verið tíu
ára,“ segir hann svo. Logi á að baki
glæstan feril í knattspyrnu. Hann
fæddist þann 14. nóvember 1954.
Hann var einungis þrjátíu og þriggja
ára gamall þegar hann hóf þjálfun
árið 1987.
Þá þjálfaði hann kvennalið Vals í
tvö ár. Síðan þjálfaði hann Víking frá
1990 til 1992 og var þjálfari liðsins
þegar það vann Íslandsmeistaratitil
árið 1991. Hann varð síðar þjálfari
íslenska kvennalandsliðsins og var
þjálfari þess á árunum 1993-1994.
Árið 1995 þjálfaði Logi lið Skaga-
manna í úrvalsdeild karla og það
árið vann liðið Íslandsmeistaratit-
il. Á árunum 1996-1997 stýrði hann
íslenska landsliðinu. Hann tók aftur
við liði ÍA árin 1997-1998.
Hann hóf aftur að þjálfa íslenska
landsliðið ásamt Ásgeiri Sigur-
vinssyni árið 2003 og þjálfaði liðið
til ársins 2005. Hann tók sér svo
tveggja ára hlé frá þjálfun áður en
hann tók við KR 2007-2010, svo Sel-
fossi 2011-2012 og Stjörnunni 2013.
jonhakon@frettabladid.is
Logi Ólafsson er ekki
mikið afmælisbarn
Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari er sextugur. Hann segist ekki vera mikið afmælisbarn en
ætlar að borða góðan mat með fjölskyldunni í tilefni tímamótanna. Næstum hálfa ævina
hefur Logi fengist við þjálfun og tvisvar þjálfað landsliðið.
Á VELLINUM Á
árunum 2003-
2005 þjálfaði
Logi íslenska
landsliðið með
Ásgeiri Sigurvins-
syni.