Fréttablaðið - 14.11.2014, Side 32
8 • LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014
S
igríður Eyrún Friðriks-
dóttir, betur þekkt sem
Sigga Eyrún, hefur vakið
verðskuldaða athygli í ís-
lensku tónlistarlífi eftir
að hafa flutt lagið Lífið kvikn-
ar á ný í Söngvakeppni Sjón-
varpsins á árinu. Lagið naut mik-
illa vinsælda og ekki síður dans-
inn sem saminn var sérstaklega
fyrir lagið. Lagið samdi Sigga
Eyrún ásamt sambýlismanni
sínum, Karli Olgeirssyni upp-
tökustjóra. Texti lagsins flétt-
aðist á skemmtilegan hátt við
líf Siggu Eyrúnar sjálfrar sem
hún segir að sé dásamlegt ferða-
lag en oft á tíðum hafi hún þurft
að hvetja sig áfram þegar ekk-
ert virtist ætla að ganga upp.
Siggu Eyrúnu var þó ekki ætlað
að fara í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva að þessu
sinni en lagið lenti í öðru sæti á
eftir Pollapönkslaginu, Enga for-
dóma. Sigga Eyrún hefur ekki
setið auðum höndum síðan þá og
kemur á næstu dögum út plata
sem hún vann með Karli auk þess
sem þau eiga vona á barni í des-
ember. Það eru því spennandi
LÍFIÐ KVIKNAR ENN Á NÝ
SIGRÍÐUR EYRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR sló svo eftirminnilega í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu.
Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og barni sem hún á von á með tónlistarmanninum
Karli Olgeirssyni. Hún sleit barnsskónum í Breiðholtinu en ferðaðist heimshorna á milli og sankaði að
sér eftirminnilegri reynslu úr leikhúsheiminum. Nú er Sigga komin heim og spennandi tímar fram undan.
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
Umsjónarkona Lífsins
tímar fram undan hjá þessari
orkumiklu og duglegu konu.
Listagyðjan kallaði
Sigga Eyrún sleit barnsskónum á
milli Breiðholtsins og Óðinsvéa í
Danmörku. Hún segist strax hafa
haft mikinn áhuga á leik- og söng-
list enda mikið um listrænt fólk
í föðurfjölskyldunni. „Pabbi og
hans fjölskylda eru mikið söng-
fólk, ætli ég hafi ekki áhugann
þaðan. Þegar ég minnist mín sem
barns þá var ég sísyngjandi,“
segir Sigga Eyrún. Fljótlega í
grunnskóla fór hún að leika í
skólaleikritum og syngja á skóla-
skemmtunum. „Sumir myndu
segja að ég hefði verið ansi ráð-
rík á þessum tíma,“ segir Sigga
Eyrún og hlær. „Ég vil þó meina
að ég hafi bara verið ákveðin og
verið að redda leikritinu, sjá til
þess að hlutirnir væru í lagi,”
segir hún.
Sigga Eyrún tók þátt í fyrstu
Skrekkskeppninni, sem hald-
in var, með misgóðum árangri
að eigin sögn. „Þetta var alveg
hræðilegt, við mæmuðum eitt-
hvert agalegt væl,“ segir hún,
ranghvolfir augunum og hlær.
Á táningsárunum leiddi Sigga
Eyrún hugann að öðru og það
var ekki fyrr en að hún byrjaði
í Menntaskólanum við Sund að
hún beindi augum sínum aftur að
listagyðjunni og tók þátt í leiklist-
inni af fullum krafti. „Það varð
í rauninni ekki aftur snúið eftir
menntaskólann, söng- og leiklist-
in skyldi liggja fyrir mér,“ segir
Sigga Eyrún.
Eftir að hafa lokið námi í
grunnskólakennaramenntun
við Háskóla Íslands, Söngskóla
Reykjavíkur og Tónlistarskóla
FÍH, lá leið okkar konu til Surrey
í Bretlandi, nánar tiltekið í nám
við söngleikjadeild Guildford
School of Acting. „Þetta er mik-
ilsvirtur, gamaldags breskur leik-
listarskóli sem mikið af góðum
listamönnum hefur útskrifast úr,
meðal annars Halla Vilhjálms
og Ian McKellen,“ segir Sigga
Eyrún. Þess má geta að skól-
inn hefur verið valinn einn af
tíu bestu leiklistarskólum í Bret-
landi. Sigga Eyrún kláraði meist-
aranám úr söngleikjadeildinni en
var ekki tilbúin að koma heim að
svo stöddu og hélt því til Toronto
í Kanada. „Ég var svo heppin að
kynnast henni Maju Árdal, leik-
konu og þekktum leikstjóra í Tor-
onto. Hún er af íslenskum upp-
runa en hefur alið manninn er-
lendis og náð góðum árangri á
sínu sviði. Hún opnaði fyrir mér
heim leiklistar í borginni,“ segir
hún. Sigga Eyrún dvaldi samtals
fimm ár í Kanada og sankaði að
sér reynslu úr leikhúsheiminum
auk þess sem hún hlaut raddþjálf-
un hjá einum besta raddþjálfun-
arkennara þar í landi.
„Ég var mjög heppin að kom-
ast að hjá góðum raddþjálfunar-
kennara sem meðal annars þjálf-
aði leikara fyrir söngleikina
Hair spray og Chicago,“ segir
Sigga Eyrún. Meðan á dvöl henn-
ar stóð í Toronto komst Sigga
Eyrún langt í prufum fyrir söng-
leikinn Lord of the Rings. „Ég
var komin það langt í valinu að
ég var komin á launaskrá. Þar
sem ég er rétt undir 1,60 cm á
hæð þá var ég í hobbitahópnum.
Þetta var mjög skemmtileg og
góð reynsla sem ég fékk þarna og
bý að í dag.“
Sló í gegn á Gay Pride
Eftir að Sigga Eyrún sneri heim
fékk hún fastráðningu í Stúdíói
Sýrlandi þar sem hún vinnur að
hluta enn í dag. „Ég fæ mikla
útrás í því að talsetja og hef tal-
sett fjöldann allan af teiknimynd-
um. Meðal annars er ég rödd Die-
gos, Gurru gríss, Hvells keppnis-
bíls og Eydísar systur Finnboga
og Felix,“ segir hún og bætir við
að stundum óski hún sér að geta
leikið þessa litríku karaktera á
sviði. Meðfram vinnu sinni í Sýr-
landi tók Sigga Eyrún þátt í upp-
setningum á sýningum og gjörn-
ingum í Borgarleikhúsinu. „Ég
var fengin til þess að vera í sýn-
ingunni Gretti þar sem önnur
hver leikkona var ólétt og svo
tók ég líka þátt í Jesus Christ
Super star og söng Superfragil-
isticexpialidocious, lagið sívin-
sæla í Mary Poppins, en það
var ógleymanleg lífsreynsla og
skemmtileg. Fyrir utan þessi
verk í Borgarleikhúsinu tók ég
líka þátt í uppsetningunni á Vesa-
lingunum í Þjóðleikhúsinu en það
var einstök upplifun,“ segir hún.
Sigga Eyrún var einnig í hópi
nokkurra leikara sem fengnir
voru til þess að búa til óvissuferð
um leikhúsið. „Við vorum nokk-
ur sem fengum það skemmtilega
hlutverk að búa til óvissuferð
um leikhúsið. Við fengum frjáls-
ar hendur við að búa til ýmsa
karaktera sem tóku á móti gest-
um. Í einu horninu voru Hitler
og Lína Langsokkur á spjalli og í
„Ég er sett 20. desember
og þetta er drengur,
ætli ég skíri hann ekki
bara Jesú.“
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.