Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 38

Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 38
14 • LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014 Þessa tösku fann ég í Berlín, hef ekki átt tösku í mörg ár af því ég fann ekki þá réttu. Þessi er ekki bara falleg held- ur líka vegan. Góð fyrir útlitið, sjálfstraustið og sálina! 3 4 5 1 „Fatastíll minn er einfaldur en með örlitlu rokki eða jafnvel lúmskum pönk - áhrifum. Ég hef haft mjög gaman af því í gegnum árin að vera frumleg í fatavali og er í rauninni algjört kameljón. Ég er þó næst því að vera hin sanna ég í gallabuxum, mótorhjólastígvélum og peysu í yfirstærð.“ Fór skólaus til Berlín- ar gagngert til þess að koma heim í nýjum vegan-mótorhjólastíg- vélum! Og það tókst! Yess! Humanoid-bómullarklútur, þennan fékk ég í Gloriu á Laugavegin- um, finnst hann vera eins konar lifandi listaverk sem ég get vafið um mig og notagild- ið í svona klút er framar vonum, hann getur gjör- breytt fataskápn- um, gætt gömlu glæ- næyju lífi. FATASKÁPURINN GUÐRÚN TARA SVEINSDÓTTIR Myndlistarneminn og fyrirtækjaeigandinn Guðrún Tara lætur sig náttúruna varða og verslar helst við lítil fyrirtæki sem rekin eru af hugsjón og með umhverfis- væna stefnu. 2 Lífrænn línstutterma- bolur, saumaður á verkstæðinu í Gloriu og handlitaður. Fékk hann í gjöf frá eigin- manninum þrátt fyrir að vinna í búðinni sjálf. Mjög rómantískt, finnst þetta flottasti bolur sem ég hef átt. Ég keypti þennan jakka í Kickstarter á Vestur- götu, mjög flottur bresk- ur hönnuður, Nigel Cabo- urn, allt sem hann notar í hönnun sýna sækir hann innan Bretlandseyja. Svo finnst mér alveg tryllt kúl að vaxið í honum er úr bý- flugnabúi sem býflugurnar voru höfðu yfirgefið. Hattar hafa verið gríðarlega vinsælir upp á síðkastið og allar helstu tískudrottningarnar láta reglulega sjá sig með fallega hatta. Það er engin ein tegund sem er ráðandi og úrvalið er gríðarlegt. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa dagana þegar kemur að hattakaupum. TÍSKA HATTAR Þessi var með vint- age-hatt á götum Parísar. Bloggarinn Irina Lakicevic með hatt frá Levici. Fyrirsætan Hyun- jeong Ji með hatt frá H&M. Tískubloggarinn Dasha Gold með hatt frá Lack of Color. Flottur hattur frá Levi’s.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.