Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 40
Lífi ð BLOGGARINN STÍLSTI OG TÍSKUBLOGGARI Pernille Teisbæk lookdepernille.com Pernille Teisbæk er búin að vinna í tískubransanum síðan árið 2005. Hún hefur unnið bæði fyrir framan og aftan myndavélina, fyrst sem fyrir sæta á vegum Elite í Danmörku og svo sem tískuritstjóri danska tímaritsins Woman. Eftir það tók við starf hjá tímaritinu Alt og svo var hún ráðin tískuritstjóri Eurowom- an árið 2011. Hún hætti þar árið 2013 og í dag starfar hún sem stíl- isti í fullu starfi auk þess að vinna sem tískuráðgjafi fyrir afar vinsæl- an þátt í danska sjónvarpinu sem heitir Go’morn DK. Hún heldur úti vinsælu tískubloggi sem hún kallar Look de Pernille þar sem hún birt- ir myndir af sjálfri sér og nýjustu fötunum auk þess að birta mynd- ir af þeim verkefnum sem hún vinn- ur að hverju sinni. Fallegt blogg hjá Pernille sem gaman er að fylgj- ast með. Margret Zhang instagram.com/ margaret__zhang Margaret Zhang hefur starfað sem rithöfundur, stílisti, ljósmyndari og listrænn stjórnandi, Hún er auk þess að klára lögfræði í háskólan- um í Sydney. Síðan hún byrjaði í tískubransanum 2009 hefur hún unnið með fyrirtækjum eins og Net- a-Porter, Nike, VISA, Blackberry Ltd, Shopbop og Mulberry. Hún er með fallegan stíl og það kemur bersýnilega í ljós á Insta gramminu hennar ásamt fallegum myndum af mat og ferðalögum. Alexa Chung www.pinterest.com/ AlexaChung1 Ofurfyrirsætan og tískudrottning- in Alexa Chung er með Pinterest- síðu uppfulla af tísku. Hún er með fjöldamörg albúm sem ná yfir allt hennar tískuveldi. Hún birtir per- sónulegar myndir af sér, myndir af sér á tískusýningum og á forsíðum allra helstu tímarita. Hún pinnar líka það sem henni finnst flott og það er hægt að gleyma sér á síð- unni hennar tímunum saman. Julie Sarinana twitter.com/sincerelyJules Julie Sarinana hefur haldið úti heimasíðunni Sincerely Jules frá því í febrúar 2009. Síðuna notar hún til þess að fá tjá sig um hugs- anir, fá útrás fyrir sköpunarþörf og deila innblæstri. Hún hefur fengið umfjöllun í öllum helstu tímatritum heims fyrir flottan stíl og skemmti- lega síðu. Hún heldur einnig úti vinsælli Twitter-síðu sem vert er að fylgjast með. Hún er dugleg að uppfæra hana og birtir myndir af sér í múnderingum dagsins við mik- inn fögnuð aðdáenda sinna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.