Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 47

Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 47
SAMTAL UM GLÆPASÖGUR Á SÓLON Í DAG KL. 17.00 SATT & SKÁLDAÐ Ókyrrð nefnist ný skáldsaga Jóns Óttars Ólafssonar. Hans fyrsta bók, Hlustað, vakti athygli á síðasta ári og hefur þegar komið út í Noregi og Frakklandi. Jón Óttar er doktor í afbrotafræði frá Cambridge. Hann hefur unnið hjá lögreglunni, í banka og hjá sérstökum saksóknara. Spurningin sem óneitanlega vaknar við lestur glæpasagna Jóns Óttars er: Er þetta virkilega svona? Hvað á sér stoð í raunveruleikanum og hvað skáldar hann? Er það rétt að hver einasti smákrimmi þekki ómerktan lögreglubíl af löngu færi? Er ekkert mál að hlusta síma hjá fólki? Heldur lögreglan „óformlegan“ gagnagrunn með persónuupplýsingum? Þorbjörn Þórðarson lögfræðingur & fréttamaður ætlar að spyrja Jón Óttar þessara spurninga - og fleiri - fyrir opnum tjöldum, í dag kl. 17.00. Verið velkomin á Sólon Bankastræti, 2. hæð. Happy hour á barnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.