Fréttablaðið - 14.11.2014, Page 58
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38
FÓTBOLTI Fram undan er topp-
slagur við Tékka, einvígi tveggja
efstu liðanna sem hafa ekki
tapað stigi í fyrstu þremur leikj-
um sínum. Íslenska liðið lá fyrir
Belgum í vináttulandsleik í Bruss-
el en við þurfum ekki að hafa allt-
of miklar áhyggjur ef marka má
þjálfaratíð Lars Lagerbäck.
Æfingaleikirnir notaðir vel
Undir stjórn Lars og Heimis Hall-
grímssonar hefur íslenska liðið
náð miklu betri árangri í leikj-
unum sem skipta einhverju máli.
Æfingarleikirnir hafa á sama tíma
verið notaðir til að þróa og bæta
liðið auk þess að gefa leikmönnum
tækifæri til að sýna sig og sanna.
Margir leikmenn fengu tæki-
færi gegn Belgíu í fyrrakvöld
og þótt að það sé ólíklegt að þeir
komi inn í byrjunarliðið fyrir
Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og
Heimir eflaust komnir með góða
mynd af því hvenær þessir leik-
menn geti hjálpað íslenska lands-
liðinu á næstunni þegar leikbönn
eða meiðsli herja á hópinn.
Það er ekki bara að íslenska
liðið sé betra í keppnisleikjum
síðan Lars tók við heldur sýnir
tölfræðin það að liðið er miklu
betra. Íslenska landsliðið er búið
að ná í 60 prósent stiga í fimm-
tán leikjum í undankeppnum HM
og EM síðan Lars Lagerbäck tók
við en aðeins í 33 prósent stiga
í vináttuleikjunum ef við reikn-
um með að sams konar stigafjöldi
hafi verið í boði í þeim leikjum.
Vinna leikina í Dalnum
Íslenska landsliðið hefur nefni-
lega aðeins unnið 4 af 13 vináttu-
landsleikjum sínum í þjálfaratíð
Lagerbäcks, heimaleikina á móti
Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013)
og Eistlandi sem og útileik á móti
Andorra í nóvember 2012. Liðið
hefur unnið alla þrjá vináttuleiki
sína á heimavelli án þess að fá á
sig mark en er hins vegar búið að
tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum
sínum utan Íslands.
Íslenska liðið tapaði meðal ann-
ars fjórum fyrstu leikjum sínum
undir stjórn Lagerbäcks árið
2012 en fagnaði sínum fyrsta
sigri í vináttuleik við Færeyjar á
Laugardalsvellinum í ágúst.
8 sigrar í 15 leikjum
Fyrsti keppnisleikurinn vannst á
móti Noregi á sama stað rúmum
þremur vikum síðar og alls hefur
íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum
sínum í undankeppni undir stjórn
Svíans. Þeim árangri hefur enginn
annar þjálfari íslenska liðsins náð.
Íslenska liðið hefur líka verið
að spila við sterkar þjóðir í vin-
áttulandsleikjum enda eru leikir
við Rússa, Frakka og Svía meðal
annars að baki auk leiksins við
Belga á miðvikudagskvöldið en
Belgar eru sem stendur í fjórða
sæti á FIFA-listanum.
Gengið í keppnisleikjunum
hefur verið sögulegt. Liðið komst
í umspil um sæti á HM í fyrsta
sinn í undankeppni HM í Brasilíu
og er nú á toppi síns riðils eftir
þrjá leiki í undankeppni EM 2016.
Eins og sjá má í grafinu hér á
síðunni er gengið nánast eins og
spegilmynd þegar alvöru leik-
ir eru bornir saman við æfinga-
leiki. Markatalan í keppnisleikj-
um er átta mörk í plús en sjö
mörk í mínus í vináttulandsleikj-
unum. Sigrarnir í keppnisleikjum
eru átta alveg eins og töpin í vin-
áttuleikjunum.
Helst hefðin í Plzen
Nú er bara að vona að hefðin hald-
ist í Plzen í Tékklandi á sunnu-
dagskvöldið og að strákarnir
okkar nái þar hagstæðum úrslit-
um og stigi einu skrefi nær því að
komast í úrslitakeppni stórmóts í
fyrsta sinn.
ooj@frettabladid.is
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
Miklu betri þegar það telur
Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eft ir að Lars
Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel.
DOMINO’S KARLA
KEFLAVÍK - ÍR 87-82 (33-29)
Keflavík: William Thomas Graves VI 39/6
fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Damon
Johnson 16/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó
Jóhannsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 5,
Davíð Páll Hermannsson 4/5 fráköst, Guð-
mundur Jónsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Reggie
Dupree 2, Arnar Freyr Jónsson 2, Eysteinn Bjarni
Ævarsson 2.
ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst/6
stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 16/6 fráköst,
Kristján Pétur Andrésson 16/6 fráköst, Vilhjálmur
Theodór Jónsson 15/9 fráköst, Trey Hampton
13/11 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2.
SKALLAGR. - STJARNAN 94-85 (55-48)
Skallagrímur: Davíð Ásgeirsson 23/4 fráköst,
Tracy Smith Jr. 22/13 fráköst/10 stoðsendingar/4
varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/4
fráköst/5 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson
14/7 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 12,
Kristófer Gíslason 2.
Stjarnan: Justin Shouse 25/6 fráköst,
Dagur Kár Jónsson 22, Jarrid Frye 19/8 fráköst/6
stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 10/6 fráköst,
Jón Orri Kristjánsson 7/8 fráköst, Tómas Þórður
Hilmarsson 2.
GRINDAVÍK - NJARÐVÍK 74-85 (32-46)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 23/12 fráköst, Rodney
Alexander 18/12 fráköst, Oddur Rúnar Kristjáns-
son 18/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Hilmir
Kristjánsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3,
Björn Steinar Brynjólfsson 2, Nökkvi Harðarson.
Njarðvík: Dustin Salisbery 30/15 fráköst, Logi
Gunnarsson 15/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkels-
son 14/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10,
Mirko Stefán Virijevic 6/10 fráköst, Ágúst Orrason
5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/6 fráköst, Ólafur
Aron Ingvason 2.
STAÐAN
KR 10 stig, Haukar 8, Tindastóll 8, Keflavík 8,
Stjarnan 6, Njarðvík 6, Snæfell 6, Grindavík 4,
Þór 4, ÍR 2, Fjölnir 2, Skallagrímur 2.
OLÍS-DEILD KARLA
ÍBV - FH 21-26 (10-13)
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 5/1,
Grétar Þór Eyþórsson 3, Hákon Styrmisson 3,
Einar Sverrisson 3, Svavar Grétarsson 2, Andri
Heimir Friðriksson 2, Bergvin Haraldsson 1, Guðni
Ingvarsson 1, Magnús Stefánsson 1, Brynjar Karl
Óskarsson 1.
Mörk FH: Magnús Óli Magnússon 8, Ásbjörn Frið-
riksson 6/2, Ísak Rafnsson 3, Andri Hrafn Hallsson
3, Benedikt Kristinsson 3, Steingrímur Gústafsson
1, Theodór Pálmason 1, Ragnar Jóhannsson 1.
AKUREYRI - HK 23-18 (13-5)
Mörk ÍBV: Brynjar Grétarsson 5, Kristján
Jóhannsson 5/3, Ingimundur Ingimundarson 4,
Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson 2, Heiðar
Aðalsteinsson 2, Halldór Logi Árnason 1, Bergvin
Þór Gíslason 1, Daníel Örn Einarsson 1.
Mörk FH: Þorgrímur Ólafsson 7, Garðar Svansson
4, Daði Gautason 3, Leó Snær Pétursson 2, Björn
Þ. Björnsson 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1.
VALUR - ÍR 30-25 (14-12)
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 9/2, Guð-
mundur Hólmar Helgason 5, Finnur Ingi Stefáns-
son 5, Elvar Friðriksson 5, Vignir Stefánsson 3,
Geir Guðmundsson 2, Kristján Ingi Kristjánsson 1.
Mörk FH: Björgvin Hólmgeirsson 7/1, Jón Heiðar
Gunnarsson 5, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Sturla
Ásgeirsson 3/1, Brynjar Valgeir Steinarsson 2,
Bjarni Fritzson 2, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1,
Davíð Georgsson 1.
STJARNAN - AFTURELD. 22-28 (11-16)
Markahæstir hjá Stjörnunni: Ari Magnús Þor-
geirsson 6, Víglundur Jarl Þórsson 4.
Markahæstir hjá UMFA: Jóhann Gunnar Einars-
son 6, Gestur Ingvarsson 5.
HAUKAR - FRAM 22-28 (11-16)
JAFNT
TAP
8
8
3
1
4
+8
SIGUR
JAFNT
TAP
SIGUR
4
-7
GENGI ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS 2012-14 Í KEPPNISLEIKJUM OG VINÁTTULANDSLEIKJUM
➜ Hér fyrir ofan er gengi íslenska liðsins í
leikjum í undankeppni HM og EM undir stjórn
Lars Lagerbäck og Heimis frá 2012 til 2014.
Hér til hægri er síðan gengi íslenska liðsins í
vináttuleikjum á sama tímabili.
➜ Íslenska landsliðið hefur náð í 60
prósent stiga í boði í keppnisleikjum
frá 2012 til 2014 en væri aðeins með
33 prósent stiga í húsi ef sami stigaút-
reikningur væri notaður yfir æfinga-
landsleikina á þessu sama tímabili.
M
A
R
K
A
TA
LA
M
A
R
K
A
TA
LA
25-17
15-22
LEIKIR ÍSLANDS Í UNDANKEPPNI HM OG EM
VINÁTTULANDSLEIKIR ÍSLENSKA LIÐSINS
FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson, fyrr-
verandi landsliðsmaður í fótbolta,
var loks formlega kynntur til sög-
unnar sem nýr þjálfari norska
úrvalsdeildarliðsins Lilleström
í gær, en Rúnar skrifaði undir
þriggja ára samning. Rúnar þekk-
ir hvern krók og kima hjá félaginu,
en hann spilaði með því við góðan
orðstír frá 1997-2000. Undanfarin
fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR
með góðum árangri, en hann gerði
liðið tvívegis að Íslandsmeistara
og bikarmeistara í þrígang.
„Allt svona þarf að fara sínar
leiðir og því hefur þetta tekið sinn
tíma. En auðvitað er maður ekki
einn inni í myndinni. Það voru
fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu,
en ég er ánægður með að mér var
boðið þetta starf og jafnframt
ánægður með að vera kominn
hingað,“ sagði Rúnar við íþrótta-
deild 365 í gær.
Nafn Rúnars hefur verið lengi í
deiglunni, en hann var orðaður við
starfið í fyrra og þá kom hann ein-
mitt til greina.
„Það var haft samband við mig
fyrir ári. Þjálfarinn sem var að
hætta núna ætlaði sér að hætta þá
en gerði það ekki og hélt áfram. Þá
var ég einn af þeim sem komu til
greina hjá félaginu, en ekkert varð
úr því.“
Þegar Rúnar ákvað að stíga út
úr skrifstofunni sem yfirmaður
knattspyrnumála hjá KR um mitt
sumar 2010 og gerast þjálfari liðs-
ins ætlaði hann sér alltaf að fara út
í þjálfun af fullum hug og komast
eins langt og hann mögulega gæti.
„Ég segi ekki að mig hafi
dreymt alla tíð um að koma til
Lilleström aftur og gerast þjálf-
ari. Markmið mitt engu að síður
þegar ég tók við KR 2010 var að
komast til útlanda á stærra svið og
það hefur mér tekist. Fyrsta
markmið mitt í þjálfun var
að standa mig vel með
KR sem ég kann bestu
þakkir fyrir það
tækifæri sem það
gaf mér. Hitt mark-
miðið, að komast
í atvinnumennsku,
er að ganga upp núna
þannig nú þarf ég að setja
mér ný markmið,“ sagði
Rúnar.
Fjárhagur félagsins hefur
mikið verið í fréttum í Nor-
egi, en þar á bæ ætla menn
að setja upp launaþak og
lækka laun lykilmanna
liðsins vilji þeir halda
áfram hjá félaginu.
„Það er gífurlega erfitt
ár framundan. Félagið er
í örlitlum fjárhagsvand-
ræðum en hér er fullt af
góðu fólki og ég þekki innviði
félagsins vel líkt og fólkið
hérna þekkir mig. Saman
getum við vonandi náð
árangri og gert þetta
að góðum tíma,“ sagði
Rúnar og bætti við:
„Staðan er
þannig
í Nor-
egi og
víðar
að
mörg lið hafa lítið á milli hand-
anna. Það eru því ekkert marg-
ir klúbbar sem geta boðið þess-
um leikmönnum sem við erum
kannski að missa betri samninga.
Möguleikar okkar á að halda þeim
eru því töluvert miklir.“
Það eru fleiri lið en Lille ström
sem eiga í vandræðum segir
hann. „Það eru mörg önnur félög í
norsku deildinni sem eru að draga
saman seglin, en nafn Lilleström
er oftast dregið inn í umræðuna.“
Lilleström kom á óvart í sumar
og hafnaði í fimmta sæti, en hvað
vill Rúnar gera með liðið á næstu
árum?
„Mig langar að fara með þetta
lið aðeins hærra en gert hefur
verið undanfarin tíu til tólf ár.“
- tom
Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra
Rúnar Kristinsson var kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær þar sem hann spilaði áður.
ATVINNUMENNSKA Rúnar stýrir nú
atvinnumönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
33%
VINÁTTU-
LEIKIR
60%
HM OG
EM