Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 15

Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 26. nóvember 2014 | SKOÐUN | 15 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Þegar ég byrjaði að skrifa í Frétta- blaðið fyrir tæpum þremur árum þá vissi ég að heilbrigðismál brenna á flestum okkar á einn eða annan hátt. Auðvitað höfum við mismunandi áherslur og hinn mikli aldursmunur sem er á les- endum blaðsins sýnir glögglega að það nær til mjög breiðs hóps. Mér fannst vanta að læknar tækju sig til og töluðu til fólksins á fræðandi hátt, þannig að það skildist. Ég hef fengið að heyra það að grein- ar mínar séu almenningi almennt ekki torlesnar og ritaðar á manna- máli, sem er gott því vonandi ná þær þannig því sem til var ætlast, að vekja umræðu og fræða. Þá hef ég fengið hrós fyrir skrifin sömu- leiðis frá kollegum mínum í lækna- stétt og hefur mér þótt vænt um það, þó margir hafi undrast eljuna að nenna þessu í hverri viku. Einhvern tímann var ég spurður að því hvers vegna ég hefði tekið til við þetta og svarið var einfaldlega að mig langaði til þess. Það voru ekki aðrir áhrifavaldar og sann- arlega ekki að þetta væri hugsað sem stökkpallur út í pólitík eins og nokkrir hafa forvitnast um í gegn- um liðin ár. Ég get þó upplýst um það að ég hafi verið beðinn að taka þátt bæði á sveitarstjórnar stiginu sem og í landsmálum af fleiri en einum flokki, en það hefur ekki höfðað til mín. Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá hafði ég nokkur mark- mið, í fyrsta lagi að ég myndi hafa algera stjórn á því hvað ég fjallaði um hverju sinni, þó ég hafi feng- ið býsna margar ábendingar um skemmtileg viðfangsefni og ritað um sum þeirra þá hef ég alltaf litið á þetta sem mjög mikilvægt atriði. Ég hef reynt að nálgast sjúkdóma og viðfangsefnin á þann hátt að tengja þau daglegu lífi fólks og fara ekki um of í smáatriði. Margt af því hefur verið um stærstu og alvarleg- ustu heilbrigðisvandamál okkar í dag eins og offitu, hjarta- og æða- sjúkdóma, sykursýki, krabbamein og þannig mætti lengi telja. Ég hef líka ritað um kynlíf og samlíf, hamingjuna, prump og hægðatrufl- anir svo eitthvað sé nefnt sem og blátt þvag. En svona að öllu gamni slepptu hafa þessir pistlar iðulega átt að hafa þann tilgang að fræða og benda á mögulegar lausnir. Á sama tíma og þessar greinar hafa birst í Fréttablaðinu hefur mér verið vel tekið í útvarpinu, en ég hef mætt þangað vikulega eða verið í símasambandi til að ræða pistil gærdagsins um nokkuð langt skeið. Kann ég félögum mínum í Bítinu á Bylgjunni miklar þakkir fyrir góða viðkynningu og samveru á liðnum árum. Einhver sagði við mig að ég væri líklega eini læknirinn hér- lendis sem hefði verið í öllum teg- undum fjölmiðla samtímis, en stutt viðvera í sjónvarpi á síðasta hausti var skemmtileg tilbreyting. Annað markmið með því að skrifa var að koma skilaboðum áleiðis um forvarnir sem ég tel að séu grundvallaratriði í tengslum við allt heilbrigði og þróun sjúk- dóma. Þá einna helst að hvetja til og stuðla að andlegri vellíðan sem líklega er mikilvægari en flest annað. Af nógu hefur verið að taka og er ljóst að ég gæti skrifað í mörg ár til viðbótar um heilsu, sjúkdóma og lífsstíl því þar eru óþrjótandi efnistök. Nú kynnu sumir að halda að mér hafi verið sagt upp eða viðlíka á Frétta- blaðinu, en svo er alls ekki. Fyrir þá sem ekki vita, þá kynnu þeir að undrast það að ég hef ekki verið með neinn samning og hef ekki þegið eina krónu í þóknun fyrir skrif eða viðveru í útvarpi hingað til, heldur hefur þetta verið gert af einskærum áhuga. Það hlýjar manni þess vegna enn frekar um hjartaræturnar þegar ókunnugt fólk hrósar manni fyrir skrifin eða segist alltaf lesa pistl- ana á þriðjudögum. Ég hef verið afar þakklátur fyrir það og kann öllum þeim bestu þakkir sem hafa fylgt mér þessi tæpu þrjú ár. Þess- um kafla er lokið í bili, ég neita því ekki að það er tregablandið, en það var líka markmið í sjálfu sér að geta tekið þessa ákvörðun um að hætta þegar ég vildi og á mínum forsendum. Og nei, ég er ekki veik- ur eða að fara af landi brott. Það kemur alltaf eitthvað annað í stað- inn, til dæmis að klára bókina sem ég er byrjaður á, möguleikarnir eru ansi margir. Við næsta verk- efni verður hið minnsta að bretta enn frekar upp ermar og stuðla að bættu heilbrigðiskerfi sem áhuga- og fagmaður, ekki veitir af! En ég ætla að byrja á því að halda upp á afmælið mitt í dag. Takk kærlega fyrir mig og góðar stundir! Takk fyrir mig! Á síðustu árum hef ég kynnst mörgum hugrökkum konum sem voru nógu sterkar til að vilja deila sögum sínum með mér. Þetta eru sársaukafullar sögur sem flestir myndu frekar vilja gleyma og bæla djúpt niður. Þessar konur eru af erlendum upp- runa, sem stuðl- ar enn frekar að því að þján- ingar þeirra eru þaggaðar niður. Þegar þessar konur urðu fyrir kynferðislegu, l íkamlegu og andlegu ofbeldi upplifðu þær skort á stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Þær gátu hvergi farið og höfðu fáa til að leita til eftir stuðningi og húsaskjóli. Fjárhagslegt ósjálfstæði, börn og fjölskylduskyldur, menningargildi, ótti, sektarkennd og skömm gerir það að verkum að þessar konur hafa enn færri valkosti og neyðast þær til að þjást í þögn, óviljugar eða ófærar um að viðurkenna að þær hafa stórt vandamál á herðum sér sem erfitt er að flýja. Því miður eru þessar sögur allt- of algengar. Það eru fjölmargar konur sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Og það er ekki alltaf auðvelt að sjá vísbendingar um ofbeldi eða áreitni, sérstaklega vegna ofbeldis sem skilur ekki eftir sig marbletti eða líkamleg sár. En ósýnilegir áverkar verða eftir, til- finningaleg og andleg sár sem sitja lengi og sem hafa gríðarlega trufl- andi afleiðingar á líf einstaklings og breyta eðli hans. Hver og einn einstaklingur hefur sína sögu. Það eru margar ástæð- ur fyrir því að deila þeim ekki. Algengasta er val til að þjást í þögn og til að reyna á hvar mörkin liggja varðandi eigin bjargráð. Eftir allt saman eru þrjú erfiðustu orðin sem maður getur sagt í lífinu: Ég þarf hjálp. Að biðja um hjálp reynist erfitt verkefni fyrir sumt fólk. Við verð- um að læra að hlusta á þau orð sem liggja ósögð undir yfirborðinu. Ekki vera hrædd við að spyrja spurn- inga. Ekki vera hrædd við að vera forvitin. Ekki vera hrædd við að stíga fram. Ofbeldi og áreitni getur komið fyrir alla. Ef þú ert brotaþoli misnotkunar eða áreitis, ekki vera hrædd við að segja þína sögu. Stattu upp og talaðu hátt. Þögnin er sjaldn- ast góð lausn á þjáningu okkar. Okkar sögur KYNBUNDIÐ OFBELDI Cynthia Trililani í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og meistara- nemi í menntunar- og kynjafræði Ég hef reynt að nálg- ast sjúkdóma og við- fangsefnin á þann hátt að tengja þau daglegu lífi fólks og fara ekki um of í smá- atriði. Margt af því hefur verið um stærstu og alvar- legustu heilbrigðisvandamál okkar í dag eins og offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og þannig mætti lengi telja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.