Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 16
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16
Í leiðara Fréttablaðsins
tuttugasta þessa mánaðar
fjallar Sigurjón, ritstjóri
blaðsins, um siðferðilegt
álitamál á þessa leið: „Trú-
verðugleiki er stjórnmála-
mönnum eflaust mikils
virði. Þess vegna er klént
að tala sig hásan um vond-
ar aðgerðir í niðurfellingu
skulda en fara samt í röð-
ina í von um að fá sneið af
hinni fordæmdu köku. Öll
orð hér eftir, um þetta mál
hið minnsta, verða að skoðast í því
ljósi að orð og athafnir hafa stang-
ast á.“
Þessa skoðun má ræða frá öðru
sjónarmiði. Til dæmis með því að
leita svara við spurningum sem
þessum: Hvað felst í hugtakinu
trúverðugleiki? Glata þeir sem
gagnrýna lög sett af meirihluta á
Alþingi trúverðugleika sínum við
að nota réttindi sem þar eru veitt?
Orðabækur skýra orðið trúverð-
ugur með orðum eins og „áreiðan-
legur“ og „sem trúa má“. Ádeila
ritstjórans hvetur því eiginlega
lesandann til að hætta að taka
mark á þeim sem nota sér rétt
sem þeim er gefinn með lögum
sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagn-
rýnin, sem sett hefur verið fram,
missir þar með marks,“ fullyrðir
hann.
Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti
finnst mér ástæða til að virða og
taka mark á þeim sem gagnrýna
lög þrátt fyrir það að geta grætt
eitthvað á þeim persónulega. Flest-
ir, sem hnossið hljóta, láta sem
ekkert sé; una við sinn feng þótt
hálfsannleikur um svigrúm og fé
á lausu reynist blekking
og háværir brestir í inn-
viðum velferðarkerfisins
skeri í eyrun. Gera engar
athugasemdir við lög sem
fela í sér varasama for-
gangsröðun og margs
konar mismunun, skilja
t.d. eftir í óbættri stöðu þá
sem hafa húsaskjól sem
búseturétthafar eða leigj-
endur. Þakkarvert er hins
vegar dæmið af Pétri H.
Blöndal alþingismanni
sem segir í nefndaráliti: „Aðgerð-
in mismunar lántakendum sem
eru í svipaðri stöðu og hafa upplif-
að sömu breytingar á verðlagi og
þeir sem hafa tekið fasteignalán.
Þar ber hæst verðtryggð náms-
lán. Að auki nær aðgerðin ekki til
lána sem veitt voru til leiguíbúða
í félagslegum íbúðafélögum. Þau
lán voru einkum veitt til sveitar-
félaga vegna leiguíbúða og til hús-
næðissamvinnufélaga, svo og til
leiguíbúða námsmanna og sjálfs-
eignarstofnana fatlaðra. Leiguverð
þessara íbúða ræðst að mestu leyti
af afborgun lána, þ.e. greiðslu af
höfuðstól og vöxtum, sem frum-
varpið nær ekki til. Slík mismun-
un er óásættanleg“.
Ég læt mig engu skipta hvort
Pétur H. Blöndal eða einhverj-
ir stjórnarandstöðuþingmenn
hafa notfært sér rétt sem þeir
hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakk-
ir skildar fyrir tilraunir til að
gæta almannahags í landi þar
sem valdhafarnir eru annað að
sýsla og horfa framhjá hruni sem
skekur undirstöður heilbrigðis- og
menntakerfis þjóðarinnar.
Hvað gerir stjórnmála-
menn trúverðuga? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga
á lögum um verslun með
áfengi sem heimilar sölu
áfengis í matvöruversl-
unum. Flutningsmaður og
fylgjendur frumvarpsins
telja málið vera framfara-
skref sem vert er að eyða
tíma þingsins í.
Fyrir hverja er þetta mál
mikilvægt? Er það ekki
skylda stjórnmálamanna
að huga að velferð þegn-
anna á öllum aldri? Er ekki
eðlilegt að gera þá kröfu að
mál af þessu tagi sé skoðað
frá öllum hliðum?
Greinargerð frumvarpsins fjallar
aðallega um viðskiptahagsmuni og
hugsanlega minna vöruúrval verði
einkaleyfi á sölu áfengis afnumið.
Einnig kemur fram að frjáls sala
áfengis hafi í för með sér aukin
áfengiskaup. Ekkert er fjallað um
neikvæðar afleiðingar sem stórauk-
ið aðgengi að áfengi hefur á áfeng-
isneyslu og mögulegar neikvæðar
félagslegar afleiðingar. Neikvæðar
afleiðingar af því sölufyrirkomulagi
sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa
töluvert verið rannsakaðar og vekur
það furðu að flutningsmenn virð-
ast ekki hafa kynnt sér þær betur.
Rannsóknir frá Bandaríkjunum,
Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi
og Svíþjóð sýna stóraukna áfengis-
neyslu við að heimila matvöruversl-
unum að selja áfengi (Wagenaar &
Holder, 1995; Makela, 2002; Makela,
Rossow & Tryggvesson 2002; Hill
2000; Flanagan, 2003; Trolldal,
2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu
rannsóknum sem sýna að aukin
áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á
lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda.
Því er ekki að undra að Emb-
ætti landlæknis hafi þung-
ar áhyggjur af frumvarp-
inu og telur landlæknir
að frumvarpið sé í beinni
andstöðu við stefnu ríkis-
stjórnarinnar um að efla
lýðheilsu í landinu. Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin tekur í
sama streng og lýsir þung-
um áhyggjum af afleiðing-
um frumvarpsins og bend-
ir á að neysla muni aukast
meðal ungs fólks og við-
kvæmra einstaklinga.
Að breyta fyrirkomulagi
á sölu áfengis á Íslandi er
líklegt til að hafa víðtæk
neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar
og þá ekki síst á börn og unglinga.
Einnig er óljóst hvernig eftirlit með
áfengiskaupaaldri yrði háttað í mat-
vöruverslunum og ætla má að það
verði ekki eins árangursríkt og hjá
vínbúðunum þar sem starfsfólk
matvöruverslana er að stórum hluta
unglingar undir tvítugu. Áfengi er
engin venjuleg neysluvara og því
mikilvægt að áfengi verði áfram
selt samkvæmt núverandi fyrir-
komulagi, sem hefur hamlandi áhrif
á aðgengið og um leið neysluna.
Gegn stefnu í forvörnum
Hafa ber í huga að aukin áfeng-
isneysla foreldra og forsjáraðila
getur raskað öruggu og barnvænu
umhverfi. Frumvarpið ætti í raun
að fara í áhættumat áður en það er
lagt fyrir.
Við sem vinnum að forvörnum í
Reykjavík viljum vekja athygli á
því að frumvarpið fer gegn stefnu
Reykjavíkurborgar í forvörnum.
Í henni er lögð áhersla á að taka
tillit til allra þátta sem geta haft
áhrif á líðan og hegðun barna og
unglinga.
Rannsóknir á áfengisneyslu
meðal íslenskra ungmenna sýna
fram á að við höfum náð góðum
árangri og ölvunardrykkja meðal
íslenskra ungmenna er lítil miðað
við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi
árangur hefur náðst með samstilltu
átaki foreldra, stofnana og félaga-
samtaka, sem vinna með unga
fólkinu og takmörkuðu aðgengi að
áfengi. Er ekki mikilvægt að gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
viðhalda þessum góða árangri?
Það er sorglegt að á Íslandi komi
fram frumvarp um frjálsa verslun
með áfengi á sama tíma og áfeng-
ispólitík annarra Evrópulanda ein-
kennist af auknu aðhaldi (Karlsson
& Österberg, 2001). Áfengissala í
matvöruverslunum mun að sjálf-
sögðu stjórnast af ýtrustu viðskipta-
sjónarmiðum og má leiða líkur að
því að í kjölfarið verði áfengisaug-
lýsingar leyfðar. Uppeldisleg mark-
mið samfélagsins eins og að standa
vörð um æskuna og búa henni upp-
byggilega umgjörð og heilbrigðar
uppeldisforsendur er mun mikil-
vægara viðfangsefni, en áfengissala
í matvörubúðum.
Styrkjum alla þá verndandi þætti
sem við vitum að draga úr neyslu
áfengis. Það mun spara samfélaginu
mikla fjármuni sem er hægt að nýta
í uppbyggileg verkefni og auka vel-
ferð í samfélaginu.
Við skorum á þingmenn að hafna
frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis
á forsendum velferðar þjóðarinnar
og lýðheilsumarkmiða.
Forvörnum ógnað
STJÓRNMÁL
Hörður
Bergmann
kennari
og rithöfundur
SAMFÉLAG
Baldur Örn
Arnarson
Hera Hallbera
Björnsdóttir
Hörður Heiðar
Guðbjörnsson
Sigríður Arndís
Jóhannsdóttir
Trausti Jónsson
Þórdís Lilja
Gísladóttir
forvarnafulltrúar
Reykjavíkurborgar
➜ Hafa ber í huga að aukin
áfengisneysla foreldra og
forsjáraðila getur raskað
öruggu og barnvænu um-
hverfi .