Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 26

Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 26
FÓLK|FERÐIR Evran verður tekin í notkun um áramótin í Litháen og verður þá síðasta skrefið stigið í því að landið verða fullgild Evrópuþjóð. Ferðalög um landið verða auðveldari þegar kemur að rafrænum greiðslum og minna mál að fara á milli Eystrasaltsríkjanna þar sem bæði Lettar og Eistar nota nú þegar evru. TÖFRANDI BORG Litháen hefur upp á margt að bjóða og geta flestir fundið þar eitthvað sér til skemmtunar. Höfuðborg- in Vilníus er borg sem hefur mikið aðdráttarafl, ekki aðeins vegna sérstæðs arkitektúrs heldur líka vegna menningar hennar. Í hjarta hennar er gamli bærinn sem er í barokkstíl og er hann talinn svo dýrmætur að hann er á Heimsminjaskrá UNESCO. Óteljandi kirkjuturnar setja svip sinn á borgina ásamt steinlögðum strætum, töfrandi útsýni af hæðum og hólum, gömlum byggingum og verk- stæðum listamanna. Á heimsmælikvarða er borgin samt svo lítil að á stundum minnir hún á þorp en þar býr um hálf milljón manna. Í Vilníus hafa hlutirnir ekki alltaf verið góðir og fallegir. Þar má líka finna minjar um sorg og sárs- auka frá þeim hryllingstíma þegar KGB réð ríkjum og pyntaði gyðinga sem margir hverjir bjuggu í miðborginni. Þrátt fyrir slæma tíma í stríðum sigr- aði andi frelsis og mótspyrnu og nú er borgin kom- in með nýja ásýnd þar sem nýir tímar renna saman við þá eldri. Framtíðarsýnin felur í sér alþjóðlega matseld, næturlíf í mikilli þróun og glansandi, nýja skýjakljúfa. HVAÐ Á AÐ GERA Í VILNÍUS? Á flestum listum yfir það hvað helst ætti að gera í höfuðborg Litháen er heimsókn á Safn fórnar- lamba þjóðarmorða (Museum of Genocide Vict- ims). Safnið er til húsa í fyrrverrandi höfuðstöðv- um sovésku leyniþjónustunnar, KGB, og er tileink- að þeim þúsundum Litháa sem voru teknir af lífi, fangelsaðir eða vísað úr landi af sovéskum yfir- völdum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til sjöunda áratugarins. Vilníus er byggð á hinni 48 metra háu Gedimina- hæð og þar trónir efstur frá því á þrettándu öld, Gedimino-turn. Útsýnið af hæðinni er stórbrotið og mælt með að fara upp að turninum og líta borgina augum ofan frá. Þar stendur einnig höllin Valdov- ürumai sem lokið var við að endurbyggja árið 2009. Annað kennileiti höfuðborgarinnar er sjónvarps- turninn sem er 326 metra hár og er í dag ákveðið tákn um styrk Litháa. Þann 13. janúar 1991 voru fjórtán manns myrtir í turninum af sovéskum sér- sveitum en starfsfólk litháíska sjónvarpsins hélt áfram að senda út allt þar til hermennirnir komu inn um dyrnar á turninum. Trékrossar hafa verið settir upp til að minnast fólksins og 13. janúar ár hvert koma hundruð manna og kveikja á kertum við turninn. Fyrir jólin eru svo hengd jólaljós utan á hann þannig að þau mynda risastórt jólatré. VERSLAÐ Í VILNÍUS Það er gaman að versla í Vilníus og ákveðnar vöru- tegundir, einkum litháískt áfengi, sígarettur og hlutir úr rafi, eru miklu ódýrari en í vesturhluta Evrópu. Helstu verslunarsvæði borgarinnar eru annars vegar í gamla bænum þar sem aðallega má finna antíkmuni, bækur og listmuni og hins vegar í fínasta hluta borgarinnar, Gedimino, þar sem gott er að kaupa merkjavöru, síma og fleiri bækur. Markaðir borgarinnar eru einnig vel þess virði að heimsækja þótt ekki sé til annars en að fá stemninguna í æð. Auk þess eru nokkrar stórar verslunarmiðstöðvar í borginni. BORÐAÐ OG DRUKKIÐ Fjöldi kaffihúsa og veitingastaða er í borginni og bjóða þeir upp á allar stefnur og strauma í matseld. Heimamenn mæla með að allir gestir prófi þrjá hluti sem eru einkennandi fyrir Litháen, litháískan bjór, hvítlauksbrauð og „šaltibaršiai“ sem er köld rauðrófusúpa. ■ liljabjork@365.is VINSÆLA VILNÍUS ÁHUGAVERÐ BORG Vilníus, höfuðborg Litháens, er ein mest heimsótta borg Austur-Evrópu. Evra verður tekin upp í landinu eftir áramót þannig að líklegt er að ferðamönnum fjölgi enn frekar. Vilníus hefur upp á margt að bjóða. VIÐSKIPTAHVERFIÐ Hér sést yfir við- skiptahverfi borgarinnar. Áin Neris rennur í gegnum borgina. GEDIMINO-TURN Vilníus er byggð á Gediminas-hæð þar sem Gedimino-turn trónir. JÓLALEGT Sjónvarpsturninn í Vilníus sem er 326 metrar á hæð er fallega skreyttur fyrir jólin og minnir á risastórt jólatré. TÖFRANDI Séð yfir gamla bæinn í Vilníus ofan af Gediminashæð. Bærinn er byggður í barokkstíl. NORDICPHOTOS/GETTY Fáanlegt í 5 bragðtegundum: Hindberja, bláberja, ferskju og apríkósu, kirsuberja og án bragðefna. Really Not Dairy Sojajógúrt Einstaklega bragðgott með þétta og silkimjúka áferð. Inniheldur ekki: Mjólk, Glúten, Soja og er 100% vegan. Sætt með ávaxtasa fa Fæst í Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Melabúðinni og Nettó.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.