Fréttablaðið - 26.11.2014, Side 30

Fréttablaðið - 26.11.2014, Side 30
KYNNING − AUGLÝSINGKaffi og heitir drykkir MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 20144 BRAGÐGÓÐIR SÚKKUL AÐIDRYKKIR Það er fátt notalegra en að ylja sér á heitum súkkulaðidrykk á köldu vetrarkvöldi. Þótt heima- gert heitt súkkulaði bragðist yfirleitt best má stundum stytta sér leið og nota kakómalt eða annað súkkulaðiduft. Þá er um að gera að nota ýmis bragðefni til að hressa upp á drykkinn og fjölmargt spennandi er í boði annað en sykurpúðar og þeyttur rjómi. Skeið af karamellusósu frískar heilmikið upp á súkkulaðidrykk- inn. Passið bara að hræra vel svo hún blandist súkkulaðinu vel. Skeið af uppáhaldsísnum út í könnuna gerir drykk- inn rjómakenndari og þykkari og mjög ljúffengan. Nokkrar þunnt skornar ræmur af appelsínuberki gefa heitum drykknum bæði gott bragð og ekki síður góðan keim. Mörgum finnst gott að setja teskeið af espressó eða hefðbundnu kaffi út í súkkulaðidrykkinn. Til að spara tíma má auðvitað nota skyndikaffi. Rauður og hvítur piparmyntustafur gefur gott bragð og dásamlegan ilm. Einnig má nota pipar- myntubrjóst- sykur. Kókos og súkkulaði fara vel saman og því er upplagt að prófa að skipta út fjórð- ungi af mjólkinni fyrir kókosmjólk. Suðræn og seiðandi blanda sem gaman er að prófa. Þeir sem eru aðeins ævintýragjarnari geta sett eina til tvær teskeiðar af hnetusmjöri út í drykkinn. Passið bara að hræra vel þar til það leysist upp. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ÓVENJULEGAR TETEGUNDIR Ógrynni heitra drykkja er á markaði, við könnumst öll við þá hefð- bundnu; kaffi, heitt súkkulaði og te. Te fæst hins vegar í alls kyns útfærslum og flestir hafa gengið fram hjá hillum stórmarkaða sem geyma tugi ólíkra tetegunda. Vanillu, súkkulaði, allar berjategundir sem til eru, allir ávextir í heimi og mynta eru allt teg- undir af tei sem auðvelt er að finna. Svo eru til aðrar bragðtegundir sem fæstir vita af; tómat-mynta, gulrótar-karrí, spínat-graslaukur, fennel-krydd, brokkólí-kóríander og rófu-kál eru allt te sem fyrirtækið Numi Organic Tea framleiðir. Nöfnin eru ekkert sérstaklega spennandi og hljóma kannski frekar eins og súpur en ekki te. Ef til vill eru þau nógu skrítin til að vera góð á bragðið og eflaust ástæða til að safna kjarki og smakka á einu slíku í stað þess að vera alltaf í því sama.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.