Fréttablaðið - 22.12.2014, Page 2

Fréttablaðið - 22.12.2014, Page 2
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SLYS Mikið tjón varð þegar tólf hestar drukknuðu í Bessastaða- tjörn. Hestarnir höfðu allir verið í haustbeit á landi Hestamanna- félagsins Sóta. Þeir fundust um hádegið í gær, eftir að hafa verið leitað frá því á laugardag. Jóhann Kolbeins, formaður Sóta, telur að verðmæti hestanna sem drápust hlaupi á nokkrum millj- ónum króna. Í hópi hestanna var ung meri sem miklar væntingar voru gerðar til. En það er ekki síst tilfinningalega tjónið sem er hvað mest. „Það var nú ein stúlka þarna sem missti bæði hrossin sín, átti tvö hross. Þetta er náttúrulega bara alveg skelfilegt. Að missa þarna bestu vini sína. Það er erfitt að lýsa þessu,“ segir Jóhann í sam- tali við Fréttablaðið. Jóhann segir að það hafi upp- götvast eftir hádegið á laugardag að hestarnir væru týndir. „Það fór fram smölun upp úr eitt í gær og þegar stóðið var komið í réttina þá kom í ljós að það vantaði hross. Þá var farið strax. Það fóru nokkrir á fjórhjólum og svo fótgangandi og akandi,“ segir Jóhann. Ákveðið hafi verið að halda leit- inni áfram við birtingu í gær. Þá hafi verið lögð áhersla á tjörnina. „Það var kannski það eina sem gat komið til greina,“ segir Jóhann. Þyrla Landhelgisgæslunnar var síðan að fara í æfingaflug og fékk veður af því að verið væri að leita að hestunum. Þyrlan flaug yfir svæðið og fann þá hestana. Frosið hafði yfir hestana í gær og aðstæður til þess að ná þeim upp eru erfiðar. Björgunarsveitar- menn úr Hjálparsveit Garðabæjar skoðuðu aðstæður í gær. „Það á eftir að heyra frá þeim hvernig best er að standa að björgun,“ sagði Jóhann. Stjórn hestamanna- félagsins fundaði með eigendum hestanna um það í gærkvöldi. Sjö hestanna voru í eigu hestaleigunn- ar Íshestar, en hinir hestanna voru í eigu einstaklinga. Hin efnilega meri sem var í hópi þeirra hesta sem drápust var í eigu dóttur og tengdasonar Einars Bollasonar hjá Íshestum. Einar sagði í samtali við fréttavefinn Vísi í gær að áfallið væri mikið. „Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir.“ Einar sagði að sumir af þeim hestum sem drápust hefðu verið í eigu Íshesta í um fimmtán ár og tengslin við starfsfólkið því mikil. „Eins og ég sagði við mína starfs- menn þá má þakka guði fyrir að þetta eru ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ jonhakon@frettabladid.is Erfitt að ná hestum upp úr tjörninni Tólf hestar í beit á landi Hestamannafélagsins Sóta drukknuðu nýlega. Formaður Sóta segist ekki hafa séð neitt þessu líkt áður. Á meðal hestanna var verðlauna- meri. Óvíst er hvernig staðið verður að því að ná hræjunum upp úr tjörninni. Þetta er náttúrlega bara alveg skelfilegt. Að missa þarna bestu vini sína. Það er erfitt að lýsa þessu. Jóhann Kolbeins, formaður Hestamannafélagsins Sóta. VIÐ BESSASTAÐATJÖRN Björgunarsveitamenn úr Garðabæ könnuðu aðstæður á tjörninni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GABON Stjórnarandstæðingar í afríska ríkinu Gabon fullyrða að þrír hafi fallið í mótmælum um helgina og hundruð þúsunda hafi særst. Þessar tölur hafa þó ekki verið staðfestar. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að forseti landsins, Ali Bongo Ondimba, láti af embætti. Forsetinn tók við embætti árið 2009 þegar Omar faðir hans lést, en sá eldri hafði setið í embætti frá 1967. - jhh Fullyrða að þrír hafi fallið og hundruð þúsunda farist: Fjöldi fólks mótmælti í Gabon ÓSÁTTUR ALMENNINGUR Greint var frá því að tuttugu manns hefðu verið hand- teknir í mótmælunum, en mörg hundruð þúsund tóku þátt í þeim. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Lögregluumdæmið á Austurlandi verður styrkt um tíu milljónir króna í kjölfar úttektar á rekstrarforsendum embættis- ins. Þetta er gert eftir að lögreglu- embætti sveitarfélagsins Horna- fjarðar var fært frá Austurlandi til Suðurlands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frestaði flutningi lögregluembætt- isins á Höfn þangað til úttekt hefði farið fram á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi. Í kjöl- far úttektarinnar ákvað nýr innan- ríkisráðherra að taka af skarið, flytja lögregluna á Höfn suður og bæta við tíu milljónum í lögregluna á Austurlandi. - sa Bætt í umdæmið fyrir austan: 10 milljónir til lögreglunnar SPURNING DAGSINS HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Guðrún, er þessi bók að rokseljast? „Hann háttar ekki í kvöld hann Kári.“ Bókin Veðurfræði Eyfellings hefur selst sífellt meira eftir því sem veðrið hefur versnað. EFNAHAGSMÁL Bæði Oddný G. Harðardóttir, fyrr- verandi fjármálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, taka undir þá skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að best væri að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. Neðra skattþrepið verður hækkað úr 7 í 11 prósent um áramótin og það efsta lækkað úr 25,5 prósentum í 24. „Þetta þarf að skoða í samhengi. Núna voru t.d. nauðsynjar hækkaðar og þá þurfum við að lækka einhverjar nauðsynjar á móti. Þannig að það er ekki hægt að gera breytingar á virðisaukaskatt- skerfinu án þess að gera breytingar á móti sem jafna lífskjörin í landinu,“ segir Oddný. Persónu- lega teldi hún æskilegt að hafa eitt virðisaukaskatt- sþrep. Vigdís Hauksdóttir segir ekkert nýtt að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn mæli með einu þrepi og það mætti vera skilvirkara. „Þannig að það er verið að því í fjármálaráðu- neytinu núna að endurskoða lögin um virðisauka- skattinn og reyna þá að stoppa í þann leka sem virðist vera út úr kerfinu,“ segir Vigdís og bætir við að hún sé hlynnt einu þrepi. - hmp, jhh Fyrrverandi ráðherra og formaður fjárlaganefndar segja eitt þrep æskilegast: Sammála um virðisaukaskatt Á ALÞINGI Oddný segir að þegar skattar á nauðsynjar séu hækkaðar þurfi að lækka skatta á nauðsynjar á móti. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐUR Óttast er að mikið tjón hafi orðið á fornminjum við Gufuskála vestast á Snæfellsnesi vegna óveð- urs síðustu daga. „Þetta lítur skelfilega út og útlit fyrir að mikið hafi eyðilagst,“ segir Linda Björk Pálsdóttir, fornleifa- fræðingur hjá Fornleifastofnun, í samtali við Skessuhorn. Sjór hafi skemmt talsvert af vegghleðslum og eytt jarðvegi á svæðinu. Fornleifafræðingar frá Íslandi, Bandaríkjunum og Skotlandi grófu í verbúðunum í sumar og fundu margt merkilegra muna. Þeir elstu voru frá 15. öld. Óttast er að sjórinn hafi séð til þess að margar minjar hafi glatast. „Í sumar komumst við niður á elstu minjarnar þar sem við vorum að grafa. Við höfðum þó ekki lokið greftri þar,“ segir Linda og óttast að margt hafi skolast í burtu. Að auki hafi verbúð, sem ekki var byrjað að grafa í, nær eyðilagst. Linda gerir ráð fyrir að ferðast vestur eftir hátíðirnar og sjá þá með eigin augum hve mikið tjónið er. - jóe Brim olli skemmdum á gömlum verbúðum við Gufuskála á Snæfellsnesi: Telur að fornminjar hafi glatast SKEMMDIR Fornleifafræðingar grófu á svæðinu í sumar. MYND/ÞÓR MAGNÚSSON BANDARÍKIN Bandaríkjastjórn íhugar að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja hryðjuverk í kjölfar þess að þar- lendir tölvuþrjótar réðust á tölvu- kerfi Sony vegna myndarinnar The Interview. Í myndinni er Kim Jong-Un, forseti Norður-Kóreu, ráðinn af dögunum. „Þetta voru skemmdarverk en ekki stríðsyfirlýsing,“ segir Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti. Andstæðingar hans segja ekki nógu djúpt í árinni tekið. Hætt hefur verið við sýningu myndarinnar en forráðamenn Sony hafa gefið út að þeir vilji koma henni í dreifingu. - skó, jóe Tölvuárásir hafa afleiðingar: Skemmdarverk en ekki árás SLYS Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í gær. Tveir bílar skullu saman og endaði annar þeirra ofan á veg- riði. Grunur leikur á að ökumað- ur annars bílsins hafi ekið yfir á rauðu ljósi. Sjúkrabílar og dælubíll slökkvi- liðsins fóru á vettvang. Fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. - jóe Fjórir fluttir á slysadeild: Ökumaður fór yfir á rauðu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.