Fréttablaðið - 22.12.2014, Page 4

Fréttablaðið - 22.12.2014, Page 4
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR „Að sjálfsögðu er þetta ástand í Rússlandi ekki ósvip- að og var hér á Íslandi í október 2008 og þetta hefur verið og verður áfram gríðarlega mikilvægur markaður fyrir okkur,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegs- fyrirtækisins Samherja. Efnahagsástandið í Rússlandi hefur haft áhrif á útflutning Sam- herja á sjávarafurðum til landsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðasta miðvikudag þá hafa stórir fiskútflytjendur stöðvað útflutning sinn til Rússlands í kjölfar falls rúbl- unnar. Fyrirtæki þar í landi skulda íslenskum útflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir upp- sjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Samherji sendi að sögn Þorsteins flutningaskip til Rússlands fyrir um tíu dögum, sem er væntanlegt þang- að í byrjun næstu viku. Spurður hvort hann sé vongóður um að fyrir- tækið fái útistandandi skuldir greidd- ar, segir Þorsteinn: „Við erum, öll þessi fyrirtæki, í þessari stöðu og þetta er erfitt. En eins og ég segi þá erum við með flutningaskip sem kemur til Rúss- lands í næstu viku. Það er hins vegar minna magn en áætlanir gera ráð fyrir og þetta gengur allt hægar […] Aðstæður eru mjög erfiðar þarna, því er ekki að neita.“ Þorsteinn segir fyrirtækið eiga „töluvert“ af fiskbirgðum sem selja á inn á Rússlandsmarkað. - hg Forstjóri Samherja segir fyrirtækið eiga töluvert af fiskbirgðum sem selja á inn á Rússlandsmarkað: Líkir ástandinu í Rússlandi við hrunið hér FORSTJÓRINN Þorsteinn Már Baldvins- son segir starfsmenn Samherja hafa farið til Rússlands í síðustu viku til að ræða við viðskiptavini fyrirtækisins og fylgjast með ástandinu þar í landi. SAMGÖNGUR Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatl- aðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferð- um á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mán- aðamóta til að geta nýtt sér þjón- ustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferð- ir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferð- ir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mán- uði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópa- vogs. Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harð- lega. „Mér finnst þetta ekki boð- legt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síð- ustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krón- ur á einu bretti er of bratt að okkar mati ,“ segir Bergur. A ndri Va l - geirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferða- þjónustu fatl- aðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri. Ha n n þa rf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erf- iða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismun- un. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarks- ferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðal fjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferð- ir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“ sveinn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 166 færri hjónavígslur voru á Íslandi árið 2011 en fjörutíu árum fyrr, árið 1971. Árið 1971 voru hjónavígslurnar 1.624 talsins en árið 2011 hafði þeim fækkað niður í 1.458. Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. ÁRÉTTING Vegna fréttar um rannsóknir á and- legum vanda barna á Norðurlöndum í helgarblaði Fréttablaðsins er áréttað að íslensk börn glíma ekki við minni andlegan vanda en börn í hinum Norðurlöndunum. Hann er bara ekki eins sterkt tengdur við fjárhagslega erfiðleika foreldranna. Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá STÍF NA-ÁTT Á LANDINU Í DAG og snjókoma eða él á N-helmingi landsins. Á morgun verður öllu skaplegra veður, hægari vindur en það fer kólnandi. Bjartviðri verður um S-vert landið í dag og á morgun. Frost 1-15 stig á aðfangadag og hægviðri. 0° 16 m/s 1° 14 m/s 0° 8 m/s 0° 9 m/s NA-læg 5-13 m/s Fremur hæg aust- l æg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 6° 23° 1° 11° 17° 2° 8° 8° 8° 22° 13° 17° 16° 11° 7° 10° 9° 9° -2° 8 m/s 1° 13 m/s 1° 10 m/s 1° 9 m/s -1° 8 m/s 0° 10 m/s -7° 7 m/s -5° -5° -2° -3° -7° -11° -4° -6° -6° -8° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur AÐFANGADAGUR Á MORGUN ANDRI VALGEIRSSON BERGUR ÞORRI BENJAMÍNSSON FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐRA Hámarksfjöldi er settur á ferðir fatlaðra í hverjum mánuði. Fatlaðir telja það fela í sér mismunun. SVEITARSTJÓRNARMÁL Sundhallarlaug samþykkt Byggingarfulltrúi hefur gefið út leyfi fyrir nýrri 25 metra útisundlaug ásamt heitum pottum, rennibraut, vaðlaug og viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur á Barónsstíg. ÁSTRALÍA, AP Mersane Warria, 37 ára gömul kona, hefur verið ákærð fyrir að myrða átta börn, fjóra drengi og jafnmargar stúlkur. Sjö voru hennar eigin, en ein frænka hennar. Warria var birt stefnan á sjúkrahúsi þar sem hún liggur vegna stungusára. Tvítugur sonur konunnar hringdi á lögreglu eftir að hann kom heim og sá særða móður sína. Lögregla fann svo börnin, sem voru tveggja til fjórtán ára, látin á staðnum. Dánarorsök þeirra hefur ekki verið gefin út en talið er að hluti hafi látist af stungusárum en önnur vegna súrefnisskorts. - jóe Móðir sjö af átta ákærð: Ákært vegna barnamorðs LÖGREGLAN Ekki hefur verið gefið upp hvert banamein barnanna var. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.