Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.12.2014, Qupperneq 30
22. desember 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Auðlindir Íslands eru okkar þjóðararfur og hafa lengi verið undirstaða hagsældar og framfara þjóðarinnar. Verðmætin sem nýting auðlindanna skapar ræður miklu um lífskjör okkar og stendur undir stórum hluta samfélagslegrar þjónustu. Umræðan um náttúruauðlindir í þjóðar- eign á sér langa sögu og byggir meðal annars á þeirri einföldu kröfu að þjóðin, sem eigandi auðlindanna, fái sanngjarna auðlindarentu fyrir sérleyfi til að nýta þær. Á undanförnum áratugum hafa verið gerðar sex tilraunir til að setja ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Tvö heildstæð frumvörp til nýrrar stjórnar- skrár hafa komið fram á lýðveldistím- anum og bæði falið í sér auðlindaákvæði; frumvarp Gunnars Thoroddsen forsætis- ráðherra frá 1983 og frumvarp stjórn- lagaráðs. Orðalag ákvæðisins í tillögum stjórnlagaráðs tryggir að aldrei skapist óafturkræfur einkaeignarréttur á auð- lindum í þjóðareigu. Í ákvæðinu kemur m.a. fram að á grundvelli laga sé heim- ilt að veita leyfi til afnota auðlinda, gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Fullt gjald vísar hér til markaðsvirðis en það eitt og sér er þungavigtarbreyting sem tryggir að auðlindir séu ekki boðnar á hrakvirði af hálfu stjórnvalda á hverjum tíma. Rót vandans er að hér á landi höfum við ekki lokið því brýna verkefni að tryggja að sanngjarn hluti auðlindarentunnar renni til eiganda auðlindanna. Aflaheim- ildum sem nú er úthlutað undir markaðs- virði og magnsala raforku á of lágu verði felur í sér að auðlindarentunni er ráðstaf- að annað en til eigandans. Um er að ræða gífurleg verðmæti og í tímans rás hafa þeir sem hafa fengið úthlutað aðstöðu til að innheimta auðlindarentuna varist af hörku umræðu um sanngjarnari skipt- ingu. Þrátt fyrir þá andstöðu hafa 83% kjósenda lýst yfir stuðningi um ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórn- lagaráðs. Núverandi skipan auðlindamála endurspeglar því ekki þjóðarviljann. Auðlindamálin eru ekki aðeins eitt stærsta pólitíska mál samtímans, heldur einnig framtíðarinnar og komandi kyn- slóða. Áskorunin er að láta almanna- hag en ekki ríka einkahagsmuni stýra umræðunni um úthlutun sérleyfa til nýtingar auðlinda okkar og sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar. Krefjumst þess að farið verði eftir þjóðarviljanum og leggjum þannig okkar af mörkum til að komandi kynslóðir fái notið hágæða almannaþjónustu og jafnra tækifæra – óháð efnahag. Auðlindir í eigu þjóðar Jóladagatal Miðborgarinnar okkar AUÐLINDIR Eva Baldursdóttir lögfræðingur og form. Félags frjálslyndra jafnaðarmanna Þ ar sem maðurinn kemur ekki nærri, þar eru engir sorphaugar, þar er ekkert afgangs. Þar sem maðurinn kemur ekki þar þrífst dýraríki og jurtaríki með sjálf- bærri þróun. Þar sem maðurinn er, þar fer margt á verri veg. Hvað er það sem gerir að við getum ekki farið um með friði? Því þarf að eyðileggja svo margt? Getum við ekki farið okkur hægar? Tekið meira tillit til náttúrunnar? Fréttablaðið hefur, í vönduðum fréttaskýringum, bent okkur á hversu miklir fantar við erum. Við höfum með ágangi okkar, alveg frá landnámi og til dagsins í dag, sett okkar mark á náttúruna. Með framgöngu okkar höfum við haft mikil áhrif á lífsskilyrði fugla, fiska í ám og á veðurfar. Brynhildur Davíðsdóttir, sem er hvort tveggja líffræðingur og hagfræðingur, hefur ítrekað bent okkur á að við verðum að meta og virða hversu mikið náttúran getur þjónað okkur. Ef við ætlumst til of mikils af náttúrunni þá fer illa. Í frétta- skýringu Svavars Hávarðssonar í blaðinu í dag segir: „Stór hluti þeirra vistkerfa sem einkenndu Ísland við landnám hefur glatast og búsvæði fjölbreyttra lífvera hefur hnignað í beinu samhengi. Mikilvægi þess starfs sem lýtur að því að endur- heimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins er óumdeilt, en fáir hafa það kannski hugfast eftir hversu miklu er að slægjast – bæði í lífsgæðum og fjárhagslega.“ Þar segir einnig: „Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðsl- unni, segir að gríðarlega margt hafi tapast; Íslendingar hafi lifað af þurrlendisvistkerfum landsins um aldir og álagið hafi tekið sinn toll. „Við áttum okkur ekki oft á því að þegar gróður hvarf af hálendinu hafði það töluverð áhrif á veðurfar. Þetta hafa rann- sóknir sérfræðinga Veðurstofu Íslands sýnt fram á. Meðal þess sem tengist því er hversu miklu hraðar sandarnir hitna en gróið land. Það hefur líka áhrif á vatnafar. Þegar gróður hverfur þá heldur landið ekki vatninu, sem á skömmum tíma hverfur í næsta árfarveg og til sjávar. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Guðmundur.“ Hvað ef við viljum girða okkur í brók? Hvað ber að gera? Græða upp landið, og það strax. Það liggur á. Hver hektari lands, þar sem aðeins þarf að styrkja gróður með áburðargjöf, kostar helmingi minna en þar sem bæði þarf áburð og grasfræ. Ef allt er farið á versta veg nálgast kostnaðurinn að vera tífaldur. Það má áætla að hver hektari kosti um 60 til 70 þúsund þegar aðeins þarf áburð en hálfa milljón þegar beita þarf öllum úrræðum til þess að endurheimta illa farið land. Ef menn vilja leika sér með tölur þá má minna á þá 500.000 hektara lands sem landgræðslu- stjóri telur brýnt að ráðast í að bæta sem allra fyrst – og hvað aðgerðarleysi kostar. Við keppumst við að hafa hallalaus fjárlög, annað kostar okkur svo mikið. Opnum einnig augun fyrir þeim staðreyndum sem bent hefur verið á með ástand landsins. Allt hik kostar mikið, kostnaðurinn getur tífaldast. Aðgerðir strax. Maðurinn gengur illa um jörðina og skaðar hana: Við skiljum eftir okkur djúp spor Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Hvar er fylgið mitt, fylgið mitt? Hafi Framsóknarfólk gert ráð fyrir að skuldaleiðréttingin skilaði flokknum auknu fylgi, þá hefur það ekki ræst, ekki enn sem komið er hið minnsta. Egill Helgason vekur athygli á þessu og bendir á þessar staðreyndir: „Fyrirheitin um að ná einhverjum stórkostlegum fjárhæðum af er- lendum kröfuhöfum virðast ekki ætla að rætast. Svo eru í uppsiglingu tvö mál sem gætu valdið stórkostlegum deilum– svo nánast allt annað bliknar – og leikið Framsóknarflokkinn sér- lega grátt. Það er annars vegar kvótasetning makríls og hins vegar frumvarp sem myndi tryggja útgerðinni nýtingar- rétt á kvóta í hálfan aldarfjórðung við afar vægu gjaldi.“ Klofningur í nýjum samtökum Útgerðin í landinu hefur lagt niður LÍÚ og fleiri samtök og sameinast undir merkjum SFS, en þó ekki. Guð- mundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, ætlar ekki að vera með í nýju samtökunum. Hann nefndi þessa ákvörðun sína í þættinum Sprengi- sandi á Bylgjunni í gær, þar sem hann sagðist ekki vera sá eini sem það kysi. Fleiri útgerðarmenn nýta sér breytingarnar og segja skilið við samtökin. Trúlegast er útgerð Guð- mundar sú langtum stærsta sem verður utan nýju samtakanna. Nú er að sjá hvort fyrirtækin, sem standa utan, verði áfram með þann háttinn á, eða stofni til nýrra sam- taka. Útsölur í jólaösinni Jónas Kristjánsson segir útsölur hafnar. Hann segir kaupmenn sitja uppi með dýran lager, að fólk kaupi ekki og sé hætt að taka þátt í „hagvextinum“. „Ýmist sparar það peningana eða á ekki peningana.“ Hann segir svokallaðan hagvöxt engan vera, þvert ofan í fullyrðingar ríkisstjórnar og seðlabanka. „Enda mælir hann bara viðskiptaveltu, sem er undir væntingum. Of margir vita, að góðærið er bara venjuleg ímyndun forsætisráðherra. Fólk vill ekki sitja auralaust undir næstu hremmingum.“ Jónas segir lækna segja upp og að engir komi í staðinn. Það er uggur í fólki og hann kemur niður á jóla- kaupmönnum. sme@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.