Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 32
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 32 Pawel Bartoszek skrif- aði nýlega pistil í Frétta- blaðið um styttingu fram- haldsskólans. Þar segir hann: „Það verður að skoða menntakerfið í heild sinni.“ En það gerir hann ekki. Hann virðist sammála menntamálaráðherra: allt er gott í útlöndum og aumt á Íslandi. Pawel segir: „Í tveggja ára gamall i skýrslu menntamálaráðuneytisins kemur fram að einungis 44% íslenskra menntaskólanema ljúka námi á tilskildum tíma. Annars staðar á Norðurlöndunum er hlutfallið yfir 70%.“ Að ljúka á tilskildum tíma tákn- ar líklega að nemandinn sé 20 ára þegar hann útskrifast sem stúdent á Íslandi. Í viðmiðunarlöndunum eru nemendur settir í fullorðins- fræðslu ef þeir ná ekki að ljúka á tilskildum tíma, fá kannski eitt ár aukalega. Nemendur í framhalds- skólum viðmiðunarlandanna fá skólastyrk, fríar bækur o.fl. Það eru til ungmenni á Íslandi sem hafa ekki ráð á skólagöngu og þurfa að slíta hana í sundur og lengja. Í við- miðunarlöndunum er líka fjöldi styttri námsbrauta. Til dæmis er meiraprófið inni í framhaldsskólun- um en íslenskir meiraprófsbílstjór- ar eru margir skráðir sem brottfall þar sem þeir hafa gjarnan mátað sig í skóla, fengið fínan undir- búning fyrir meiraprófið en ekki útskrifast. Tugir nemenda ljúka árlega stúdentsprófi samhliða vél- stjórnarnámi sem er fimm ár, þeir eru a.m.k. 21 árs og margir eldri því þeir taka gjarnan hlé á námi til að ná sér í reynslu. Fjöldi iðnnema tekur líka stúdentspróf að loknu iðnnámi komnir yfir tvítugt. Enn fremur segir Pawel: „Nám til stúdentsprófs verður að vera jafninni- haldslítið og í Danmörku. Kröfurnar verða að vera jafnlitlar og í Finnlandi. Þessar þjóðir eru reynd- ar í efstu tveimur sætum þegar kemur að svokallaðri menntunarvísitölu Samein- uðu þjóðanna.“ Til eftirbreytni? Finnskur kennari sem var að vinna með mér í verkefni sagði mér að allir útskrifuðust hvort sem þeir fengu 1, 2 eða 3 í einkunn. Sama hvort þeir ná áfanga eða ekki. Í Sví- þjóð útskrifast stúdentar þótt þeir nái ekki áföngum. Það segir bara á skírteini að þeir hafi ekki náð full- nægjandi árangri. Er það til eftir- breytni? Pawel segir: „Finnskir nem- endur eru í grunnskóla til 16 ára aldurs. Þeir fara síðan í þrjú ár í framhaldsskóla og hefja að jafnaði háskólanám við nítján ára aldur. Danskir nemendur eru í grunn- skóla til 16 ára aldurs og fara svo í framhaldskóla. Þeir útskrifast úr framhaldsskóla 19 ára. Sama kerfi er við lýði í Noregi og Svíþjóð.“ Ef við skoðum annað viðmið, hversu margar vikur eða jafn- vel klukkustundir eru nemar í skóla til stúdentsprófsins? Skólar í viðmiðunarlöndunum hafa allir lengra skólaár, frá tveimur upp í sjö vikum lengra. Skiptir það ekki máli? Segjum þrjár vikur sinnum 13 ár eða 39 vikur, þá er komið ríf- lega eitt skólaár í viðbót, árið sem þeim Pawel og ráðherra finnst ofaukið hér heima. Enn ein tilvitnun í Pawel: „Sé litið til þeirra fordæma gæti hugsan lega verið skynsamlegt að fela þær breytingar í móðu ólíkra námsbrauta með valkvæðum hrað- brautum áður en kerfið er samrýmt að nýju með þeim afleiðingum að allir útskrifast ári fyrr.“ Munu allir útskrifast ári fyrr ef námið er stytt um eitt ár? Sókn í framhaldsskóla hefur aukist upp í u.þ.b. 98% af árgangi sem hlýtur að hafa í för með sér mismunandi getu til náms, mismunandi áhuga og námsframvindu. Í minn skóla innritast árlega tugir nemenda sem hafa ekki náð viðmiðum til lágmarksárangurs grunnskólans. Þeir þurfa eitt til tvö ár í hægferðum og upprifjunar- áföngum áður en þeir takast á við hefðbundið efni framhaldsskól- ans. Einnig innritast fjöldi nema sem eru með frábæran árangur úr grunnskóla og ráða léttilega við að ljúka stúdentsprófi á þremur árum og hafa gert það. Í lögum frá 2008 var skólum heimilað að skipuleggja námsbrautir til stúdentsprófs allt að átta önnum en nú vill ráðherra, og Pawel, búa til eina ríkisleið í anda Marteins Mosdal og steypa alla í sama mót. Raunveruleikinn er bara ekki þannig. Ef á að gera eins og hinir þarf að taka allan pakkann, ekki bara tína til það sem kostar ekkert. Stytting framhaldsskólans Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangels- um landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betr- unar, minnki kostnað við fangelsis- kerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í við- tali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla- Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráð- gjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sér- staklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsis- yfirvöld semji við skólastofnan- ir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjöl- brautaskóli Suðurlands þjónust- ar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskóla- nám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrslu- drögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í farar broddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu náms- framboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni ára tugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun. Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, náms- ráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfell- inga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leið- inni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikil- væga starfs sem nám í fangelsum svo sannan- lega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðing- ur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélags- ins, sem við hefðum skuldbund- ið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtöl- um við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fang- elsis málum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagð- ur grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmála- mönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í mála- flokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun. Verknám mikilvægur þáttur í betrun PI PA R\ TB W A • S ÍA • 14 4 6 50 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind ➜ Bendir umboðs- maður á í skýrslu- drögum sínum að nám geti verið mikil- vægur þáttur í endur- hæfi ngu fanga. Save the Children á Íslandi MENNTUN Baldvin Ringsted kennslustjóri Tækni sviðs VMA ➜ Að ljúka á tilskildum tíma táknar líklega að nemandinn sé 20 ára þegar hann útskrifast sem stúdent á Íslandi. MENNTUN Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður AF- STÖÐU, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.