Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 38
FÓLK| sig af öllu átinu,“ segir Guðrún. Hún segir þó Korsíkubúa og Ís- lendinga eiga margt sameigin- legt. Bæði séu stoltar eyjaþjóðir. „Fólkið þar er tengt náttúrunni og margir eru bændur. Oft rekst maður á kýr, svín og geitur á veginum, eins og kindurnar hér heima. Korsíkubúar eru líka afar stoltir og vilja helst engu breyta. Þeir eru mjög gestrisnir og hafa tekið mjög vel á móti okkur en þeir eru ekkert sérstak- lega hrifnir af stórum verslunar- keðjum og Korsíka er til dæmis eina héraðið í Frakklandi sem er ekki með McDonalds. Þeir borða mikið kálfa- og geitakjöt og geita- osta, pylsur og reykt kjöt eins og hangikjötið okkar. Svo veiða þeir mikið af villisvínum. Við búum í litlum bæ niðri við ströndina og finnst mjög notalegt að heyra í sjónum á kvöldin. En ég hugsa oft til Íslands. Í sumar rigndi ekk- ert á Korsíku í þrjá mánuði og þá saknaði ég íslenska veðurfars- ins,“ segir Guðrún. „Draumurinn er að vera á Íslandi á sumrin og á Korsíku á veturna. Jólunum vild- um við þó helst eyða á Íslandi og áramótunum í Normandí, með fjölskyldu Raphaels.“ GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU BÓK Guðrún og Raphael ætluðu sér að búa í eitt ár á Korsíku en árin eru orðin fimm. Raphael er sjúkra- þjálfari en Guðrún sinnir mynd- list og skriftum. Í jólabókaflóðinu í ár er að finna fyrstu bók hennar, barnabókina Agnarögn sem fjallar um ævintýralegt ferðalag lítillar agnar sem gleypt er af kú. „Ég ætlaði alltaf í myndlist og komst inn í fyrsta úrtakið í Mynd- lista- og handíðaskólann á sínum tíma. Ég missti hins vegar af inn- tökuprófinu og skellti mér bara í frönsku í staðinn, fór út til Frakk- lands og í leiðsögunám. Eftir að við fluttum til Korsíku fékk ég lítið að gera og fór þá að sinna myndlistinni. Þá hrinti ég líka gamalli hugmynd í framkvæmd og skrifaði bók sem byggir á sög- um sem ég sagði leikskólabörn- um við matarborðið, en ég vann á leikskóla í nokkur ár. Sögurnar voru gjarnan um matinn, hvernig eitt lítið korn verður að brauði og upp úr þessu varð Agnarögn til. Sagan fjallar um hvernig við sjálf og allt í kringum okkur er samsett úr litlum ögnum, ferða- lög þeirra og breytileika,“ segir Guðrún og getur vel hugsað sér að skrifa fleiri barnabækur. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg vinna, á döfinni er að mála og skrifa meira, milli þess sem ég sinni góðum gestum. Það er mjög vinsælt að heimsækja okkur til Korsíku á sumrin, eins og gefur að skilja,“ segir hún hress. ■ heida@365.is Talsverða natni þarf til að búa til súrdeigsmóður. Sumir jafna því við að fá viðkvæmt gæludýr inn á heimilið sem sinna þurfi nótt og dag. Súr- deigsbrauð með stökkri skorpu eru þó svo bragðgóð að vel má leggja á sig vinnuna við að búa það til. Eftirfarandi leiðbeiningar til að búa til súrdeigsmóður heima eru fengn- ar af síðunni www.foodtravelthought.com. DAGUR 1. KLUKKAN 9.30 Blandið 400 g af rúgmjöli og 400 g af hveiti í box. Þetta verður blandan sem notuð verður til að fóðra súrdeigsmóðurina. Með því að eiga þetta tilbúið er fljótlegt að fóðra. Finnið til hreina glerkrukku og vigt og setjið 40 g af rúgmjöls/hveitiblöndunni í krukkuna Hellið 40 g af volgu vatni og hrærið vel þar til mjölið er leyst upp. Setjið á hlýjan, skuggsælan stað. DAGUR 2. 9:30 Nú er komið að fyrstu fóðrun. Loftbólur ættu að vera í súrnum í krukkunni. Hendið helmingnum úr krukkunni og fóðrið súrinn með 40 g af mjölblöndunni og 40 g af vatni og hrærið vel saman. ENDURTAKIÐ Á DEGI 3. 4. OG 5. DAGUR 6. Nú er súrinn fóðraður tvisvar, að morgni eins og venjulega og svo aftur átta klukkustundum síðar, ef þú sérð litlar loftbólur um allt, ris eða fall í krukkunni. DAGUR 7. FÓÐRA ÞRISVAR Fóðrið að morgni eins og venjulega. Um miðjan dag ætti að fóðra súrinn aftur. Um kvöldið um það bil 12 tímum eftir fyrstu fóðrun mætti fóðra í þriðja sinn. Á ÁTTUNDA DEGI ER SVO HÆGT AÐ BAKA FYRSTA SÚRDEIGSBRAUÐIÐ. SÚRDEIGSMÓÐIR VERÐUR TIL Nýbakað Súrdeigsbrauð með fersku áleggi Súrdeigsmóðir í vinnslu en nokkra daga tekur að búa hana til. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 Heimilistæki Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac „One Week Flat“ Minnkar þembu og Vindgang Öll börn eiga rétt á Gleðilegum Jólum www.hvitjol.is Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is 00000 Aldrei fleiri vötn! JÓLAGJÖF VEIÐIMA NNSINS! Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Save the Children á Íslandi AGNARÖGN Sagan fjallar um litla ögn sem lendir í ótrúlegustu ævintýrum. Kýr gleypir hana, hún hringsnýst í gegnum meltingarveginn og fer loks út með mjólkinni. BARNABÓK Guðrún skrifaði ævintýrið um Agnarögn út frá sögum sem hún sagði börnum við matarborðið þegar hún vann á leikskóla. Bókin er gefin út af Óðinsauga. HEIMILI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.