Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 48
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 40
Mozart
við kertaljós
Dómkirkjunni
í kvöld, 22. des., kl. 21.00
Camerarctica
Miðaverð 2500/1500
FA
S
TU
S
_E
_5
5
.1
2
.1
4
Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00
Beittur
í hnetusteikina
Santouko stálhnífur
Kr. 27.062,-
Öll hulstur
á 1.990.-
fram að
jólum
Farsímar Tölvuvörur Aukahlutir Viðgerðir
BÆKUR ★★★ ★★
Þín eigin þjóðsaga
Ævar Þór Benediktsson
MÁL OG MENNING
Sögur enda ekki allar vel, stundum
fer allt á versta veg. Þá er mikill
lúxus að geta byrjað upp á nýtt á
sögunni, tekið aðra ákvörðun og
séð hvort leysist úr málunum. Þín
eigin þjóðsaga er eiginlega ekki
ein saga heldur margar smásögur,
þar sem lesandinn er söguhetjan
og tekur ákvörðun í lok hvers kafla
um framgang mála. Þannig býður
bókin upp á að vera lesin aftur og
aftur og á ólíka vegu.
Ævar Þór Benediktsson er flest-
um börnum kunnugur í hlutverki
sínu sem Ævar vísindamaður. Og
þótt bókin eigi kannski lítið skylt
við vísindi þá er hún engu að síður
nokkuð tilraunakennd og býður
lesendum sínum að gera eigin til-
raunir með söguþráðinn.
Já, þetta eru
eigin lega margar
smásögur, þar sem
lesandinn fær samt
á tilfinninguna að
hann stjórni ferð-
inni algjörlega.
Höfundur sækir
innblástur í þjóð-
sagnaarf Íslend-
inga sem og söguna.
Ýmsir karakterar
verða á vegi lesand-
ans, gömlu jólasvein-
arnir, Sæmundur
fróði, Jón Árnason,
Grimms-bræður og
Lagarfljótsormur-
inn, svo dæmi séu
tekin. Þannig er
bókin fræðandi og til
að auka enn á fræðslugildið laum-
ar höfundur ýmsum orðskýringum
í textann. Sem er vel.
Bókin er skrif-
uð í annarri pers-
ónu, lesandinn er
ávarpaður og sett-
ur inn í söguna.
Hann er aðal-
söguhetjan. Aðal-
söguhetjan er
þannig skrifuð
nokkurn veginn
persónuleika-
laus. Hugmyndin
er væntan lega sú
að hafa hetjuna
hlutlausa svo les-
andinn geti fært
eigin persónu-
leika yfir á hana.
Höfundur er
meðvitaður um
þetta og passar
sig að forðast orð sem koma upp
um kyn „þitt“ eða nafn.
Afleiðingin er sú að lesandinn
fær ekki mikla samúð með aðal-
persónunni. Markmið bókarinnar
er auðvitað annað. Hún er sögu-
þráðardrifin – eðli málsins sam-
kvæmt – og persónur skipta þá
minna máli. Þó skal taka fram að
aukapersónur allar eru vel heppn-
aðar og þeim að þakka er bókin á
köflum stórskemmtileg og fyndin.
Bókin minnir eiginlega frek-
ar á borðspil en bók. Áhugaverð
og skemmtileg tilraun sem mun
vafalaust slá í gegn hjá ungum
lesendum og býður einnig upp á
skemmtilegan og gagnvirkan upp-
lestur. Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Öðruvísi bók sem
ætti að höfða til bæði til bókaorma
og líka þeirra sem hafa meira gaman
af borðspilum en bókalestri.
Þú ert söguhetjan
ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók.
Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BÆKUR ★★★★★
Öræfi
Ófeigur Sigurðsson
MÁL OG MENNING
Nýjasta skáldsaga Ófeigs Sigurðs-
sonar, Öræfi, er einföld ferðasaga.
Hún lýsir ferð ungs Austurríkis-
manns, Bernharðar að nafni, frá
heimaborg sinni Vín til Íslands
á vit draumalandsins sem reyn-
ist vera Öræfasveit. Bernharður
hefur heillast af íslenskri nátt-
úru og menningu, og sameiningu
menningar og náttúru í örnefna-
fræðinni. Tengsl hans við land-
ið reynast þó flóknari en flestra
þeirra Íslandsáhugamanna sem
koma til landsins með glýju í
augum yfir stórfengleika menn-
ingar og sögu.
Ferðasaga Bernharðar endar –
eins og lesandi kemst að í upphafi
sögu – með ósköpum, ferð hans á
Vatnajökul verður honum ofviða
þrátt fyrir vandlegan undirbún-
ing og útbúnað sem er í meira
lagi fjölbreyttur og frum-
legur. Það sem eftir stend-
ur er frásögn hans af eigin
ævintýrum, miðlað í gegn-
um nokkra milliliði sem
stundum taka af honum
völdin. Þar fer fremst í
flokki dýralæknirinn og
boldangskvenmaður-
inn dr. Lassi, en einnig
taka til máls barflug-
an Fastagestur og sá
sem kallar sig höf-
und bókarinnar en
hann er langt frá
því að vera allur
þar sem hann er séður.
Sögu Bernharðar fáum við
lesendur uppfulla af útúrdúrum og
ólíkindalátum, sjálfur týnist hann
oft og iðulega í orðaflaumi milli-
liðanna um Öræfin, sögu svæðis-
ins, náttúru þess, Öræfinga lífs og
liðna og sérkenni þeirra. Sagan af
örnefnafræðingnum seinheppna
verður uppspretta alls kyns frá-
sagna, ritgerða og orðræðna.
Fyrir myndirnar eru sóttar víða
að, þjóðlegur fróðleikur og sagna-
þættir, skrif náttúrufræðinga
og annálaritara og
fleiri misþekkt rit
hafa orðið Ófeigi
innblástur – að
ógleymdum Bene-
dikt Gröndal en
oft og tíðum er eins
og höfundur Heljar-
slóðar orrustu tali í
gegnum persónur sög-
unnar og skrásetjara.
Þessi blanda er ramm-
göldrótt. Á köflum er
algerlega ævintýralegt að
lesa Öræfi. Stílfimi Ófeigs
er með ólíkindum og hann
dregur lesandann út í ein-
kennilegustu ferðalög um íslenska
sögu, náttúru og menningu.
Á stundum finnst manni eins og
stílgaldurinn sé nóg í sjálfu sér,
að bókin þurfi ekki aðra kosti en
þann að skemmta lesandanum á
öllum sviðum tungunnar. En undir
lok sögu dregur til tíðinda og þá
kemur líka í ljós að þótt Öræfi sé
með skemmtilegustu bókum þá
býr undir rammasta alvara. Þegar
sagan snýst upp í dómsdagsspá
með náttúruhamförum og nýrri
veröld sem rís úr eyðingunni verð-
ur lesandanum ljóst að höfundur-
inn á við hann erindi. Öræfi fjallar
um mörg af brýnustu málum sam-
tímans: umgengni okkar við nátt-
úru og menningararf, samskipti
okkar við og meðferð á öðrum
dýrategundum og fleiri skyld mál.
Sagan spyr líka ögrandi spurn-
inga um tækni og framfarir og
setur margvísleg spurningamerki
við nútímavæðinguna. Sá fornlegi
bragur sem er stundum á stílnum
er engin tilviljun, hér gengur allt
upp í magnaðri úttekt á nútíman-
um með tungutak fortíðarinnar að
vopni. Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Ævintýralega skem-
mtileg skáldsaga með djúpum og
áríðandi undirtónum.
Ævintýralega skemmtileg Öræfaferð
ÓFEIGUR SIGURÐSSON „Stílfimi Ófeigs er með ólíkindum og hann dregur
lesandann út í einkennilegustu ferðalög,“ segir Jón Yngvi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
MENNING