Fréttablaðið - 22.12.2014, Page 70

Fréttablaðið - 22.12.2014, Page 70
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 62 ALLT FYRIR SPORTIÐ! Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . Í INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA, AKUREYRI OG SELFOSSI ÞÚ FÆRÐ GÓÐAR JÓLAGJAFIR HANDLÓÐ NEOPRENE Margir litir. 1 - 5 kg. 500 kr. kílóið. VERÐ FRÁ RJR NUDDRÚLLA Plasthólkur sem heldur laginu á rúllu lengi vel, gaddarnir eru ekki stífir og henta því flestum. NIKE MAGISTA FG/ MERCURIAL VICTORY FG Barnatakkaskór. Stærðir: 28-38,5. Fást aðeins á Bíldshöfða. 11.990 SPALDING MINIKARFA Minikarfa með bolta. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: 22 DES. 10 - 22 / 23. DES. 10 - 23 / 24. DES. 10 - 12. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: 22 - 23. DES. 10 - 22 / 24. DES. 8 - 12. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: 22 - 23. DES. 10 - 22 / 24. DES. 8 - 12. OPIÐ TIL 22:00 ALLA DAGA TIL JÓLA 3.990 4.990 500-2.500 FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fót- bolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaks- ári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi. Alfreð er fjórði íslenski sóknar- maðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjóns- sonar fyrir Las Palmas tíma bilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem vara- maður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö. Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameigin- legt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvals- deildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar. ooj@frettabladid.is Alfreð tekur ekki bara góðu metin af Pétri Alfreð Finnbogason bíður enn eft ir fyrsta marki sínu í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur ekki skorað í fyrstu ellefu deildarleikjum sínum með Sociedad. METBIÐ EFTIR MARKI Pétur Pétursson með Hércules 1985 og Alfreð Finnbogason með Real Sociedad í leiknum á móti Levante um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LENGSTA BIÐ ÍSLENSKRA SÓKNARMANNA Á SPÁNI Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í 1. leik með Barcelona 2006-07 Þórður Guðjónsson skoraði í 2. leik með Las Palmas 2000-01 Pétur Pétursson skoraði í 11. leik með Hércules 1985-86 Alfreð Finnbogason spilar næst sinn 12. leik með Real Sociedad 2014-15

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.