Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 72

Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 72
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 64 KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS óskar öllum innan körfuknattleikshreyfingarinnar sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. KKÍ þakkar öflugum samstarfsaðilumn sínum fyrir stuðninginn á árinu og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN LIVERPOOL - ARSENAL 2-2 1-0 Philippe Coutinho (45.), 1-1 Mathieu Debuchy (45.+2), 1-2 Olivier Giroud (64.), 2-2 Martin Skrtl (90.+7.). NEWCASTLE - SUNDERLAND 0-1 0-1 Adam Johnson (90.). MAN. CITY - CRYSTAL PALACE 3-0 1-0 David Silva (49.), 2-0 David Silva (61.), 3-0 Yaya Toure (81.). TOTTENHAM - BURNLEY 2-1 1-0 Harry Kane (21.), 1-1 Ashley Barnes (27.), 2-1 Erik Lamela (35.). WEST HAM - LEICESTER CITY 2-0 1-0 Andy Carroll (24.), 2-0 Stewart Downing (56.). SOUTHAMPTON - EVERTON 3-0 1-0 Romelu Lukaku, sjm (38.), 2-0 Graziano Pelle (65.), 3-0 Maya Yoshida (82.). QPR - WBA 3-2 0-1 Joleon Lescott (10.), 0-2 Silvestre Varela (20.), 1-2 Charlie Austin, víti (24.), 2-2 Charlie Austin (48.), 3-2 Charlie Austin (86.). ASTON VILLA - MAN. UTD 1-1 1-0 Christian Benteke (18.), 1-1 Radamel Falcao (53.). HULL CITY - SWANSEA 0-1 0-1 Ki Sung-Yueng (14.). STAÐAN Chelsea 16 12 3 1 36-13 39 Man. City 17 12 3 2 36-14 39 Man. United 17 9 5 3 30-18 32 West Ham 17 9 4 4 29-19 31 Southampton 17 9 2 6 28-13 29 Arsenal 17 7 6 4 30-21 27 Tottenham 17 8 3 6 22-23 27 Swansea 17 7 4 6 22-19 25 Newcastle 17 6 5 6 18-23 23 Liverpool 17 6 4 7 21-24 22 Everton 17 5 6 6 27-27 21 Aston Villa 17 5 5 7 11-21 20 Stoke City 16 5 4 7 18-21 19 Sunderland 17 3 10 4 15-24 19 WBA 17 4 5 8 17-23 17 QPR 17 5 2 10 20-32 17 Crystal Palace 17 3 6 8 19-27 15 Burnley 17 3 6 8 12-26 15 Hull 17 2 7 8 15-24 13 Leicester 17 2 4 11 15-29 10 FÓTBOLTI West Ham fer inn í jólin í Meistaradeildarsæti. Fjórða sætið er þeirra um jólin en það hefur aldrei gerst síðan enska úrvals- deildin var stofnuð. West Ham hefur reyndar ekki verið í jafn góðri stöðu síðan árið 1985. Þá var liðið í þriðja sæti í gömlu 1. deildinni. Besta frammi- staða West Ham í úrvalsdeildinni er fimmta sætið árið 1999. Liðið komst síðast í Evrópukeppni árið 2007. „Það er ekki á hverjum degi sem lið brjóta stóra múra sem enginn býst við af liðinu. Fjórða sætið er frábær jólagjöf fyrir okkur og að hafa þegar náð í 31 stig er mikið afrek,“ sagði Sam Allardyce, stjóri West Ham, en það voru gömlu Liverpool-mennirnir Andy Carroll og Stewart Downing sem tryggðu West Ham sigur á Leicester um helgina. West Ham bíður þó erfitt verk- efni eftir jóladag. Á annan í jólum spilar liðið gegn Chelsea og Arse- nal bíður tveimur dögum síðar. „Við eigum að njóta augnabliks- ins og halda áfram að njóta þess. Vonandi er þetta ekki búið hjá okkur. Í lok janúar ætti að liggja fyrir hvað við getum gert á þessari leiktíð,“ sagði Allardyce. Eftir sex sigurleiki í röð náði Manchester United aðeins jafntefli gegn tíu leikmönnum Aston Villa. „Við verðum að vinna svona lið ef við viljum berjast um titilinn,“ sagði Van Gaal, stjóri United. - hbg West Ham á fl ugi Ótrúlegt gengi West Ham hélt áfram um helgina. SJÓÐHEITUR Andy Carroll raðar inn mörkum þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI „Það kom frábær send- ing frá Lallana. Ég var nýbúinn að klúðra góðu skallafæri og ætl- aði því ekki að klúðra þessu. Ég var líka búinn að bíða lengi eftir marki,“ sagði hetja Liverpool í gær, Martin Skrtel, en hann jafn- aði leikinn gegn Arsenal í 2-2 á sjöundu mínútu uppbótartíma leiksins. Níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma eftir að Oli- vier Giroud steig á höfuð Skrtel snemma í síðari hálfleik. Hann hristi það af sér og steig svo upp þegar mest á reyndi. Þá voru leikmenn Liverpool meira að segja orðnir tíu en vara- maðurinn Fabio Borini hafði nælt sér í tvö heimskuleg gul spjöld á skömmum tíma og lét reka sig út af á annarri mínútu í uppbótar- tíma. Þeir neituðu að gefast upp og uppskáru eitt stig. „Þetta voru kannski sanngjörn úrslit en auðvitað er gríðarlega svekkjandi að gefa jöfnunarmark svona undir lokin,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leik- inn. „Þetta var hörkuleikur. Hand- bremsan var á hjá okkur í fyrri hálfleik en þá spilaði Liverpool vel. Við vorum að tapa boltanum allt of snemma en við erum ekki vanir því. Þar af leiðandi fór það í taugarnar á okkur. Það þarf alltaf að verjast hornum í löngum upp- bótartíma en það voru vonbrigði að sjá hann einan á auðum sjó og engan að dekka þrátt fyrir her manna á teignum.“ Brendan Rodgers, stjóri Liver- pool, var að vonum himinlifandi með að fá stig eftir það sem á undan var gengið. „Þetta var stórbrotin frammi- staða hjá mínu liði. Sendingarnar okkar og hreyfing á mönnum var í hæsta gæðaflokki. Við áttum skil- ið að vera yfir í hálfleik og mér fannst það ekki vera aukaspyrna sem leiddi til jöfnunarmarksins. Þetta var dýfa hjá Alexis Sanchez að mínu mati og dómarinn kok- gleypti þessi tilþrif,“ sagði Rod- gers. „Ég er himinlifandi með þann bolta sem við höfum sýnt gegn Manchester United, Bournemo- uth og nú Arsenal. Spilamennsk- an sýnir að við erum að ná fyrri styrk. Liðið sýndi mikinn karakter með því að koma til baka og ég hef ekki yfir neinu að kvarta í þess- um leik. Það er samt ekki spurn- ing um að við áttum skilið að vinna þennan leik. Við vorum betri núna en þegar við unnum 5-1 í fyrra. En úr því sem komið var erum við ánægðir með stigið og spila- mennskuna.“ henry@frettabladid.is Skrtel kom til bjargar Blóðugur Martin Skrtel kom Liverpool til bjargar í stórleiknum gegn Arsenal í gær. Liverpool var að spila vel en ekkert gengur hjá liðinu að ganga frá leikjum. HETJAN FAGNAR Martin Skrtl sá til þess að Liverpool fór ekki í jólaköttinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.