Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 78

Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 78
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 70 JÓLAGJÖFIN ER GJAFABRÉF Á KOL KOL RESTAURANT · SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · SÍMI 517 7474 · KOLRESTAURANT.IS Tilvalin g jöf fyrir sælkerann Pantaðu gjafabréf í síma 517 7474 eða á info@kolrestaurant.is. Hægt er að sækja til okkar eða fá sent í pósti. „Á aðfangadag klukkan sex finnst mér hátíðlegt að heyra lagið Það aldin út er sprungið.“ Páll Rósinkranz tónlistarmaður. JÓLALAGIÐ Karin Kristjönu Hindborg, dreif- ingaraðili fyrir hálfíslenska snyrtivörumerkið Skyn Iceland, var á dögunum boðið til Rússlands að kynna línuna fyrir hönd fram- leiðenda í Bandaríkjunum. „Þetta var alveg frábær ferð. Ég kynntist fullt af fólki sem tengist förðunar- og tískubrans- anum,“ segir Karin. Meðal þeirra voru Elena Krygina, einn fremsti förðunarfræðingur Rússlands, og sjónvarpsstjarnan Andre Mala- kov, sem má segja að sé hin rúss- neska Oprah Winfrey, en hann ætlar að heimsækja Ísland í janú- ar. Skyn Iceland verður meðal annars selt í vefverslun úti sem selur aðrar íslenskar vörur eins og Unu, Sóleyju og Purity Herbs. Að auki verður Skyn selt á snyrti- stofunni hjá Büro beauty, þar sem ríka og fræga fólkið í Rússlandi er fastir gestir. Eigandi stofunn- ar er Miroslava Duma, fyrrver- andi ritstjóri rússneska Harpers Bazaar. „Rússarnir eru alveg óðir í íslensku vörurnar. Þeim finnst Ísland svo ótrúlega heillandi og hreint og mér fannst skína í gegn hvað þeir virðast bera mikla virð- ingu fyrir Íslandi,“ segir Karin. Auk þess að kynna Skyn Iceland hitti Karin snyrtiritstjóra rúss- nesku útgáfu tímaritsins Vogue og gerði myndbandsþátt með henni sem fer á heimasíðu þeirra. „Þar sem þau halda ekki upp á jólin, bara nýja árið, þá gerði ég „how- to“ myndband með léttri áramóta- förðun fyrir þau með áherslu á húðina og mikilvægi þess að undir búa húðina fyrir förðun,“ segir Karin. Ferðin tók þrjá daga og var mikil keyrsla. „Mér skilst að ég sé ekki búin að upplifa Rússland, einungis Moskvu, og það er ekki það sama. Ég hélt að ég myndi sjá mikla fátækt og eymd, það litla sem ég náði að upplifa utan vinnu var hástéttin, það er mikið af ríku fólki í Moskvu og verslanir eftir því. Mesta menningarsjokkið sem ég upplifði var sennilega að sjá mann með Nokia 5110 síma á lestar stöðinni,“ segir Karin aðspurð um aðstæður í Rússlandi. adda@frettabladid.is Rússar afar hrifnir af íslenskum snyrtivörum Karin Kristjana Hindborg, förðunarfræðingur og eigandi Nola.is, fór til Rúss- lands á dögunum til þess að kynna hálfíslenska snyrtivörumerkið Skyn Iceland. „Ég hef sungið frá því að ég man eftir mér,“ segir Benedikt Gylfa- son, 12 ára sópransöngvari sem vakið hefur mikla athygli. Í fyrra söng hann á Frostrósar- tónleikum og þann 30. desember næstkomandi syngur hann með stórsöngvurunum Garðari Thor Cortes og Margréti Eiri Hjartar- dóttur á tvennum jólatónleikum í Grafarvogskirkju. „Mér finnst mjög gaman að syngja, bæði klassíska tónlist og popptónlist,“ segir Benedikt, en í mestu uppáhaldi hjá honum eru þeir Michael Jackson, Páll Óskar, Garðar Thor Cortes og Kolbeinn Ketilsson. Benedikt er vanur að koma fram því auk þess að syngja hefur hann leikið í Dýr- unum í Hálsaskógi, sungið í La Bohème og Carmen og fyrir jólin er hann í jólasýningu Skoppu og Skrítlu. En hvort finnst honum nú skemmtilegra að leika eða syngja? „Það er rosalega erfitt að gera upp á milli, mér finnst eiginlega skemmtilegast að blanda þessu bara saman,“ segir hann. Á tónleikunum 30. des ember, sem verða kl. 16 og 20, verða sung- in þekkt jólalög í hátíðlegum bún- ingi og er Benedikt spenntur að syngja með Garðari. „Við tökum saman lagið Himinganga, en við tókum það líka á Frostrósar- tón leikunum. Þetta verður bara gaman,“ segir hinn hæfileikaríki Benedikt. - asi 12 ára sópran sem elskar Jackson Benedikt Gylfason, ungur sópransöngvari, syngur á tvennum jólatónleikum. LEIKUR OG SYNGUR Benedikt finnst fátt skemmtilegra en að leika og syngja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MIKIL REYNSLA Karin segir ferðina hafa verið lærdómsríka og að Rússarnir hafi elskað íslensku vörurnar. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Rússarnir eru alveg óðir í íslensku vörurnar. Þeim finnst Ísland svo ótrúlega heillandi og hreint og mér fannst skína í gegn hvað þeir virðast bera mikla virðingu fyrir Íslandi. „Ég held að það sem fólk kann að meta við tón- leikana okkar sé að áhorfendur vita ekki hver er að fara að troða upp og stundum kemur það á óvart, það gæti verið annaðhvort einhver sem er að feta sig áfram í senunni eða einhver sem er þegar þekktur,“ segir Leana Clothier, ein þeirra sem standa að framtakinu Sofar Sounds. Um er að ræða alþjóðlegt fyrirbæri þar sem tónleikar eru haldnir í nánum rýmum, til dæmis í heima- húsum. „Tónleikarnir eiga það til að vera hljóðlátir þannig að tónlistarmennirnir sem spila þurfa ekki að keppa við skarkalann í glerflöskum og sam ræður fólks. Þetta er mjög náin stemning. Vanalega eru tónlistarmennirnir viðstaddir allt kvöldið og fylgjast með hinum sem troða upp.“ Seinustu tónleikarnir voru haldnir heima hjá einum aðstandenda Sofar Sounds í Reykjavík en þá tróðu upp Íkorni, Soffía Björk og ástr- alska sveitin Owls of the Swamp. „Tónleikarnir voru gríðarlega skemmtilegir og svo virðist sem Íkorni hafi virkilega gripið athygli allra!“ - þij Halda tónleika í nánum rýmum í heimahúsum Sofar Sounds er alþjóðlegt framtak sem er komið til Íslands. Áhorfendur vita ekki hverjir troða upp. ÍKORNI Tróð upp með hljómsveit í heimahúsi. MYND/SCOTT SHIGEOKA Vanalega eru tónlistarmenn- irnir viðstaddir allt kvöldið og fylgjast með hinum sem troða upp.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.