Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 4

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 4
Tölur vikunnar 12.10.2015 - 18.10.2015 4 Íslendingar voru handteknir á Spáni en þeir tengj- ast stórtækri ræktun á kannabis. 74.000 laxar um það bil veiddust á þessu gjöfula laxveiðisumri. lögregluþjónum þarf að bæta við liðið til að lágmarksfjölda sé náð – þeir eru 640 í dag. 230 milljónir vill kirkjan fá frá ríkinu – biskup vísar í samninga um hærri framlög. 11 ára fangelSiSdóm fékk „burðardýr“ fyrir fíkniefna- smygl í vikunni sem vakti spurn- ingar um vegferð þjóðarinnar í þessum málaflokki.25 % h æ k ku n hú sn æ ði sv er ðs ti l ár sin s 2 01 7 e r s pá Ísl an ds ba nk a. 6.000 ríkisstarfsmenn lögðu niður vinnu í vikunni í enn einni verkfallshrinunni á árinu. meira! 220 Samfélag Fjölskyldan komst í frétt- irnar fyrir þremur vikum síðan því börnin þrjú höfðu ekki enn fengið skólavist þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Því máli lauk með besta móti og hafa börnin nú stundað skólana í Laugarneshverf- inu síðustu tvær vikur. Þau eru öll þrjú ánægð í skólanum og hafa kynnst mörgum vinum. Það var því mikið áfall að fá synjun frá Útlend- ingastofnun í gær. „Mig langar aldrei aftur til Alban- íu. Mér líður svo vel hér og það er svo gaman í skólanum,“ segir Laura Telati, sem er í 10. bekk í Lauga- lækjarskóla. „Mig langar að búa á Íslandi. Ég er búin að eignast frá- bæra vini.“ Það er þungt yfir fjölskyldunni þegar blaðamaður hittir hana enda nýkomin frá Útlendingastofnun og hefur fimm úrskurði í höndunum. Synjun fyrir hvern fjölskyldumeð- lim. Aleka Telati, móðirin, segir að það hafi verið sagt frá byrjun að erf- itt yrði að fá hæli. En síðustu daga hefur vonin vaxið í brjósti hennar. „Það hefur gengið svo vel og við héldum að við gætum eignast gott líf hér. Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endi- lega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf á landinu.“ Aleka hefur unnið sem aðstoðar- maður í eldhúsi og Hasan Telati, maðurinn hennar, er kokkur og málari. Ástæða þess að þau flúðu frá Albaníu síðastliðið vor eru árásir og mismunun í landinu. „Pabbi minn var foringi í komm- únistaflokknum,“ segir Hasan. „Og við erum útilokuð í samfélaginu. Ég varð fyrir skotárás vegna deilna um húsið okkar. Allt í einu voru komnir pappírar um að annar maður, sem er valdamikill maður í landinu, ætti húsið. Og við vorum bara rekin í burtu og hótað lífláti ef við myndum fara með málið lengra.“ Aleka segist hafa fundið fyrir mis- munun um leið og hún giftist Hasan. „Fólk sér eftirnafnið okkar og neitar okkur um þjónustu, húsnæði, skóla- vist fyrir börnin og við förum aftast í röðina á heilsugæslunni. Forsætis- ráðherra Albaníu hefur meira að segja hvatt til mismununar gagnvart fólki tengdu kommúnistaflokknum og lögreglan aðstoðar okkur ekki. Það er engin leið að eiga eðlilegt líf í Albaníu.“ Í synjun frá Útlendingastofnun kemur fram að fjölskyldan sé ekki álitin flóttafólk því hún sé ekki talin í lífshættu í heimalandi sínu og eigi ekki ofsóknir á hættu. Á þeim for- sendum er þeim synjað um hæli. „Við munum áfrýja en okkur er sagt að það sé lítil von fyrir okkur. Það gæti tekið tvo mánuði að fá úrskurð og þá munum við þurfa að fara strax úr landi. Við verðum send aftur til Albaníu og auðvitað eru þau að fara eftir lögum og reglum enda ekki stríð í Albaníu og landið ekki talið það hættulegt,“ segir Aleka. „Það breytir því ekki að við eigum ekki möguleika á eðlilegu lífi í land- inu okkar.“ Fjölskyldan talar fallega um Ísland og Íslendinga. Þau segja nágrannana hafa gefið sér húsgögn og verið til staðar fyrir þau síðustu vikurnar. „Þegar við förum út í búð tala allir við okkur og spyrja um hagi okkar. Bjóða okkur velkomin í hverfið og segjast ekki trúa öðru en að við fáum að vera hér. Það var tekið mjög vel á móti börnunum og Petrit litli er meira að segja farinn að æfa fótbolta og er í skýjunum með það,“ segir Hasan. Aleka bætir við að hverfið sé yndislegt og þeim líði eins og þau séu heima hjá sér. „Það er kalt á Íslandi en Íslendingar eru svo sannarlega ekki með kalt hjarta,“ segir hún. Hasan er hræddur við að fara aftur til Albaníu. „Ég hræddur um framtíð barna minna. Við eigum í höggi við mjög valdamikið fólk og börnin mín eiga litla möguleika í framtíðinni.“ erlabjorg@frettabladid.is Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. Fjölskyldufaðirinn segist hræddur við að snúa aftur til Albaníu. Laura 15 ára, Hasan, Aleka, Janie 13 ára og Petrit 9 ára skoða bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim er synjað um hæli og dvalarleyfi á Íslandi. Þau þurfa að fara úr landi eins fljótt og auðið er. FréttAbLAðið/GVA Fólk sér eftirnafnið okkar og neitar okkur um þjónustu, húsnæði, skólavist fyrir börnin og við förum aftast í röðina á heilsugæslunni. Forsætisráðherra albaníu hefur meira að segja hvatt til mismununar gagnvart fólki tengdu kommúnistaflokknum og lögreglan aðstoðar okkur ekki. Það er engin leið að eiga eðlilegt líf í albaníu. aleka Telati viðSkipTi Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðar- son, sem eitt sinn áttu Skeljung, hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins. SNV Holding og Hedda eignar- haldsfélag ehf., sem eru bæði í eigu hjónanna, hafa aukið við eignarhlut sinn um 2,8 prósent á síðustu dögum og eiga nú 5,05 prósent í VÍS. Eigendur 5 prósenta hlutar í VÍS geta kallað eftir hluthafafundi í félaginu. Guðmundur segir þau munu sækjast eftir stjórnarmanni í stjórn VÍS á hlut- hafafundinum. „Við vorum að bæta við okkur hlut og höfum áhuga á að koma að stjórn félagsins,“ segir hann. Þá séu bara fjórir stjórnarmenn í VÍS en Steinar Þór Guðgeirsson lög- maður hætti í stjórninni í ágúst. „Það er alveg eðlilegt að það séu fimm í stjórn í svona stóru félagi,“ segir Guð- mundur. Talsverð hreyfing hefur verið á hlutabréfum á síðustu dögum. Kvika, sem áður hét MP banki, hefur aukið við eignarhlut sinn í VÍS um 4,4 prósent í þessum mánuði og á nú 6,2 prósent í félaginu. Auk þess kom fram í flöggunartil- kynningu til Kauphallar Íslands að Arion banki hefði selt 1,5 prósenta hlut í VÍS og ætti nú undir 5 prósenta hlut í félaginu. Yfirleitt er kosið um stjórn félaga á aðalfundi en síðasti aðalfundur VÍS fór fram þann 12. mars. Þá urðu breyt- ingar á stjórn VÍS í kjölfar þess að Hallbjörn Karlsson fjárfestir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar- formennsku í félaginu. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahags- ráðuneytinu, dró einnig framboð sitt til stjórnarsetu til baka. – ih Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS Sigrún ragna Ólafsdóttir hringdi VÍS inn í Kauphöllina árið 2013. Mikil hreyfing hefur verið á hlutabréfum í félaginu að undanförnu. FréttAbLAðið/VALLi 1 7 . o k T ó b e r 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.