Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Það hriktir í stoðum vinasambands Íslands og Bandaríkjanna. Í síðustu viku sendi Barack Obama okkur Íslendingum diplómatískan löðrung yfir Atl- antshafið. Nei, ég er ekki að tala um hótanir um refsiað- gerðir vegna hvalveiða Íslendinga. Ég er að tala um Leif Eiríksson. Barack Obama eignaði Leif heppna – okkar Leif – Norðmönnum! (Er einhver búinn að láta Sigmund Davíð vita?) Orð sín um Leif lét Obama falla á degi Leifs Eiríkssonar sem fagnað er 9. október í Bandaríkjunum ár hvert. Fréttum af deginum fylgdu þær skýringar að dagurinn væri hálfgerð hátíðarlufsa, dagur sem fáir vissu af og flestum stæði á sama um. Aðeins fjórum dögum síðar, þann 12. október, héldu Bandaríkjamenn upp á annan hátíðisdag, alvöru tyllidag með skrúðgöngum, blöðrum og fríi í vinnunni: Dag Kristófers Kólumbusar. Á Kólumbusardegi er fundi Ameríku árið 1492 fagnað. Dagurinn var gerður að opinberum frídegi árið 1937. Á þeim tíma voru siglingar norrænna manna til Ameríku að fornu einungis sögusagnir sem engar haldbærar sannanir fundust fyrir. Það má því fyrirgefa Bandaríkja- mönnum að hafa veitt Kólumbusi titilinn „gaurinn sem fann Ameríku“. En nú vitum við betur. Hvað var þetta Vínland? Árið 1926 ákvað ungur Norðmaður, Helge Ingstad, að nafni, að selja lögfræðiskrifstofuna sína, leggjast í ferða- lög og skrifa bækur um það sem bar fyrir augu. Einn dag- inn fékk Helge aðdáendabréf frá lesanda. Fyrsta skrefið var stigið. Senn yrði ein mesta ráðgáta þjóðveldisaldar leyst. Lesandinn hét Anne Stine Moe og þau Helge tóku að skiptast á bréfum. Þótt Anne Stine væri tuttugu árum yngri en Helge urðu þau skotin hvort í öðru. Anne Stine var fornleifafræðingur og þegar þau giftu sig árið 1941 urðu þau ekki aðeins hjón heldur líka samstarfsfélagar. Helge hafði lengi haft áhuga á Íslendingasögunum. Eiríks saga rauða var í sérstöku uppáhaldi, einkum frásögnin af Leifi, syni Eiríks, sem fann land vestan við Grænland sem hann kallaði Vínland. Helge Ingstad fékk Vínland á heilann. Gat verið að Vínland væri Norður- Ameríka? Margir létu sig dreyma um að sú væri raunin; að það sem stóð í Eiríks sögu rauða væri satt. En enginn gat sýnt fram á það. Dularfulla kortið Árið 1957 vöknuðu vonir um að sönnunin væri fundin. Heimsbyggðin stóð á öndinni. Ástæðan var landakort. Kortið var dularfullt. Það var teiknað á skinn og var sagt vera frá árinu 1440. Kortið fannst í Sviss en enginn vissi hvar það hafði verið niðurkomið öll árhundruðin áður en það fannst. Kortið var kallað Vínlandskortið. Í nafn- giftinni fólst ástæða þess að kortið var merkilegt: Á því mátti sjá Ameríku – en á kortinu var hún kölluð Vínland. Ef kortið var í alvörunni frá árinu 1440 þýddi það aðeins eitt: Evrópubúar vissu af Ameríku mörgum áratugum áður en Kólumbus átti að hafa fundið hana. En kortið hafði ekki fyrr verið afhjúpað en fræðimenn fóru að ríf- ast um hvort það væri ósvikið. Rannsóknir voru gerðar á blekinu sem kortið var teiknað með og þóttu þær benda til þess að það væri ekki frá 1440 heldur miklu yngra. Draumurinn um að hægt væri að sanna að Leifur heppni hefði fundið Ameríku var við það að verða að engu. En þá komu Helge og Anne Stine til bjargar. Helge var sannfærður um að Eiríks saga rauða væri sönn. Hann ferðaðist um strendur Nýfundnalands, Nova Scotia og Quebec fótgangandi, á bátum og með þyrlum í leit að sönnunargögnum. Árið 1960 benti hópur sjó- manna þeim Anne Stine á grasi vaxnar rústir á stað sem kallaðist L’Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundna- lands. Anne Stine hafði umsjón með að grafa upp forn- minjarnar. Tóftirnar voru íslenskar í útliti. Kólumbus var ekki fyrstur Evrópumanna til að finna Ameríku. Afturganga eða Sigmundur Davíð Á degi Kólumbusar síðastliðinn mánudag brá íbúum Detroit í Bandaríkjunum í brún er þeir gengu fram hjá ráð- húsi borgarinnar. Í höfði styttu af Kólumbusi var öxi. Ósagt skal látið hvort þar hafi verið á ferð afturganga Leifs Eiríks- sonar að krefjast vegtyllu sinnar – já, eða Sigmundur Davíð. Með öxi í höfðinu AÐVENTUFERÐ TIL KOBLENZ 10. TIL 13. DESEMBER 2015 Í desember eru flestar þýskar borgir baðaðar jólaljósum og einstök jólastemming svífur yfir vötnum. Í aðventuferðum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík er hægt að upplifa jólamarkaðsstemningu í Koblenz og Rüdesheim. Vegna fjölda umsókna, í aðventuferðir Orlofs- nefndar húsmæðra í Reykjavík, í ár var ákveðið að bæta við þriðju aðventuferðinni. Ferðin verður farin þann 10. til 13. desember 2015 til Koblenz eins og kemur fram hér að ofan. Bókun er hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar í síma 511-1515 Einnig er hægt að bóka hjá formanni orlofsnefndarinnar Huldu Ólafsdóttur sími: 896-0677 eða gjaldkera Hönnu Dóru Þórisdóttur sími: 867-8697 Innifalið: Flug, gisting í tvíbýli, morgun-og kvöldverður, allur akstur og íslensk fararstjórn. AÐVENTUFERÐ TIL KOBLENZ 10. - 13. DESEMBER 2015 Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. Ljóst er að þeir hópar sem þjófstörtuðu hafa fengið í sinn hlut mikinn pappírshagnað. Þegar þetta er skrifað er gengi Símans um 3,5 krónur á hlut. Samkvæmt því hefur ágústhópurinn fengið um fjörutíu prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína og hefur virði hlutarins í krónum aukist um rúmar 500 milljónir. Af umræðu á Alþingi og í samfélaginu að dæma mætti halda að óafsakanlegt sé að hleypa hópi fólks í hlut- hafahópinn á afslætti. Það geta hins vegar verið ríkar ástæður til að lokka tiltekna fjárfesta að borðinu. Í tilviki Símans hefði átt að vera nokkuð óumdeilt að fjár- festing stórs alþjóðlegs fjarskiptafyrirtækis eins og BT í Bretlandi eða skandinavíska risans Teliasonera hefði styrkt bæði ásýnd og innviði Símans og veitt aðgang að verðmætri sérþekkingu. Þetta voru einmitt rök Halldórs Bjarkars Lúðvígsson- ar hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion. Hann að sagði það myndi styrkja félagið og útboðið að fá „alþjóðlega fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa“. Við skoðun á hópnum sem keypti fimm prósentin kemur í ljós að þar kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars hollenski fjarskiptasérfræðingurinn Bertrand Kan sem hefur að baki reynslu í fjarskiptabransanum, en önnur erlend nöfn í hópnum virðast koma úr bæði fjarskipta- og bankageiranum. Hitt er óljósara hvers vegna nöfn Árna Haukssonar og viðskiptafélaga hans Hallbjörns Karlssonar og Sigur- björns Þorkelssonar blandast í málið. Hingað til hafa þeir fremur látið til sín taka í smásölu eða bankastarf- semi en fjarskiptarekstri. Hlutur þessara þriggja vegur þyngst í hópi þeirra sem fengu að kaupa í ágúst, og gerir lítið úr þeirri áherslu sem lögð var á erlendan vinkil í hópnum. Við einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar var sömuleiðis mikil áhersla lögð á aðkomu erlendra fjárfesta. Sú varð þó ekki raunin þótt mikið væri gert úr aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhauser að kaupum á Búnaðarbankanum. Frá þeim banka heyrðist síðan hvorki hósti né stuna. Ekki nema von að sporin hræði. Fólk getur haft skoðanir á því hvort þetta mannval réttlæti afsláttarkjör af Símahlutnum. Eitt er víst að stjórn Símans samþykkti þennan ráðahag, þar á meðal fulltrúar sem þar sitja í skjóli lífeyrissjóðanna. Vonandi lá þar að baki nákvæm skoðun á samsetn- ingu hluthafahópsins og málefnalegt mat á því sem þeir höfðu fram að færa. Íslenskur hlutabréfamarkaður þarf á slíkum vinnu- brögðum að halda. Erlend sérþekking? Fólk getur haft skoðanir á því hvort þetta mann­ val réttlæti afsláttarkjör af Símahlutn­ um. Eitt er víst að stjórn Símans samþykkti þennan ráðahag, þar á meðal fulltrúar, sem þar sitja í skjóli lífeyris­ sjóðanna. 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ðSKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.