Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 24
Verkið Petra er innblásið af ævi frú Petru Sveins-dóttur, steinasafnara og alþýðukonu frá Stöðvar-firði sem safnaði svo
mörgum steinum að úr varð stærsta
steinasafn í veröldinni í einkaeign,“
segir Hjalti Jón Sverrisson, einn
leikaranna í verkinu.
Verkið tekur til umfjöllunar minn-
ingar, fjölskyldusögur, listina og
steina. „Petra var langamma Péturs
Ármannssonar, æskuvinar míns,
en Pétur er leikstjóri verksins og
eiginkona hans, Brogan Davison, er
einnig í verkinu.“
Hjalti segir verkið hlýtt, frumlegt
og hlægilegt. „Verkið segir sögu af
sambandi ungs manns við langömmu
sína, sögu sem gefur áhorfandanum
tækifæri til að spegla og staðsetja sig
í sinni eigin fjölskyldusögu og eins
tengingu sinni við náttúruna.“
Hjalti vinnur á daginn í Laugarnes-
kirkju með börnum og unglingum
sem umsjónarmaður æskulýðs-
starfsins þar og sem tónlistarmaður,
meðal annars með hljómsveitunum
MIRI og Krika. „Þá er ég að klára
mastersnám í guðfræði við Háskóla
Íslands og því var þetta mjög óvænt
og krefjandi áskorun að vera beðinn
um að leika í þessu verki og hefur
teygt vel á þægindarammanum. Það
er nefnilega merkilega krefjandi að
leika sjálfan sig, en ég virðist þokka-
lega góður í því.“
Aðspurður segir Hjalti fátt eins
áhugavert og steina. „Annars var
það einmitt partur af áskoruninni
að gera steina og steinasafnið áhuga-
vert á sviði og eins líka reyndist það
áskorun að finna hvernig við gætum
fjallað um Petru, því hún var í eðli
sínu hógvær og safnaði alls ekki
öllum þessum steinum frægðarinnar
vegna heldur því það veitti henni
lífsfyllingu. En einmitt þar, í lífsfyll-
ingunni, er að finna það sem er svo
áhugavert og spennandi að takast á
við og reyna að galdra fram á sviðið.
Er ekki þessi lífsfylling einmitt það
sem við erum öll að leita að?“ segir
Hjalti að lokum.
Petra er sýnd í Tjarnarbíói 17. og
30. október.
Leikandi guðfræðingur í Petru
Verkið Petra fjallar um ævi steinasafnara og alþýðukonu frá Stöðvarfirði. Frumraun Hjalta Jóns á leiksviði.
Hjalti Jón Sverrisson, Pétur Ármannsson og Brogan Davisson leika í Petru. FréttaBlaðið/SteFÁn
AnnArs vAr þAð einmitt
pArtur Af áskoruninni
Að gerA steinA og
steinAsAfnið áhugA-
vert á sviði.
Ég er að hugsa um að taka nýjan vinkil
á lífið að einhverju leyti og slaka á. Þá
þarf spariguggan að taka yfir sjálfið en
hún þarf að baka fyrir afmæli eins af
uppáhaldsmönnunum í lífinu, sonarins.
marta maría Jónasdóttir, blaðamaður og
dómari í Ísland got talent
Frumburðurinn er að fara að keppa
æfingaleik með KR á móti Stjörnunni
og ég verð að vanda æst á hliðar-
línunni. Á sunnudaginn ætlar þessi
sami frumburður að stiga sín fyrstu
skref með barnakór Neskirkju svo þar
verður mamman einnig– ekki jafn æst
vonandi– á fremsta bekk samt.
þorsteinn Bachmann leikari
Ég er að leika tvær leiksýningar um
helgina, föstudags- og sunnudagskvöld.
Á laugardaginn er svo planið að skreppa
í badminton, lesa handrit og hafa það
náðugt með fjölskyldunni minni.
Um helgina, af hverju ekki að…
spAriguggAn tekur yfir
Lestu
Skuggasaga –
Arftakinn eftir
Ragnheiði Eyj-
ólfsdóttur. Bókin
hlaut Barna-
bókaverðlaunin í
vikunni en þetta
er bók fyrir fólk á
öllum aldri sem
kann að meta
furðusögur.
tvær sýningAr og BAd-
minton
fArðu
í fuglaskoðun
í Friðlandinu í
Vatnsmýri sem
hefst klukkan 15
að loknu mál-
þinginu Fuglar í
borg í Norræna
húsinu.
hLustAðu
á Agent Fresco
sem halda tón-
leika á Húrra í
kvöld. Uppselt
var á útgáfutón-
leikar sveitarinn-
ar í Hörpu um
mánaðamótin.
æst á hLiðArLÍnunni
álfrún pálsdóttir, ritstjóri glamour
horfðu
á fyrsta þáttinn af
Rétti á sunnu-
daginn á Stöð 2
klukkan 21.35.
1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r24 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ðhelgin