Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 34

Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 34
„Ég var ekki kaupfíkill þannig lagað en lét telja mér trú um að ég þyrfti alls konar drasl sem ég þurfti alls ekki. Lifði svona aðeins umfram efni eins og margir gera,“ segir Bryndís Eva Ásmundsdóttir. Hún skrifaði pistil á Kjarnann sem bar heitið Í neyslu þar sem hún lýsti því hvern- ig hún hefði einn daginn ákveðið að hætta að kaupa hluti sem hún þurfti alls ekki á að halda. Botninum náði hún þegar hún kom heim með tvo rándýra hönnunarpúða sem hún hafði alls ekki efni á. Þá fannst henni eins og rynni skyndilega af henni og firringin varð allt í einu augljós. Bryndís segist hafa farið að hugsa um þessa hluti þegar hún var að nema menningarfræði þar sem fjallað var um neysluvenjur og sóun. „Ég prófaði að kaupa mér ekki föt í hverjum mánuði, fara ekki alltaf í litun og klippingu. Ég prófaði að sleppa þessu og hinu sem ég hélt ég þyrfti á að halda og uppgötvaði að líf mitt varð betra en ekki verra.“ Í kjölfarið breyttist margt í heim- ilishaldinu. Fjölskyldan kaupir inn minna magn af mat og velt- ir meira fyrir sér hverju þau þurfa á að halda. „Áður opnuðu börnin oft ísskápinn og kveinuðu yfir að ekkert væri til og maður rauk til og keypti alls kyns óþarfa. Þegar nánar var að gáð var fullt til í skápunum. Það er gaman að prófa sig áfram í sambandi við mat, prófa að elda úr þessu „engu“ og útkoman verður oft stórskemmtileg.“ Í dag kaupir hún sér sjaldan föt. „Þá aðallega í Kolaportinu eða á mörkuðum. Við fjölskyldan erum líka farin að sam- nýta fataskápana okkar. Kærastinn minn gengur oft í fötum af mér og ég af dóttur minni eða öfugt. Ef það hellist yfir mig löngun í ný föt, eins og gerist auðvitað, þá getur líka verið gott að fara í heimsókn til systur minnar og fá eitthvað lánað hjá henni. Ég fer til útlanda og kaupi mér ekki neitt. Og það er bara ljóm- andi. Mér tekst alltaf að vera í fötum á daginn og lifa ágætis lífi,“ segir hún hlæjandi. Snyrtivörukaup hafa líka breyst. „Ég var að ræða þetta við kærastann minn og uppgötvaði að hann var að borga helmingi minna fyrir húð- vörur en ég. Ég ákvað að prófa að nota hans rakakrem og það er bara ljómandi fínt. Leikmaðurinn ég finn lítinn mun þó að það sé örugglega hægt að færa gríðarleg snyrtifræði- leg rök fyrir því. Snyrtivörubrans- inn gerir út á það að herja á konur, sannfæra þær um alls konar galla og misbresti en að sem betur fer sé til lausn á þessum tilbúnu göllum.“ Nú hugsar hún sig um í nokkra daga ef hana langar að kaupa sér eitthvað. „Við kaupum ekki allt strax. Hugsum um það í nokkra daga, oft langar mann ekkert í hlut- inn eftir nokkra daga. Þetta er oft svona skyndilöngun. Maður sann- færir sig um að maður þurfi þetta og hitt.“ Dró úr neyslu eftir púðakaup Fyrir mér snýst þetta um að einfalda líf mitt. Ég vildi ekki eyða svona miklum tíma í að þrífa og þurrka af. Ég vil bara geta slappað af heima, núna eru ekki endalaus verkefni sem bíða heima. Það var það sem mér fannst heillandi við þetta,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir. Hún stofn- aði Facebook-hópinn Áhugafólk um minimalískan lífstíl ásamt vinkonu sinni, Magneu Arnardóttur. Grunnhugmyndin er að hafa aðeins í lífi sínu það sem maður þarf og nýtur þess að hafa. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að tala um hvað við værum með alltof mikið af dóti í lífi okkar og fórum að spá í þessum hlutum. Við ákváðum svo að stofna þennan hóp,“ segir Þór- hildur. Hópurinn varð fljótt vinsæll og nú eru um 3.500 í hópnum. „Fólk er að skiptast á ráðum og segja frá hvernig það fór að eða leita ráða til þess að byrja.“ Minna drasl og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is meiri gleði Minimalískur lífsstíll nýtur æ meiri vinsælda en hann felur í sér að einfalda líf sitt með því að eiga bara hluti sem gefa lífi manns gildi. Minimalískur lífsstíll er að vera laus við óþarfa og hafa aðeins í lífi þínu það sem maður þarf á að halda og nýtur þess að eiga. Hins vegar eru engar reglur um hvað hver og einn eigi að eiga mikið af hverju heldur er það ólíkt eftir ein- staklingum. Lífsstíllinn snýst ekki um að eiga eins lítið og maður getur eða bara nauðsynjar. Hvernig á að koma sér af stað?· Byrjaðu hægt. Taktu eina skúffu eða skáp í einu. Hentu því sem er ónýtt og mun ekki nýtast öðrum og seldu eða gefðu hitt. Um hvað snýst þetta? · Hugsaðu með þér: „Nota ég þetta? Mun ég nota þetta?“ Ef svarið er nei, láttu þá hlutinn hverfa.· Farðu í gegnum fataskápinn. Flokkaðu eftir því hvað þú notar og hvað þú getur gefið.· Hugsaðu innkaupin öðruvísi. Stundum kemur yfir mann skyndi- löngun til þess að kaupa eitthvað. Farðu heim og hugsaðu í nokkra daga um hvort þú þurfir hlutinn eða langar í hann. Oft hverfur þá löngunin. Fleiri góð ráð er að finna inni á Facebook- hópnum Áhugafólk um minimalískan lífstíl. Þórhildur segir líf sitt vera tölu- vert einfaldara í dag eftir því sem hlutunum hefur fækkað. Hún segir misjafnt hversu hratt fólk fari af stað. „Sumir byrja smátt. Taka einn skáp í einu. Konmari- aðferðin er mjög vinsæl núna en hún er byggð á bók sem japönsk kona skrifaði. Hennar aðferð snýst um að taka einn flokk af hlutum í einu og setja í eina hrúgu. Til dæmis föt, flokka þau, henda þeim sem þú notar ekki og fara svo kannski og taka allar bækurnar. Mörgum finnst það virka mjög vel.“ Það er þó ekki svo að fólk hendi bara hlutunum. Yfirleitt er fólk að gefa hlutina, stundum til hjálpar- stofnana, og sumir selja þá. Þannig nýtast þeir öðrum.” Margrét Linda Erlingsdóttir, leiðtogi í skautsmiðju Ég nýt lífsins til fulls jafnt í leik og starfi 1 7 . ok tó b e r 2 0 1 5 L A U G A rD A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t tA b L Að i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.