Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 35

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 35
„Ég fann strax mikinn létti, ég var ekki lengur með pressuna á mér að þurfa að kaupa ný föt,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir sem ákvað í des- ember 2013 að fara í árs fatabindindi. Þá starfaði hún sem neytendablaða- maður og hafði mikið verið að velta fyrir sér minimalískum lífsstíl, hverju við þurfum raunverulega á að halda. „Ég var komin á kaf í þetta en á sama tíma var í mér ákveðið stjórn- leysi hvað varðaði það að kaupa föt, græjur og svona ýmislegt. Ég var síðan á þessum sama tíma að skoða jólakjól sem kostaði 30 þúsund og ég hafði ekki efni á. Samstarfsfélagi minn hafði farið í gegnum þetta ferli að einfalda líf sitt og spurði mig hvort ég þyrfti þennan kjól. Ég þurfti hann auðvitað ekki því ég átti nóg af fötum og ákvað þess vegna að prófa að fara í fatabindindi,“ segir hún. Skilyrðið var að kaupa engin föt í ár nema sokka, sokkabuxur og göngubuxur. Sokkana keypti hún, sokkabuxur að ári liðnu og buxurnar fékk hún í jólagjöf frá for- eldrum sínum. Auður segir það hafa verið lítið mál að halda út bindindið. Hún fór að nota fötin sem hún átti fyrir meira. Hún fékk líka gefins föt frá vinum og hélt stóran skiptifata- markað þar sem hún fékk nýjar flíkur. „Það komu yfir 100 manns með föt sem voru sett bara í hrúgu og fólk gat valið sér. Þar fékk ég sex kjóla, kápu og alls konar. Ég held ég hafi aldrei eignast jafn marga kjóla og á þessu ári.“ Auður segir það hafa haft lítil áhrif á sig að mega ekki kaupa ný föt. „Ég man ekki eftir að hafa langað í neitt nýtt allt árið. Ég fór til útlanda um sumarið og var bara að lesa blað meðan hinir fóru í HM. Það er líka svo galin hugmynd að þegar maður fer til útlanda þá þurfi maður alltaf að vera í HM. Eina sem ég fann fyrir er að undir lokin var mig farið að vanta ullarsokka. Ég var búin að stoppa í sum pörin tvisvar, þriðja skiptið hefði verið of mikið.“ Eftir að árið var liðið vissi Auður líka hvað hana raunverulega vant- aði í fataskápinn, ekki bara í hvað hana langaði. Í dag hugsar hún inn- kaupin öðruvísi. „Núna kaupi ég það sem mig vantar. Ég kaupi mér alveg enn þá föt en það er öðruvísi núna. Svo er líka gott ráð að taka til í fataskápnum áður en maður kaupir sér eitthvað því maður finnur oft eitthvað þar.“ Í kjölfar fatabindindisins fór hún líka að taka til á heimilinu og losa sig við hluti sem hún hafði sankað að sér. „Ég er svona safnari í mér, átti rosalega mikið af hlutum. Ég seldi fullt af dóti og gaf rest. Ég finn það núna að með þessu báðu þá er ég líka hætt að tengjast hlutum svona mikið tilfinningalega. Það verður oft þannig að þegar maður tengist hlut- unum tilfinningalega þá fer hlutur- inn að eiga mann en ekki öfugt.“ Keypti ekki föt í heilt ár Auður fór í árs fatabindindi og segir það hafa verið lítið mál. Hún eignaðist nýjar flíkur á skiptifatamörkuðum og tvær þeirra má sjá á bak við hana. FréttAblAðið/GVA Áður opnuðu börnin oft ísskÁpinn og kveinuðu yfir að ekkert væri til og maður rauk til og keypti alls kyns óþarfa. þegar nÁnar var að gÁð var fullt til í skÁpunum. Bryndís Eva Ásmundsdóttir bryndís fyrir framan púðana góðu sem urðu til þess að hún fór að skoða neyslu- hegðun sína á allt annan hátt. FréttAblAðið/GVA Í kjölfar nýrra kjarasamninga hjá Fjarðaáli skapast tækifæri til að taka upp nýtt vaktakerfi. Frá 1. mars 2016 verður unnið á 8 tíma vöktum í álveri Alcoa Fjarðaáls í stað 12 tíma vakta áður. Þannig minnkum við vinnuálag og auðveldum starfsmönnum að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við breytinguna fjölgar starfsfólki í framleiðslu og viðhaldi og vaktahópur bætist við. Því viljum við ráða öflugt fólk til starfa á skemmtilegum og fjölskyldu- vænum vinnustað. Alcoa Fjarðaál hefur stöðugar umbætur að leiðarljósi. Umhverfi, heilsa og öryggi eru forgangsmál. Mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði, teymisvinnu, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið. Þannig tryggjum við að framúrskarandi rekstrarárangur og eftirsóknarvert starfsumhverfi fari ávallt saman. Fyrir samfélagið og komandi kynslóðir. 8 tíma vaktir — breyting til batnaðar h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 35l A U g A R D A g U R 1 7 . o k T ó B e R 2 0 1 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.