Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 59
Leiðtogar í Arion banka
Útibússtjóri – Hveragerði
Meginhlutverk útibússtjóra er að vinna í samræmi við stefnu og
markmið Arion banka hverju sinni í nánu samstarfi við svæðis-
stjóra Suðurlands.
Helstu verkefni
· Dagleg stjórnun útibúsins og ábyrgð á rekstri þess og lánamálum
· Ábyrgð á markaðssókn bankans á markaðssvæði útibúsins
· Styrkja og efla tengsl við viðskiptavini bankans
· Ábyrgð á því að í útibúinu starfi sterk liðsheild sem starfi
samkvæmt markmiðum og stefnu bankans hverju sinni
Hæfniskröfur
· Framúrskarandi leiðtoga - og samskiptafærni
· Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun
· Reynsla af starfi í banka æskileg
· Reynsla af stjórnun og/eða rekstri
· Lausnamiðuð hugsun, drifkraftur og jákvæðni
Nánari upplýsingar um störfin veitir Íris Guðrún Ragnarsdóttir,
mannauðsstjóri Viðskiptabankasviðs, sími 444 6064,
netfang iris.ragnarsdottir@arionbanki.is.
Sótt er um störfin á vefsíðu bankans, www.arionbanki.is
Útibússtjóri – Fjallabyggð
Meginhlutverk útibússtjóra er að vinna í samræmi við stefnu og
markmið Arion banka hverju sinni í nánu samstarfi við svæðis-
stjóra Norður- og Austurlands.
Helstu verkefni
· Dagleg stjórnun útibúa og ábyrgð á rekstri þeirra og lánamálum
· Ábyrgð á markaðssókn bankans á markaðssvæði útibúa
· Styrkja og efla tengsl við viðskiptavini bankans
· Ábyrgð á því að í útibúunum starfi sterk liðsheild sem starfi
samkvæmt markmiðum og stefnu bankans hverju sinni
Hæfniskröfur
· Framúrskarandi leiðtoga - og samskiptafærni
· Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun
· Reynsla af starfi í banka æskileg
· Reynsla af stjórnun og/eða rekstri
· Lausnamiðuð hugsun, drifkraftur og jákvæðni
Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2015. Fullum
trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Arion banki leitar að öflugum leiðtogum í störf útibússtjóra
í Hveragerði og Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður)
Ef þú vilt vinna í árangursdrifnu umhverfi þar sem megináherslan er á viðskiptavinasambandið gætir þú átt
heima í okkar frábæra liði. Við leitum að aðilum sem hafa ástríðu fyrir fólki, framúrskarandi samskipta-
hæfileika og metnað til að láta góða hluti gerast.
Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Samskipti og tengsl starfsfólks og viðskiptavina er kjarni starfseminnar. Allt sem við gerum tekur mið af
því – þannig látum við góða hluti gerast. Við leggjum mikið upp úr fagmennsku, jákvæðum starfsanda og að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi. Arion
banki leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa og hlaut nýverið Jafnlaunavottun VR.