Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 72

Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 72
| ATVINNA | 17. október 2015 LAUGARDAGUR24 Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júlí 2015 breytingu á aðalskipulagi sveitar- félagsins 2012-2030. Aðalskipulagsbreyting Hof Öræfum Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2012-2030 felur í sér að; Stækka a.vinnusvæði, um 15 ha. svæði fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir að afmarka íbúðarsvæði norðan Hringvegar ofan við félagsheimilið Hofgarð, um 7 ha. að stærð. Breytingartillagan er ekki matsskyld og því ekki háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Hins vegar verður gerð almenn grein fyrir helstu umhverfisáhrifum breytingar- tillögu á umhverfið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið óskaði eftir því að landbúnaðarráðherra staðfesti breytingu á landnotkun að Hofi. Staðfesting frá ráðherra barst sveitarfélaginu 14. október þar sem hann heimilar breytingu á landnotkun á tveimur landspildum A og B að Hofi Öræfum. Deiliskipulag Hof Öræfum Bæjarstjórn samþykkti tillögu að nýju deiliskipulagi á fundi sínum 3. september 2015. Markmið með gerð deiliskipulagsins eru fyrirhugaðar framkvæmdir á uppbyggingu mannvirkja í tengslum við landbúnaðarstarfsemi og auka ferðaþjónustu á jörðinni. Skipulagssvæðið skiptist í tvö meginsvæði A og B þar sem byggja á upp á áður óbyggðu landi. Að auki er fyrirhuguð stækkun og endurnýjun íbúðar og útihúsa við Hof. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030. Aðalskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar hjá Skipulagstofnun. Aðal-og deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verða einnig til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnar- braut 27, 270 Höfn frá 16. október til 28. nóvember 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins wwww/hornafjordur.is/ stjórnsýsla – skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðal- og deili- skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. nóvember 2015 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingafulltrúi Útboð – Matur Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir mötuneyti eldri borgara við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendan mat. Samningstími er fjögur ár auk ákvæða um framlengingu. Útboðsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 11:00 þann 10. nóvember 2015, í Þjónustuver Hafnarfjarðar, við Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði. Spennandi tækifæri í Kringlunni Rótgróin og glæsileg verslun á besta stað í Kringlunni til sölu Einfaldur og góður rekstur. Góð viðskiptasambönd, þekkt merki og eigin innflutningur að mestu en gott rými til að bæta nýjum merkjum eða vörulínu við. Verslunin sérhæfir sig í sölu á töskum, fylgihlutum og kvenfatnaði en einnig tilvalið fyrir þá sem vilja koma á framfæri öðrum vörum eða nýjum hugmyndum. Jólin eru handan við hornið og því spennandi og góðir tímar framundan Þægileg og auðveld kaup Áhugasamir geta óskað eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á; kringlanverslun@gmail.com Útboð SR2-01 Eskifjörður 132 kV jarðstrengir Jarðvinna og lagning Landsnet óskar eftir tilboðum í verk sem lýst er í útboðsgögnum SR2-01. Verkið felur í sér jarðvinnu og lagningu 132 kV háspennustrengja, sem samanstanda af þremur einleiðurum. Annars vegar um að ræða um 1200 m leið frá tengivirki á Eskifirði að endastæðu sunnan Eskifjarðar og hins vegar um 270 m leið frá sama tengivirki að endastæðu norðan Eskifjarðar. Helstu magntölur eru: Aðkomuleiðir 900 m Gröftur, söndun og yfirfylling 1.470 m Losun klappar 150 m Útdráttur strengs og ljósleiðara í skurð og rör 1.470 m Ídráttarrör 510 m Frágangur yfirborðs 1.470 m Strengleiðin þverar m.a. lagnir, skurði og vegi, ásamt Eskifjarðará. Útlögn og frágangi strengja skal lokið 20. desember 2015 og yfirborðsfrágangi 31. maí 2016. Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 14. október 2015. Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík fyrir kl. 10:00 föstudaginn 30. október 2015 þar sem þau verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð GRU-02 Tengivirki Grundarfirði, jarðvinna Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna tengivirkis í Grundarfirði. Verkið felur í sér gerð aðkomuvegs að fyrirhuguðu tengivirki auk jarðvinnu undir steyptar undirstöður og bílaplan. Tengivirkið verður staðsett á Lambakróarholti við Grundarfjörð. Helstu verkliðir eru: • Gröftur fyrir aðkomuvegi, húsgrunni og bílaplani • Losun á föstum jarðlögum í húsgrunni, bílaplani og aðkomuvegi • Vegfylling auk fyllingar undir sökkla og bílaplan • Yfirborðsfrágangur aðkomuvegs Verkinu skal að fullu lokið 29. mars 2016. Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Lands- nets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, frá og með mánudeginum 19. október 2015. Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, fyrir kl. 10:30 föstudaginn 30. október 2015, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála. Fjallabyggð óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa. Megin viðfangsefnið er fræðslu- frístunda- og menningarmál, stefnumörkun í kynningar- og markaðsmálum, upplýsinga- og almannatengslum sem og á sviði ferða- og atvinnumála. Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun á sviði menntamála og stjórnsýslu. Reynsla og góð kunnátta í stjórnsýslulegri meðferð mála er æskileg. Lögð er áhersla á að viðkomandi búi yfir þekkingu og hæfni í stefnumótun og þróun, fjármálum og áætlanagerð, stjórnun starfsmanna og umsjón með verkefnum. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, leiðtogahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir kostir. Næsti yfirmaður deildarstjóra er bæjarstjóri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitar- félaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði 580, eigi síðar en mánudaginn 2. nóvember 2015. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningar- bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þór Ólafsson, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála, netfang olafur@fjallabyggd.is sími 464 -9100 eða Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, netfang gunnarb@fjallabyggd.is Húsvörður Húsfélagið að Boðagranda 7 í Reykjavík vill ráða húsvörð, í húsinu eru 60 íbúðir. Verkefni húsvarðar eru: • Þrif á sameign • Almenn umhirða húss, lóða og bílastæða. • Auk almenns viðhalds og endurbóta. Húsvörður þarf að vera laghentur og útsjónarsamur og skal hafa auga fyrir því sem betur má fara. Gert er ráð fyrir að kalla megi húsvörð til þegar nauðsyn krefur utan vinnutíma. Hluti af kjörum húsvarðar er afnot af húsvarðaríbúð. Lögð er áhersla að húsvörður sé jákvæður að eðlisfari og jákvæður í samskiptum. Starfshlutfall er 50% Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælum berist til: Blokkir.is, Álfabakka 12, 109 Reykjavík Umsóknafrestur er til og með 2. nóvember 2015 Leitum að frábærum starfsmanni til útkeyrslu og sölustarfa. Þarf að vera þægilegur í samskiptum og samviskusamur. Þarf að geta byrjað fljótlega. Vinsamlega sendið umsóknir á: core@core.is Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is Vanur kranamaður óskast sem fyrst MótX óskar eftir því að ráða vanan kranamann til starfa sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Hægt er að senda inn umsókn á tölvupóstfangið motx@motx.is eða hafa samband við Þröst í síma 696-4644
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.