Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 106

Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 106
ALLAR HELGAR 365.is Sími 1817 Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum á Stöð 2. HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ Brandarahornið Baldur Tumi, hvernig bókum hefur þú mest gaman af? Bók- unum um spæjarastofu Lalla og Maju sem ég á á sænsku af því að ég átti einu sinni heima í Svíþjóð. Svo finnst mér bókin Nesti og nýir skór skemmtileg, ég var að fá hana að gjöf frá Ibby, eins og öll önnur sex ára börn á Íslandi. Til dæmis finnst mér sagan um tröllskessurnar Fóu og Fóu feykirófu skemmti- leg og saga um stelpu sem hélt að tunglið væri að elta sig, mér finnst það svolítið skrýtið. Það er líka vísa þar um einn ótrú- lega óþekkan strák sem heitir Gutti. Er einhver sérstök söguper- sóna í uppáhaldi í Nesti og nýir skór? Gamli kóngurinn í sögunni um Áslaugu í hörpunni af því að hann er svo flottur á myndinni. Í hvernig ævintýri myndir þú vilja lenda ef þú værir í sögu? Ég myndi vilja að ég breyttist í uglu. Hver eru helstu áhugamál þín önnur en bækur? Klifra, föndra, leira, skrifa og búa til skapalón og nota þau svo til að teikna á annað blað. Í hvaða skóla ertu og hvað finnst þér skemmtilegast að gera þar? Ég er í Vesturbæjar- skóla og mér finnst skemmti- legast að gera renning. Þá á maður að halda endalaust áfram að skrifa tölur. En þegar þú ert ekki í skól- anum? Vera heima að gera heimavinnu. Hvaða dýrum hefur þú mest gaman af? Mér finnst uglur vera rosa skemmtilegar og mör- gæsir. Ég á ekki gæludýr en mig langar í páfagauk. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegt að horfa á trjágrein í langan tíma. Ef ég væri í ævintýri vildi ég breytast í uglu Baldur Tumi Einarsson er sex ára og á heima í Vestur- bænum í Reykjavík. Hann er dálítill bókaormur og honum finnst líka skemmtilegt að klifra, föndra og leira. Það verður teflt af kappi í Rimaskóla í Grafarvogi nú um helgina því þar taka hátt í hundrað krakkar þátt í Íslands- móti ungmenna 2015. Mótið byrjar í dag. Þar er teflt um tíu Íslandsmeistaratitla. Strákar og stelpur tefla saman í fimm aldursflokkum. Átta ára og yngri krakkar eru í yngsta hópn- um, þar er umhugsunartími í hverjum leik sjö mínútur. Fimmtán til sextán ára eru í elsta hópnum, hámarksum- hugsunartími hjá þeim er fimmtán mínútur í hverjum leik. Þegar að krýningu Íslandsmeistar- anna kemur verða það efsti strákur og efsta stelpa í hverjum flokki sem hljóta þá titla. Sigurvegari í flokki níu til tíu ára tryggir sér sæti á Norðurlanda- mótinu í skák sem fer fram í febrúar 2016 í Svíþjóð. Sigurvegarar í elstu flokkunum þremur tryggja sér sæti á Unglinga- meistaramóti Íslands. Auk titlanna eru glæsilegir vinningar í boði á Íslandsmótinu og happdrætti verður að því loknu. Skák og mát í Rimaskóla um helgina Baldur Tumi er alsæll með nýju bókina sína. FréTTaBlaðið/Vilhelm Bragi Halldórsson 170 „Er þetta ekki talnavölundarhúsið þar sem við eigum að byrja á bláu tölunni neðst og með því að fylgja bara sléttum tölum lárétt og lóðrétt en ekki á ská, finna leið upp á topp teningsins, bláu tölunnar átta?,“ spurði Kata. „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Við eigum að fylgja sléttu tölunum 2, 4, 6, og 8.“ „Mig minnti það,“ sagði Kata. „Mér gekk nú ekkert of vel síðast þegar við glímdum við svona þraut en nú skal það ganga betur,“ sagði hún ákveðin og keppnisskapið leyndi sér ekki. Getur þú fundið leiðina í gegnum teninginn með því að fylgja sléttu tölunum lárétt og lóðrétt? 8 6 2 5 3 7 8 6 2 5 7 9 2 5 2 4 1 8 4 3 7 8 3 2 6 8 5 6 4 2 5 4 2 6 7 6 5 4 8 1 7 4 5 9 3 8 2 4 2 5 2 2 6 5 2 3 6 3 5 6 3 4 2 3 5 1 2 6 4 2 8 4 4 6 4 2 5 2 9 1 3 6 2 9 7 6 7 3 1 3 7 3 2 8 7 8 5 8 9 4 8 4 2 5 4 3 9 2 6 8 5 2 1 3 6 8 6 4 2 6 2 1 6 4 3 7 3 2 8 2 7 2 2 6 4 7 8 6 8 4 5 1 5 6 „Palli, þú ættir að þvo þér í framan. Það sést á andlitinu á þér hvað þú varst að borða í hádeginu.“ „Jæja, og hvað borðaði ég í hádeginu?“ „Spagettí.“ „Nei, það var í gær.“ Ferðamaðurinn: „Er húsið þarna sumarbústaður?“ Bóndinn: „Já, ef einhver vill leigja það. Annars verður það svínahús áfram.“ „Ég vil ekki segja að maðurinn minn sé grindhoraður en þegar hann fór með dóttur okkar niður að Tjörn á laugardaginn hentu endurnar brauði til hans.“ Spurt í strætó: „Bílstjóri! Stoppar þessi vagn við höfnina?“ „Ja, ef hann gerir það ekki verður aldeilis gusugangur.“ Nú er eins gott að vanda sig, gæti þessi ungi maður verið að hugsa. 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r50 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.