Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 110
Listamennirnir Baldur Geir Bragason og Habby Osk eru að leggja lokahönd á frágang listaverka, hvort í sínum sal á efri hæð Gerðar-
safns í Kópavogi þegar Fréttablaðs-
fólk stormar inn. Kristín Dagmar
Jóhannesdóttir, stjórnandi safnsins,
kemur hlaupandi upp stigann af neðri
hæðinni, heilsar og útskýrir hvað er
að gerast. „Við erum að opna sýning-
una Skúlptúr Skúlptúr og vísum þar
í sýningu með samtíma höggmynda-
list sem haldin var á Kjarvalsstöðum
1994, sama ár og Gerðarsafn var
opnað til heiðurs Gerði Helgadóttur
myndhöggvara (1928-1975).“
Kristín Dagmar tók við sem list-
rænn stjórnandi Gerðarsafns á
síðasta ári. „Ég vil vera trú upp-
runa safnsins og draga fram sér-
stöðu þess en líka tengja það sam-
tíma okkar,“ segir hún. „Baldur og
Habby Osk fengu það hlutverk að
fjalla um hugmyndina um skúlp-
túrinn, hvernig hann er í dag.
Bæði eru þau listamenn sem vinna
með höndunum en sitja ekki bara
við tölvu og framkvæma svo eitt-
hvað sem þau hafa ákveðið þar.
Það er mikil natni í handverki
þeirra, þó svo virðist kannski ekki,
fljótt á litið. Þau eru bæði að glíma
við söguna og eðli skúlptúrsins sem
er að hann er yfirleitt umfangs-
mikill og tekur sitt pláss. Oft vaknar
spurningin hjá listamönnum þegar
sýningu lýkur: Hvað á ég að gera við
þetta?“
Á síðustu sýningu var hér verk með sjÁlflýsandi
þörungum. þÁ komu krakkar hingað og skoðuðu
listaverkið og fóru svo inn í nÁttúrufræðistofuna og
fengu að heyra fróðleik um þörunga. þessu ætlum við að
gera meira af í vetur.
A ð a l f u n d u r H l a ð v a r p a n s e h f . ,
menningar- og styrktarsjóðs kvenna,
verður haldinn á Hallveigarstöðum,
Túngötu 14, 2. hæð, fimmtudaginn
29. október 2015, klukkan 17.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Slit félagsins samkvæmt 24. gr.
samþykkta fyrir Hlaðvarpann ehf.
3. Kosning skilanefndar vegna slita á félaginu
skv. ákvæðum laga um einkahlutafélög
nr. 138/1994.
Þær sem hlut eiga í Hlaðvarpanum eru hvattar til
að nýta rétt sinn til að mæta á fundinn og kynna
sér starfsemi sjóðsins.
Stjórnin
Leikhús
Vegbúar
HHHHH
eftir Kristján Kristjánsson og Jón
Gunnar Þórðarson
Flytjandi: Kristján Kristjánsson
Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson
Leikmynd og búningar: Móeiður Helga-
dóttir
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson
Tónlist og útsetningar: KK
Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson
Myndvinnsla: Roland Hamilton
Fyrst var þögn og síðan tónn, þögnin
tók aftur við en tónninn stelur allt-
af augnablikinu og gæðir það lífi.
Tónlistar maðurinn Kristján Kristjáns-
son, eða KK eins og flestir þekkja hann,
flytur sín þekktustu lög í bland við töku-
lög í Vegbúar sem frumsýnd var síðast-
liðinn fimmtudag í Borgarleikhúsinu.
KK og Jón Gunnar Þórðarson, sem
bæði leikstýrir og kemur að handritinu,
skoða líf tónlistarmannsins út frá sam-
bandi hans við þá gítara sem honum
hafa áskotnast í gegnum tíðina. Hann
rekur sögu sína frá barnæsku þegar
hann fékk sinn fyrsta gítar, sem að hans
sögn bjargaði lífi hans, og hvernig þessi
hljóðfæri endurspegla þróun hans sem
tónlistarmanns og manneskju.
Hann talar einnig um áhrifavalda í
lífi sínu; drengi sem missa föður sinn
og jafnvel móður á unga aldri og vaxa
úr grasi og verða tónlistarmenn. Robert
Johnson sem seldi sálu sína djöfl-
inum til að geta spilað á gítar eins og
engill. Sister Rosetta Tharpe sem hafði
ómælan leg áhrif á tónlist tuttugustu
aldarinnar þó að fáir viti endilega hver
hún var. John Lennon og Paul McCart-
ney sem umbyltu hinum vestræna
menningarheimi og Victor Jara sem
umbylti hinum suðræna.
KK hefur þann einstaka hæfileika
að fylla þögnina með nærveru sinni,
afslappaðri framkomu og einlægni. En
KK gleymir sér ekki í sögum af sjálfum
sér heldur endurvarpar boðskap þessa
tónlistarfólks um mannkærleik og
frið. Eftir hlé þyngist leikurinn töluvert
þegar frekari áhersla er lögð á hin ýmsu
áföll sem KK hefur gengið í gegnum en
ávallt er stutt í húmorinn.
Sviðsetningin er kannski fábrotin en
virkilega áhrifarík í einfaldleika sínum.
Móeiður Helgadóttir sér bæði um
búninga og leikmynd. Henni ferst það
verkefni vel úr hendi og er öll umgjörð
lágstemmd líkt og KK sjálfur. Einnig er
lýsing Magnúsar Helga Kristjánssonar
falleg, sérstaklega notkun hans á ljós-
kösturunum, og myndvinnsla Roland
Hamilton góð án þess að vera yfir-
þyrmandi.
Aftur á móti verður að undirstrika
þá staðreynd að Vegbúar er ekki leik-
sýning heldur frekar sviðsetning á frá-
sögnum KK, ekki ósvipað þeirri list sem
söngvaskáld stunda. Grunnhugmynd
handritsins er góð en framsetningin
heldur óöguð og frekar endaslepp þar
sem frásögn KK endar mjög snögglega
um miðbik tíunda áratugarins.
En tónlistin og flutningur KK var
óneitanlega áhrifamikill og stundum
virkilega hjartnæmur. Ekki var þurrt
auga í húsinu þegar KK söng óðinn til
látinnar systur sinnar „When I Think
of Angels“ og greinilegt var að áhorf-
endur voru vel með á nótunum. KK er
tónlistarmaður sem hefur snert hjarta-
strengi ótal margra á sínum langa ferli
og Vegbúar er enn ein skrautfjöðrin í
hans hatt. Sigríður Jónsdóttir
Niðurstaða Magnaðir tónleikar sem
hefðu þurft markvissara handrit.
Þögnin og tónninn sem bjargar lífi
Vil vera trú
uppruna safnsins
og tengja það
samtímanum
í gerðarsafni í kópavogi verða tvær einka-
sýningar opnaðar í dag undir heitinu skúlp-
túr skúlptúr og veitingastaðurinn garð-
skálinn tekur til starfa. kristín dagmar
jóhannesdóttir er listrænn stjórnandi í hús-
inu og hún vill draga fram sérkenni safnsins.
„Ég hef gaman af að skoða eitthvað sem ég þekki ekki og gera eitthvað úr því,“
segir Kristín Dagmar. FrÉTTabLaðið/GVa
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
„Við ætlum líka að sýna heim-
ildarmynd um Gerði Helgadóttur,
hún fór til Flórens og lærði þar að
höggva í stein og móta í leir á klass-
ískan máta. En þegar hún síðan fór
til Parísar breytti hún algerlega um
efni og efnistök. Þá fór hún að gera
járnskúlptúrana sem hún varð síðan
þekkt fyrir.“
Nú trítlum við niður stigann,
þar er Ægir Friðriksson að undir-
búa opnun veitingastaðarins Garð-
skálans. Kaffihúsið hefur ekki verið í
notkun síðustu þrjú ár. „Fólki finnst
alltaf gaman að koma á sýningar og
tylla sér niður í kaffi, eða fá sér létt-
an málsverð í hádeginu og kíkja á
sýningar í leiðinni.“ „Hér verður
gott kaffi og gott brauð,“ segir Ægir
brosandi.
Þegar hugað er að því sem fram
undan er kveðst Kristín ætla að
bjóða fleiri samtímalistamönnum
að sýna en líka kafa í safnkostinn og
gefa fólki kost á að fylgjast með for-
verði meta ástand verka þar. Einnig
að auka tengslin milli þeirra ágætu
menningarstofnana sem starfa í
miklu návígi í Kópavogi; listasafns-
ins, bókasafnsins, náttúrufræðistof-
unnar, tónlistarhússins og tónlistar-
safnsins. „Á síðustu sýningu var hér
verk með sjálflýsandi þörungum. Þá
komu krakkar hingað og skoðuðu
listaverkið og fóru svo inn í náttúru-
fræðistofuna og fengu að heyra fróð-
leik um þörunga. Þessu ætlum við
að gera meira af í vetur.“
Kristín lærði samtímalistfræði
í Skotlandi og er safnaheiminum
á Íslandi kunnug eftir störf bæði
við Listasafn Reykjavíkur og Lista-
safn Íslands. Hún hefur líka unnið
í sjálfstæðum verkefnum sem
sýningarstjóri og ritstýrt bók með
ljósmyndaverkum Sigurðar Guð-
mundssonar. Spurð um menn-
ingarlegt uppeldi hlær hún við og
kveðst aðallega hafa verið dregin
á fótboltaleiki sem barn. „En ég
hafði gaman af að teikna og það er
mikil handavinna iðkuð í fjölskyldu
minni. Ég hef gaman af að skoða
eitthvað sem ég þekki ekki og gera
eitthvað úr því.“
Kristín getur þess að sýningin
Skúlptúr Skúlptúr verði opnuð
klukkan 15 í dag, laugardag, og
standi fram í byrjun janúar en að
ári verði önnur opnuð undir sama
nafni.
1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L au G arDaG u r54 M e N N i N G ∙ F r É t ta b L að i ðmenning