Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 112

Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 112
Í ár eru liðin 30 ár frá því Phil­harmonia Orchestra, undir stjórn Vlad imirs Ashkenazy, hélt tón­ leika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Ári fyrr hafði Philharm­ onia verið fyrsta breska sinfóníu­ hljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardals­ höll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti þannig verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljóm­ sveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Einleikari á tónleikunum í Hörpu verður hinn rússneski píanósnill­ ingur Daniil Trifonov en tékkneski stjórnandinn Jakub Hrůša halda um tónsprotann og hann segir það mikið tilhlökkunarefni að koma til Íslands. „Ég satt best að segja get ekki beðið. Ég þekki marga sem hafa komið til Íslands og öllum ber saman um að það sé einstaklega fal­ legt land svo ég er mjög spenntur. En einu eiginlegu tengslin sem ég hef við Ísland eru í raun í gegnum Vlad­ imir Ashkenazy, ég aðstoðaði hann þegar hann var að stjórna Tékknesku fílharmóníusveitinni, og hann sagði mér að hann hefði búið á Íslandi og talaði alltaf mjög vel um bæði land og þjóð.“ Heillaður af Daniil Jakub Hrůša segir að það sem hafi dregið hann að þessu verkefni sé fyrst og fremst afar frjótt og ánægju­ legt samstarf sem hann hafi átt við Philharmonia Orchestra. „Þeir buðu mér að taka þátt í þessu skemmti­ lega verkefni og ég hikaði ekki eitt andartak. Var strax mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Málið er að bæði fyrsta og síðasta En það sEm Er mér dýrmæt- ast við það sEm ég gEri Er að í því fElst í sEnn fjöl- brEytni og stöðuglEiki. Þetta er einfaldlega húsið sem allir eru að tala um Á sunnudags- og mánudagskvöldið verða tónleikar í Hörpu með Philharmonia orchestra en fyrir 30 árum átti stuðningur hljómsveitarinnar stóran þátt í að ráðist var í að byggja tónlistarhús á íslandi. Bækur LAuSNIN HHHHH Höfundur: Eva Magnúsdóttir Mál og menning Ísafoldarprentsmiðja 335 bls. Kápumynd: Eyþór Páll Eyþórsson Kápuhönnun: Ingibjörg Sigurðardóttir Lísa er óhamingjusöm. Hún er nýskilin og finnur enga gleði í fal­ lega heimilinu sínu, eftirsóknarverða starfinu eða öllum fallegu fylgihlut­ unum. Vinir hennar eru allir meira eða minna á kafi í sjálfum sér og hún er einmana. Hún er löngu búin að lesa allar sjálfshjálparbækurnar, fara í hugrænu atferlismeðferðina og er meira að segja hætt að nenna að fara út að skemmta sér heldur situr ein heima með tölvuna í fanginu og horfir á sjónvarpsþætti sem skilja ekkert eftir sig. Og þá sér hún aug­ lýsingu þar sem fyrirtækið Lausnin býður þeim sem eru búnir að prófa allt til að finna hamingjuna eitt tæki­ færi í viðbót … Við fylgjumst með leit Lísu að hamingjunni sem hún man aldrei eftir að hafa upplifað, hvernig hún smám saman missir tök á lífi sínu og fær annað sjónarhorn á það sem hún hefur fram að því ekki talið til lífs­ gæða. Höfuðborgarsvæðið birtist í sögunni í takt við líðan Lísu og einn­ ig er sagan krydduð raunverulegum persónum og atburðum úr nánasta samtíma sem gera sögusviðið trú­ verðugt þótt hún gæti í raun gerst hvar sem er í heiminum. Þetta er fyrsta bók höfundar og skemmtilega skrifuð og söguþráðurinn heldur les­ andanum við efnið. Glettnislegar sögur um lífsreynslu og lífssýn ungra kvenna í stórborgum sem leita hamingjunnar í frum­ skógi neysluhyggju og sjálfsefa eru stundum sett­ ar undir tegundaheitið „stelpubækur“ („chick lit“). Þessi bók passar ágætlega undir þann hatt og mörg stílein­ kenni slíkra bóka ýkt á meðvitaðan hátt. Grín­ ið er ekki langt undan og aðalpersónan er ósköp ágæt þótt hún geti verið pirrandi og sjálfhverf í leit sinni að óskilgreindri en stjórnar­ skrárvarinni hamingjunni. Höf­ undur hefur gott vald á stíl stelpu­ bókanna og persónusköpun, enda minnir Lísa um nokkuð á Carrie Bradshaw í Beðmál í borginni og hina seinheppnu en krúttlegu Brid­ get Jones. Ýmsum er uppsigað við bókmenntategundarheitið stelpu­ bækur og finnst það smætta tilraunir ungra kvenna til að tjá upplifun sína af lífinu og þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra. Gallinn við margar þeirra bóka sem eru skrifaðar inn í þessa bókmenntategund er hins vegar sá að þær eru oftar en ekki einmitt lýsingar á því hvernig svona stelpur/konur eiga að vilja vera, frekar en hvernig þær raunverulega eru. Lýsingarnar á lífi þeirra eru fjarri þeim sögum sem ungar konur segja af sér í raunveruleikanum, hvort sem er í fjölmiðlum eða netinu, heldur eiga meira sameiginlegt með ævin­ týrum úr tvívíðum tískublaðaheimi. Sá nöturlegi raun­ veruleiki sem Lísa horfist í augu við um skamma hríð í bókinni veltir upp ýmsum miður falleg­ um flötum á samfé­ laginu sem við búum í, en þeim spurning­ um sem vakna hjá lesandanum og ættu að vakna hjá aðalsögu­ hetjunni er snyrtilega ýtt burtu í lokin og lítið dvalið við þær frekar. Bókin virðist þar af leið­ a n d i fyrst og fremst hugsuð sem skemmtiefni og þótt hún snerti á alvarlegum og knýjandi málum eru þau afgreidd á næstum of kæru­ leysislegan hátt. Þó má líka lesa hana sem gagnrýni á þessa bókmennta­ grein og hinar einföldu ævintýra­ lausnir sem þar er stundum boðið upp á og lesandinn verður eiginlega að ákveða sjálfur hvaða nesti hann fer með að lestri loknum. Brynhildur Björnsdóttir NIðurStAðA Skemmtileg bók um dekurrófu sem leitar hamingjunnar en átti alveg innistæðu fyrir því að fylgja eftir góðum sprettum og fara dýpra. Hamingja fyrir byrjendur Jakub Hrusa hljóm- sveitarstjóri hlakkar til þess að koma í Hörpu með Phil- harmonia Orchestra á sunnudag. verkið á tónleikunum eru tékknesk verk, minn þjóðararfur, en það eru samt skemmtilega miklar and­ stæður á milli þessara verka. Fyrst er það forleikurinn að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana sem er fádæma gleðilegt og létt verk en í lokin flytjum við hina mögnuðu sjöundu Sinfóníu Dvořáks sem er óneitanlega dimm og alvarleg. Þann­ ig að við erum þarna með tvær afar ólíkar stefnur í tékkneskri tónlistar­ hefð frá þessum tíma; bæði létta og leikhúslega tóna undir ítölskum áhrifum og straumþyngri sinfóníska nálgun sem er undir miklum áhrifum frá Beethoven og Brahms. Þessi tón­ list er mér í blóð borin, tónlist sem ég tekst oft á við og er mér alltaf til mikillar ánægju. En svo flytjum við líka annan píanókonsert Rachmaninovs, þar er reyndar á ferðinni eitt vinsælasta verk sinnar tegundar í heiminum, en mér er ekki vel við að flytja of oft þessi aðeins of vinsælu verk. Þetta eru verk sem þarf að flytja með alveg sérstökum hætti á afar skapandi en í senn varfærinn máta og það er það sem Daniil og þessi einstaka hljómsveit hafa að bjóða. Það gleður mig alveg óskaplega mikið. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég starfa með Daniil og ég verð að segja að ég er gjörsamlega heillaður af hans flutningi. Áheyrendur í Hörpu hafa mikið að hlakka til og við erum líka spennt fyrir því að koma í húsið sem allir í okkar heimi eru að tala svo vel um svo þetta verður alveg rosalega gaman.“ Fjölskyldumaður Jakub Hrůša starfar fyrir margar hljómsveitir eins og títt er með fyrsta flokks hljómsveitarstjóra og honum finnst slík fjölbreytni fela í sér dásamlega áskorun. „Auðvi­ tað eru ákveðnar sveitir mér dýr­ mætari en aðrar. En það sem er mér dýrmætast við það sem ég geri er að í því felst í senn fjölbreytni og stöðugleiki. Hið fyrrnefnda kemur í veg fyrir að maður staðni og fari jafnvel að leiðast en hið síðara gerir mér kleift að kafa dýpra og skapa eitthvað sem er langtum varanlegra. Það að koma fram sem gestastjórn­ andi reglulega veitir mér tilfinningu fyrir því sem ég get helst kallað fag­ lega fjölskyldu og það líkar mér óskaplega vel. En ég skal viðurkenna að þetta er ekki alltaf hentugt starf fyrir fjöl­ skyldumann, mann með konu og unga dóttur, en maður reynir að láta þetta ganga upp. Stundum ferðast fjölskyldan með mér eins og núna en stundum felur það í sér of mikið álag fyrir alla. Þetta er spurning um að finna rétta jafnvægið þarna á milli og það hefur gengið ágætlega hingað til.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 7 . o k t ó B e r 2 0 1 5 L A u G A r D A G u r56 M e N N I N G ∙ F r É t t A B L A ð I ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.