Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 120

Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 120
Í uppsetningu Leikhússins 10 fingur sem sló í gegn með leikritið Skrímslið litla systir mín Leikarar Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Listrænir stjórnendur Charlotte Bøving og Helga Arnalds Aðeins örfáar sýningar: Sun. 18. okt . kl . 13.00 Sun. 1. nóv. kl . 13.00 Sun. 15. nóv. kl . 13.00 Sun. 22. nóv. kl . 13.00 Barnasýning ársins Sproti ársins Gríman 2015 - DV - S.J. Fréttablaðið Save the Children á Íslandi Ég leikstýrði og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifaði handritið. Við tókum myndina upp í London í fyrra,“ segir Þóra Hilmars-dóttir sem leikstýrði stutt- myndinni Sub Rosa sem á dögunum hlaut aðalverðlaun í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í San Diego. Þóra útskrifaðist úr Central Saint Martins árið 2012 og hóf störf hjá RSA Films, kvikmynda- og auglýsingafram- leiðslufyrirtæki í eigu Ridleys og Tonys Scott. Einnig hefur hún gert tónlistar- myndbönd, nú síðast við lagið Breathe með tónlistarkonunni Mr. Silla en þar má sjá hana slást við leikkonuna Sögu Garðarsdóttur. Myndin var meðal annars tekin upp í London vegna tengslanetsins sem Þóra og Snjólaug höfðu fyrir búninga og um leikmynd sá Júlíana Lára Steingríms- dóttir, sem var einnig búsett í borginni. En einnig fannst þeim sagan betur passa inn í veruleika stórborgarinnar. „Efnið sem við vorum að fjalla um á ekki við á Íslandi,“ segir hún en myndin segir sög- una af Tildu sem er átta ára stelpa sem elst upp í blómabúð þar sem óviðeig- andi athæfi á sér stað á bak við tjöldin. Tilda hnýsist inn í undirheima blóma- búðarinnar og sjálfsmynd hennar mót- ast á ógnarhraða. Hugmyndin að handritinu kviknaði í borginni. „Við bjuggum allar í sama hverfi og þar var blómabúð sem var opin allan sólarhringinn. Þetta var í Hackney sem var á þessum tíma frekar skuggalegt hverfi. Snjólaug var einhvern tímann að labba þarna fram hjá og pæla í hvað væri eiginlega að gerast þarna á nóttunni. Hvort fólk væri að kaupa blóm um miðja nótt og svo framvegis. Þá fæddist þessi hugmynd,“ segir hún. Líkt og áður sagði hlaut myndin aðalverðlaun í stuttmyndaflokki hátíðarinnar en Þóra var ekki viðstödd og tók þakkarræðuna upp og var hún spiluð við afhendingu verðlaunanna. „Ég fékk að vita að við hefðum unnið og mátti náttúrulega ekki segja neinum frá. Júlíana tók mig upp að flytja þakkar ræðuna á vinnustofunni okkar og svo var þetta bara einhver brjáluð stjörnuhátíð. Adrien Brody var næstur á svið að fá verðlaun,“ segir hún og hlær. „Ég vildi óska að ég hefði getað verið á staðnum en það varð því miður ekki.“ Hún segir afskaplega gaman að fá verðlaun á við þessi og að það sé ekki síst hvatning til þess að halda áfram. Og það er einmitt það sem þær hyggjast gera en þær stöllur eru með aðra stuttmynd í bígerð. „Núna ætlum við aðeins að snúa blaðinu við og ætlum að gera mynd hérna á Íslandi, með íslenskum leikurum og á íslensku. Ég og Snjólaug erum að skrifa hana og Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films framleiðir.“ Stuttmyndin sem þær vinna að ber nafnið Frelsi. Það er þó ekki eina verkefnið sem þær vinna að því stefnan er sett á kvikmynd í fullri lengd. „Við Snjólaug erum líka að skrifa handrit að mynd í fullri lengd sem verður líka á íslensku og erum bara að fara af stað í umsóknarferli og annað,“ segir hún glöð í bragði. Þóra segir að kvikmyndaáhuginn hafi komið fram frekar snemma þó að hún hafi um stund þráast við og ákvað að skella sér í bóklegt nám í háskóla. „Ég fór í lögfræði og var þar í eitt og hálft ár en þegar ég var að lesa dóma var ég bara að gera bíómyndir í hausnum,“ segir hún glöð í bragði. „Ég hef mikinn áhuga á listrænum hliðum kvikmynda- gerðar. Sub Rosa er með sterkan stíl og listræn. Það er eitthvað sem kveikir í mér,“ segir hún glöð í bragði. Sub Rosa verður sýnd á Northern Wave Festival sem fram fer á Grundarfirði um helgina og einnig á San Francisco Shorts. Einn- ig er myndin tilnefnd fyrir besta hand- ritið á Underwire-hátíðinni í Bretlandi sem sýnir einungis myndir eftir konur í kvikmyndagerð. Í lögfræðitíma með bíómyndir á heilanum Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði myndinni Sub Rosa sem hlaut aðal- verðlaun í stuttmyndaflokki á kvikmyndahátíðinni í San Diego. Hún byrjaði í lögfræði en áttaði sig á að kvikmyndir áttu hug hennar allan. Stilla úr stuttmyndinni Sub Rosa sem segir söguna af hinni átta ára gömlu Trinu. Þóra Hilmarsdóttir kvikmyndagerðarkona er að vonum ánægð með verðlaunin. FRéTTablaðið/anTon bRink Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is Við bjuggum allar Í sama hVerfi og þar Var blómabúð sem Var opin allan sólarhringinn. þetta Var Í hackney sem Var á þessum tÍma frekar skugga- legt hVerfi. snjólaug Var einhVern tÍmann að labba þarna fram hjá og pæla Í hVað Væri eiginlega að gerast þarna á nóttunni. hVort fólk Væri að kaupa blóm um miðja nótt og sVo framVegis. þá fæddist þessi hugmynd. 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r64 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ðLífið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.