Fréttablaðið - 17.10.2015, Síða 122
1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr tónlistarsjóði til
verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 30. júní
2016. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember kl. 17:00 2015.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að
kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs-
og kynningardeild.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.
Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is
Í apríl á næsta ári verður auglýst eftir umsóknum
vegna verkefna seinni hluta ársins 2016.
Nánari upplýsingar veitir
Ragnhildur Zoëga, sími 515 5838,
tonlistarsjodur@rannis.is
Styrkir úr
Tónlistarsjóði 2016
Umsóknarfrestur til 16. nóvember
Maður gerir bara það sem þarf, og það þarf að hafa bein í nefinu í svona keppnum,“ segir Tanja Ýr Ást-
þórsdóttir, sem nú er í óðaönn við
að undirbúa sig fyrir keppnina Miss
Supranational sem haldin verður í
Póllandi í næsta mánuði. Um ræðir
eina af þessum stóru keppnum á
borð við Miss International og Miss
World, en sjálf tók Tanja einmitt
þátt í Miss World í desember í fyrra
í tengslum við Ungfrú Ísland sem
gekk brösuglega, en nú er annað og
meira uppi á teningunum.
„Ég fer reynslunni ríkari inn í þessa
keppni núna, en ég vissi ekkert út í
hvað ég var að fara í fyrra og var bara
ekkert undirbúin, þar sem á þeim
tímapunkti áttu sér stað eigenda-
skipti í Ungfrú Ísland svo ég stóð ein
og bar hitann og þungann af þessu
ein.“ Svo fór að Tanja lét það ekki
á sig fá, og greiddi þá ferð að fullu
með hjálp fjölskyldunnar. „Ég átti
ekkert að fá að fara út fyrst en Dísa,
einn núverandi eigendanna, var
svo góð að hjálpa mér,“ segir Tanja
og skýtur að, að sem betur fer hafi
hún farið því í þeirri ferð kynntist
hún Peter, sem stundum hefur verið
kallaður draugurinn á meðal bransa-
fólksins, en hann er afar áhrifamikill
í heimi fegurðarsamkeppna og á til
að mynda keppnina Ungfrú Svíþjóð
og þar með hafi margar dyr opnast.
„Ég settist bara við hliðina á þess-
um manni á lokakvöldinu þar sem
við vorum að borða, og við fórum
að spjalla. Það var mikil heppni,
því þannig kynntumst við og það er
honum að þakka að ég er að fara að
taka þátt núna úti í Póllandi og svo
aftur í desember í Malasíu,“ útskýrir
Tanja og bætir við: „Hann hefur til að
mynda leyfið fyrir aðkomu íslenskra
stelpna að þessari keppni sem ég er
að fara í núna og sömuleiðis er það
honum að þakka að ég fékk tækifæri
til að vera einn kynnanna í Ungfrú
Svíþjóð 2015.“
Segir Tanja það heilmikið maus
að gera sig klára fyrir svona keppni,
Miss Supranational er þriggja vikna
verkefni sem krefst gríðarlega mikils
af keppendum, og ekki hvað síst sé
horft í krónur og aura. „Núna er allur
kostnaður greiddur fyrir mig eins og
eðlilegt þykir. Sjálf sé ég reyndar um
kjólakaupin, en þau eru talsverð,“
segir Tanja og skellir upp úr. Aðspurð
um gangverð á fegurðardrottninga-
kjólum segist hún sjaldan finna sér
kjóla undir fimmtíu þúsund krónum,
og yfirleitt kosti þeir sem henni
líki við á bilinu hundrað til tvö
hundruð þúsund krónur.
„Svo er auðvitað allt skartið og
skórnir. Þetta er heljarinnar tilstand
og krefst þess að maður leggi sig fram
við að finna sponsa og svoleiðis.“ Ef
kjólaskápurinn yrði verðmerktur
segir Tanja þá upphæð rosalega háa,
án þess að fara nánar út í það og hlær
sínum dillandi hlátri.
Hefur það verið slagsíða fegurðar-
samkeppna að keppendur þurfi að
vera í sérstökum málum, og þá er
oft slengt fram „90-60-90“ málunum
frægu. Tanja blæs hins vegar á þær
úreltu tölur og segist sannarlega vera
hjá einkaþjálfara en það sé gert til að
stuðla að heilsusamlegu útliti „og
svo ég geti staðið mig vel í íþrótta-
keppnunum sem fylgja þessu“. Hún
segir jafnframt mikilvægt að kepp-
endur hafi orku til að standa í þessu,
þar sem það sé heilmikið baks. „Sú
sem verður valin Miss Supra national
kemur til með að ferðast um allan
heim í heilt ár að sinna góðgerðar-
störfum, og þú gerir það ekkert mátt-
laus.“
Þá er Tanja bókstaflega á hvolfi við
að undirbúa atriði sitt fyrir hæfileika-
keppnina, en hún hyggst þar bregða
fyrir sig loftfimleikum. „Ég á ekki von á
að einhver önnur verði með svoleiðis,
en ef það gerist þá skiptir það ekki öllu.
Við erum allar mismunandi. Það skiptir
bara miklu máli að vera með atriði og
vekja þannig á sér athygli meðal dóm-
nefndarinnar. Ég elska loftfimleikana,
þó að ég sé lofthrædd,“ útskýrir hún
og skýtur að, að hún ætli sér
einmitt að koma fram í
fjallkonubúningi þar sem
það á við.
„Hann er dálítið
poppaður, og sennilega á
einhver eftir að móðgast,“
segir Tanja að lokum.
gudrun@frettabladid.is
Tanja Ýr undirbýr sig með
loftfimleikum og glæsikjólum
Settist við hliðina á ókunnugum manni úti í heimi sem reyndist hennar stærsta tækifæri
til þessa en hún hitti svokallaðan fegurðardrottningadraug sem dró hana aftur af stað.
Í nægu er að snúast hjá Tönju, en hér sést hún æfa atriðið sem hún hyggst sýna á
hæfileikakvöldinu í Póllandi. mynd/úr einkasafni
„Þetta byrjaði bara sem grín á
Gauknum til þess að borga bjór-
skuldir en er í dag ein af okkar
stærstu hljómsveitum og tekju-
lind,“ segir tónlistarmaðurinn
Matthías Matthíasson um hljóm-
sveitina Dúndurfréttir sem fagnar
um þessar mundir tuttugu ára
afmæli sínu. Hljómsveitin hefur
undanfarin ár vakið athygli fyrir
að flytja lög hljómsveita á borð
við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep
Purple og Uriah Heep.
Dúndurfréttir hefur síðustu ár
haldið stóra tónleika í Eldborgarsal
Hörpu þar sem fluttar hafa verið
í heild sinni plötur Pink Floyd,
Dark Side of the Moon, Wish You
Were Here og The Wall. The Wall
var flutt fjórum sinnum fyrir fullu
húsi með sinfóníuhljómsveit og
voru tónleikarnir gefnir út á DVD.
„Þetta var svolítið mikið öðru-
vísi fyrir tuttugu árum. Þá vorum
við búnir að skrifa talsvert magn
af bjór á okkur og svo var komið
að skuldadögum. Þá spiluðum
við upp í skuldina undir nafninu
Dúndurfréttir,“ útskýrir Matthías
og hlær.
Til þess að fagna afmælinu er
fjöldi tónleika fyrirhugaður hjá
sveitinni. „Við förum út um allt land
og förum meira að segja til Græn-
lands. Við erum búnir að gera ákaf-
lega skemmtilegan skiptipakka við
grænlensku hljómsveitina Nanook.
Við hittum þá hljómsveit á flug-
vellinum í Nuuk og tökum smá
djammsessjón með þeim þar en svo
fara þeir til Íslands að spila og við
tökum tónleika á Grænlandi sama
kvöld.“ Tónleikarnir á Grænlandi
fara fram þann 14. nóvember.
gunnarleo@frettabladid.is
Byrjaði allt sem grín á Gauknum
Hljómsveitin dúndurfréttir heldur meðal annars upp á tuttugu ára afmælið á Grænlandi.
Tanja segir kjólaskápinn sinn
ansi verðmætan, en hún klæðist
gjarnan keppniskjólum sem
kosta á bilinu hundrað til tvö
hundruð þúsund krónur.
66 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð