Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 10
© GRAPHIC NEWSHeimild: Fréttaveitur
T Y R K L A N D
S Ý R L A N D
Damaskus
ÍRAK
200 km
LÍBANON
Ítarkort
JÓRDANÍA
Latakía
Rússnesk herugstöð
S Ý R L A N D
T Y R K L A N D
Miðjarðarhað
Tyrkneska útgáfan
Á mm mínútna tíma-
bili voru sendar tíu
viðvaranir til tveggja
rússneskra herþotna.
Önnur þeirra var skotin
niður eir að hafa roð
lohelgi í 17 sekúndur.
Rússneska útgáfan
Rússar segja herþotu sina ekki hafa farið inn í
lohelgi Tyrklands. Öðrum ugmanni hennar var
bjargað en hinn lést. Rússneskur hermaður, sem
tók þátt í björgunarstörfum, lést einnig.
LATAKÍUHÉRAÐ
IDLIP-
HÉRAÐ
10 km
✿ Rússum og Tyrkjum ber ekki saman
Tvær tyrkneskar herþotur af gerðinni
F-16 skutu niður rússneska herþotu
af gerðinni Su-24
Audi A4
1.8T 163Hö
2.150.0002008
137
VW Polo
1.2 TDI Trendline
BMW 520D
Skoda Citigo
Active 1.0
Toyota
Aygo
2.250.000
3.490.000
1.680.000
890.000
2014
2008
2014
2007
23
60
142
9
Audi Q7
3.0 TDI 240Hö
4.890.0002008
VW Golf
A7 Highline 1.4
Hyundai IX35
GLS
Skoda Octavia
Ambiente 1.6 TDI
Mazda 2
3.790.000
2.390.000
3.340.000
1.580.000
2015
2011
2014
2012
65
Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040
149
40
4
160
Stálslegnir
morgunhanar
Heimavanir
Raf / Bensín
Ekinn þús. km.
Myndir á vef
Dísil
Fjórhjóladrif
Metan & bensín
Sjálfskiptur
Beinskiptur
Rafmagnsbíll
30 TyRkland Rússar hyggjast flytja
öflug og háþróuð loftvarnarkerfi
til Sýrlands, til að verjast frekari
árásum á rússneskar herþotur. Þá
ætla Rússar einnig að senda her-
skip til Miðjarðarhafsins í sama
tilgangi.
Þetta eru viðbrögð Rússa við
því sem gerðist á þriðjudag, þegar
Tyrkir skutu niður rússneska her-
þotu sem var að skjóta flugskeyt-
um á uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
segir hætt við því að fleiri atvik af
svipuðu tagi geti orðið á næstunni:
„Ef það gerist, þá verðum við að
geta brugðist við,“ sagði Pútín við
blaðamenn í gær.
Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt
bæði Rússa og Tyrki til að láta
ástandið ekki fara úr böndunum.
Ahmet Davatoglu, forsætisráð-
herra Tyrklands, sagði Tyrki alls
ekki hafa neinn áhuga á að slíta
stjórnmálasambandi við Moskvu.
Þvert á móti, því Rússland væri
„vinur okkar og nágranni“.
Tyrkjum og Rússum ber reyndar
engan veginn saman um það sem
gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa
varað rússneskar herþotur við því
að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en
Rússar segjast aldrei hafa farið inn
fyrir lofthelgina.
Tveir flugmenn rússnesku her-
þotunnar skutu sér út í fallhlíf.
Uppreisnarsveitir Túrkmena í
Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa
skotið á mennina meðan þeir voru
á leið til jarðar í fallhlífunum.
Rússar segja annan þeirra hafa
látið lífið en hinn er kominn til
Rússlands og ræddi við blaðamenn
í gær.
Flugmaðurinn neitar því að hafa
fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður
en þotan var skotin niður.
Á korti yfir flug rússnesku her-
þotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir
lagt fram, sést að hún var einungis
í sautján sekúndur innan tyrk-
nesku lofthelginnar. Þá sést einn-
ig á kortinu að þotan hafi verið á
flugi yfir tæplega þriggja kílómetra
breiða landspildu sem tilheyrir
Tyrklandi en teygir sig inn í Sýr-
land.
Á undanförnum misserum hafa
rússneskar herþotur satt að segja
ítrekað rofið lofthelgi Evrópu-
landa. Algengast eru atvik af þessu
tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi.
Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað
sendiherra Rússlands á sinn fund
til að mótmæla slíkum atvikum.
gudsteinn@frettabladid.is
Rússar búa sig undir
fleiri árásir á herþotur
Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá
Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rúss-
land „vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi.
SVÍÞJÓÐ Skemmtiferðaskip gætu
orðið bústaðir flóttamanna í Sví-
þjóð fyrir jól. Margar útgerðir hafa
haft samband við sænsku útlend-
ingastofnunina og boðið skip sín
til notkunar. Á vef sænska blaðsins
Aftonbladet er haft eftir starfs-
manni stofnunarinnar að hugsun-
in sé að skipin verði dvalarstaður
hælisleitenda þar til umsókn
þeirra hefur verið afgreidd en
ferlið tekur oft rúmlega eitt ár.
Útlendingastofnunin vonast
einnig til að geta nýtt bústaða-
palla, eins og tengdir eru olíu-
borpöllum, sem dvalarstaði fyrir
flóttamenn.
Útlendingastofnunin hafði sam-
band við sænsku þjóðkirkjuna
og bað um hjálp. Um 30 manns
höfðu þurft að sofa undir berum
himni í nokkrar nætur í Malmö.
Um 80 manns hafa sofið á kirkju-
bekkjunum í St. Jóhannesarkirkju
í Malmö á hverri nóttu frá því um
liðna helgi.
Forsætisráðherra Svíþjóðar,
Stefan Löfven, hefur boðað hertar
reglur um móttöku flóttamanna.
– ibs
Bjóða skemmtiferðaskip undir flóttafólk
Mótmælandi kastar grjóti í áttina að tyrkneska sendiráðinu í Moskvu. Nordicphotos/AFp
Flóttamenn hafa þurft að sofa undir
berum himni í Malmö í svíþjóð.
Nordicphotos/AFp
2 6 . n Ó V e m b e R 2 0 1 5 F I m m T U d a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a b l a Ð I Ð
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
2
D
-D
0
7
0
1
7
2
D
-C
F
3
4
1
7
2
D
-C
D
F
8
1
7
2
D
-C
C
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K