Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 26
Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftir- launaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóð- félaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld. Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldr- aðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót. Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkju- maður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almanna- tryggingum og lífeyri frá lífeyris- sjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður. Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóð- ur vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maður- inn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfja- kostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir. Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyris- þega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki. Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerð- ingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórn- völd, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að fram- fleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint. Mikil gremja eldri borgara út í stjórnvöld! Björgvin Guðmundsson formaður kjaranefndar- Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni Það er mikil ólga og undir- alda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Í viðtali við dr. Hermund Sig-urðsson í Fréttablaðinu 12. okt. sl. segir hann óeðlilegt að 28% íslenskra barna þurfi sérkennslu á móti 8% norskra. Í áhersluramma er 28% slegið fram með stóru letri ásamt hlutfallstölum sem sýndu slakt gengi íslenskra unglinga í stærðfræði og náttúrufræði í PISA- könnuninni árið 2012. Ólík hlutföll um sérkennslu eru athyglisverð í ljósi þess að Ísland og Noregur aðhyllast sömu skóla- stefnuna um ,,skóla án aðgrein- ingar“ en skv. henni eiga allir rétt á námi í almenna grunnskólanum. Hlutfallstölur í báðum löndum byggjast á að rúmlega 99% nem- enda stunda nám í almennum skólum auk hinna (>1%) sem eru í sérskólum og sérdeildum. Hvað skýrir muninn á hlutfallslegum fjölda sem nýtur sérkennslu í þessum tveimur löndum? Eru ein- hver tengsl milli fjölda sérkennslu- nemenda og frammistöðu landa í PISA-könnunum? Sérkennsla – ólík viðmið Opinber hlutföll um nemendur sem njóta sérkennslu á Íslandi og í Nor- egi eru ósamanburðarhæf þar sem þau fela ekki í sér sömu viðmið. Á Íslandi felur sérkennsla í sér aðstoð við þrjá eftirtalda hópa nemenda: 1. Nemendur sem hafa fengið formlega greiningu á námserfið- leikum sínum og eru í almenna skólakerfinu, í sérskólum og sér- deildum. 2. Nemendur sem EKKI hafa fengið formlega greiningu á náms- erfiðleikum sínum. Í þessum hópi geta verið nemendur sem t.d. bíða greiningar eða eru taldir geta náð sér á strik með stuttu inngripi við nám eða hegðun. 3. Nemendur sem læra íslensku sem annað móðurmál. Hlutfall nemenda í sérkennslu sem var rúmlega 28% á Íslandi skólaárið 2014-2015, er meðaltal úr átta landshlutum (hæst 32%, lægst 22%). Allir nemendur telja jafnt inn í 28% hlutfallið, hvort sem þeir fá margar eða fáar sér- kennslustundir, hvort þær fara fram inni í bekk eða utan, í litlum hópi eða einstaklingslega. Í Noregi felur sérkennsluhlut- fallið (8%) eingöngu í sér nem- endur með formlegar greiningar (sjá 1. lið), oftast frá sálfræðiskrif- stofum sveitarfélaganna. Þetta eru nemendur sem verst nýta námið af þeim 25% sem einnig eiga í erfið- leikum með það (Norges offent- lege utgreiingar:2009:18). Undir- ritaðri er ókunnugt um hvernig skólar í Noregi mæta nemendum með námserfiðleika en ekki form- lega greinda (sjá 2. lið). Mér er hins vegar kunnugt um að 7% norskra nemenda með annað móðurmál fengu kennslu í norsku sl. skólaár. Sú kennsla er ekki skilgreind sem sérkennsla (sjá 3. lið). Annað dæmi um ólíka skil- greiningu á sérkennslu og þar með ósamanburðarhæfa við bæði Ísland og Noreg er sú danska. Í Danmörku eru eingöngu þeir nemendur skráðir opinberlega í sérkennslu sem fá að lágmarki 13,5 sérkennslustundir á viku. Um tengsl milli sérkennslu og PISA-kannana Framangreint sýnir að saman- burður milli landa á sérkennslu- þörf nemenda út frá opinberum tölum getur verið bæði varasamur og villandi fyrir umræðuna s.s um tengsl milli hlutfalls nemenda í sérkennslu og árangurs í PISA. Tölur um hvort tveggja voru í við- talinu við Hermund birtar með neikvæðum formerkjum. Hvernig ber þá að túlka góðan árangur í PISA-könnunum og hátt sér- kennsluhlutfall eins og í Finnlandi og Garðabæ (mbl. 12.12. 2013)? Í fyrsta lagi ber að skoða það sem liggur á bak við sérkennslu- hlutföll. Í öðru lagi getur hátt hlutfall sérkennslu verið jákvætt, þ.e. bent til að þjónusta við fjöl- breyttan nemendahóp sé góð. Heimildir: 06spesialpedagogikk 2013:5; Nordisk forbund for specialpe- dagogikk; www.hagstofa.is; Sérkennsla – neikvæð eða jákvæð þjónusta? Opinber hlutföll um nem- endur sem njóta sérkennslu á Íslandi og í Noregi eru ósamanburðarhæf þar sem þau fela ekki í sér sömu viðmið. Rannveig Lund lestrar- og sér- kennslufræðingur og félagi í Reykja- víkur Akademí- unni Ve rið v el ko m in í ve rs lu n ok ka r a ð Sí ðu m úl a 16 O pi ð m án - fö s 8: 30 - 17 :0 0 S íð um úl i 1 6 • 1 08 R ey kj av ík • S ím i 5 80 3 90 0 • w w w .fa st us .is Ya xe ll hn íf fy rir k rö fu ha rð a ko kk in n 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U rs k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -A 8 F 0 1 7 2 D -A 7 B 4 1 7 2 D -A 6 7 8 1 7 2 D -A 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.