Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 16
Fátt nýtt er að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin nær til næstu þriggja ára og sextán verkefna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur ekki verið gert. Átta verkefni hérlendis Sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í gær, og er sett fram í tengslum við loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem hefst á mánudaginn kemur. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettó- losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Orkufrekur iðnaður fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), og kemur ekk- ert við þessa sögu. Í kynningu stjórnvalda á sóknar- áætlun sinni segir: „…lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í sam- göngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endur- heimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.“ Fátt nýtt „Alltaf þegar stjórnvöld eða fyrirtæki kynna sóknaráætlanir af þessu tagi verður að spyrja: Hversu mikið og hvenær? Ég finn eitt slíkt markmið sem endurspeglar vaxandi þunga í umhverfisstefnu sjávarútvegsfyrir- tækja. Sjávarútvegurinn á mikið undir og hefur nú brugðist við með ábyrgum hætti,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og bætir við: „Hvað með landbúnað og samgöng- ur? Engin ný markmið. Svo er reynt að velta ábyrgðinni á einstaklinga með skilaboðunum: Bannað að leifa mat. Vitaskuld er sjálfsagt að fara vel með mat en stjórnvöldum dugir ekki að benda á einstaklinginn þegar þau hafa nánast ekkert aðhafst til að draga úr losun frá samgöngum, landbúnaði eða hafið endurheimt votlendis.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tekur undir með Árna. „Það er ánægjulegt að sjá að tímasett markmið eru sett fram fyrir sjávarútveginn og að vinna á að úttekt á aðlögun að loftslagsbreyt- ingum. Þá er rætt um rafbílavæðingu, aðgerðir í landbúnaði, átak gegn mat- arsóun og eflingu kolefnisbindingar með skógrækt, landgræðslu og endur- heimt votlendis. Allt er það gott og vel, en það vantar tímasett markmið um samdrátt í losun/kolefnisbindingu fyrir þessa þætti og hve mikið fjármagn eigi að tryggja í hvern og einn þeirra. Þann- ig er þetta meira áætlun um að gera áætlun. Það vantar loforð um að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar, auk þess sem efla þarf sveitarfélögin í þeirra vinnu.“ Fyrirséður árangur? Hvaða árangri sóknarætlunin skilar er reyndar erfitt að átta sig á í útskýring- um ráðuneytisins sjálfs þar sem tekið er tillit til spurningarinnar hvort áætlunin muni í reynd draga úr losun. Þar segir af verkefnum sem ýmist eru í undir- búningi og ekkert svar sé við spurn- ingunni fyrr en vinnan hefst eða þegar nánari útfærsla á framkvæmd liggur fyrir. „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verk- efni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í lofts- lagsmálum,“ segir í útskýringunum. Dúllerí Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum í gær hvort sóknar- áætlunin hafi verið kostnaðarmetin, en Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra staðfesti í þingræðu í gær að svo væri ekki, en sérstök umræða var um loftslagsmál og markmið Íslands þar sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Katrín vék að sóknaráætluninni í upphafsræðu sinni. Sagði hana götótta í besta falli og frábað sér upptalningar á „dúlleríisaðgerðum“ og kallaði eftir meiri krafti í raunverulegar aðgerðir. Sigrún sagði í svari sínu að henni þætti mjög miður að Katrín sæi nýja sóknaráætlun með þessum hætti, enda væri um að ræða margra ára vinnu sex ráðuneyta. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði áætlunina afar metnaðarfulla og hún skilaði Íslandi líklega í fremstu röð ríkja í baráttunni gegn vánni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók hins vegar undir gagnrýni nöfnu sinnar – og bætti um betur. Hún kallaði eftir því að almenn- ingssamgöngur væru teknar inn í myndina – sem ekki er að finna stað í sóknaráætluninni. Eins sagði hún það fráleitt að ekkert væri fjallað þar um stóriðju þó hún falli undir viðskipta- kerfið sem minnst var á hér að ofan. Erfitt að sjá í hverju sókn Íslands felst Forsvarsmenn náttúruverndarsamtaka lýsa yfir sárum vonbrigðum með sóknaráætlun í loftslagsmálum. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir og gömul markmið fá endurnýjun lífdaga. Stjórnarandstaðan er eitt spurningarmerki.   SAAB 9-3 TWIN TURBO 4x4 Nýskr. 08/2009, ekinn 51 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 103035. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 01/2014, ekinn 44 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.590 þús. Rnr. 191929. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW 320d Nýskr. 06.2014, ekinn 7 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 102845. HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 10/2012, ekinn 18 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.970 þús. Rnr. 143013. SUZUKI GRAND VITARA Nýskr. 06/2012, ekinn 58 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.690.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. TOYOTA AURIS SOL Nýskr. 04/2007, ekinn 137 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.590 þús. Rnr. 131867. Glæsilegur bíll 6.990 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN Rnr. 283187 OPEL AMPERA / Rafmagn-Bensín Nýskr. 08/2012, ekinn 16 þús km. rafmagn/bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.980.000 TILBOÐ kr. 4.280 þús. Rnr. 131695 TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Orkuskipti í samgöngum, rafbílavæðing og fleira ber á góma í sóknaráætlun stjórnvalda. Fréttablaðið/gva Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Átta verkefni til að draga úr nettólosun • Orkuskipti í samgöngum: Að- gerðaáætlun til næstu ára vegna orkuskipta, jafnt á landi sem á hafi, verður lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi 2016. • Rafbílar – efling innviða á lands- vísu: Átak verður gert til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu á komandi árum. • Vegvísir íslensks sjávarútvegs um samdrátt í losun: Markmiðið að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) um 40% til 2030 miðað við 1990. Vegvísirinn verður kostaður af stjórnvöldum og samtökum í atvinnulífi. • Loftslagsvænni landbún- aður: Unninn verður vegvísir um minnkun losunar í landbúnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. • Efling skógræktar og land- græðslu: Sett verður aukið fjármagn til skógræktar og landgræðslu, sem á m.a. að auka bindingu kolefnis úr andrúms- lofti. Framkvæmdir verða auknar á árinu 2016 og stefnt að frekari styrkingu á næstu tveimur árum eftir það. • Endurheimt votlendis: Sett verður á fót verkefni um endur- heimt votlendis. Ráðist verður í fyrstu verkefnin undir þeim hatti sumarið 2016. • Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri: Styrkt verða verkefni sem miða að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri. • Átak gegn matarsóun. 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -0 F E 0 1 7 2 D -0 E A 4 1 7 2 D -0 D 6 8 1 7 2 D -0 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.