Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 30

Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 30
Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðar- dóttir, myndlistarmaður og með- limur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæv- ersku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlist- arverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tón- listarmennirnir vinnu sína en ljósa- maðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð aug- lýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. lista- verk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú. Öll þurfum við að borða Arnar Eggert Thoroddsen doktorsnemi í tónlistarfræðum Föstudaginn 13. nóvember féll dómur í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkur- borg vegna vangoldins kennslu- kostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík og stéttarfélög tónlistar- manna stóðu sameinuð að mál- sókninni með Tónlistarskólanum því um er að ræða mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíð tónlistarmenntunar á Íslandi. Tónlistarskólinn reyndi að fá viður kennt með dómi að Reykjavíkur borg bæri greiðslu- skyldu vegna kennslu á framhalds- stigi í tónlist en eins og mönnum er kunnugt um hætti Reykjavíkurborg að styðja við framhaldsnám í tón- list í kjölfarið á samkomulagi um eflingu tónlistarnáms sem gert var milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2011. Reykjavíkurborg var sýknuð í Hér- aðsdómi í málinu og var niðurstaða dómsins sú að „Ekki verði séð að lög leggi honum (Reykjavíkurborg) á herðar skyldu til að veita fjár- munum til tónlistarskóla, þó hann hafi gert það um árabil“. Reykjavík ber ábyrgð á framhaldsmenntun í tónlist Þrátt fyrir það staðfestir dómurinn með ótvíræðum hætti að tónlistar- nám á öllum skólastigum (upp að háskólanámi) sé á ábyrgð sveitar- félaganna og að ríkið beri ekki skyldu til þess að fjármagna tón- listarnám á framhaldsstigi eins og Reykjavíkurborg hefur haldið fram síðustu fjögur ár. Dómurinn stað- festir jafnframt að sú aðferð Reykja- víkurborgar að binda framlög til kennslu á framhaldsstigi í tónlist við framlag ríkisins í gegn um jöfnunar- sjóð sé í engu samræmi við lögin um fjárstuðning við tónlistarskóla. Málsvörn borgarlögmanns við Tónlistarnám fyrir rétti Freyja Gunn- laugsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík réttarhöldin var sú að Reykjavík bæri enga skyldu til þess að reka tónlistarskóla og hún gæti tekið einhliða ákvarðanir um það hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafn- framt lagði borgin áherslu á það að hún gæti sett sér einhliða reglur um hvaða nemendur eru studdir til tón- listarnáms og hverjir ekki. Að hún geti forgangsraðað nemendum að vild, eftir búsetu, aldri, hljóðfærum eða hvaða öðrum mælikvörðum sem hún setur sér. Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhalds- stigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins. Enn fremur er skýrt að Reykjavíkurborg hætti að styðja við framhaldsnám í tón- list í borginni þó henni væri ljóst að ríkið var ekki að yfirtaka ábyrgð á því námsstigi með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms frá 2011. Hvenær ákvað Reykjavík að hætta að styrkja framhaldsnám í tónlist? Eftir stendur spurningin hvenær og með hvaða hætti var sú ákvörðun tekin hjá Reykjavíkurborg að hætta að styðja við kennslu á framhalds- stigi í Reykjavík en engar færslur eru um það í fundargerðum borgarráðs. Skólarnir voru ekki látnir vita með formlegum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Enn fremur þarf Reykjavíkurborg að svara þeirri spurningu hvernig borgin ætlar að haga framhalds- menntun í tónlist í Reykjavík í framtíðinni. Þeir skólar sem hafa menntað íslenskt tónlistarfólk í gegn um tíðina standa í ljósum logum og algjör óvissa ríkir um framtíðina. Hvernig mun Reykjavík bregðast við ef ríkið ákveður að draga stuðning við tónlistarkennslu á framhaldsstigi til baka, en samkomulagið við ríkið um eflingu tónlistarnáms rennur út um næstu áramót? Það er ástæða að taka fram að þessar ákvarðanir voru teknar án þess að hafa nokkurt samráð við skólana eða fagaðila. Samkomulagið um eflingu tónlistarnáms var einn- ig gert án þess að nokkurt samráð væri haft við skólana, en þar voru ríki og sveitarfélög að semja um starfsemi þeirra og fjármögnun án þess að þeir hefðu nokkra aðkomu að samningunum. Það er lykilatriði í framtíðarstefnumótun tónlistar- kennslu að hún sé unnin í góðu sam- starfi við skólana og þá fagaðila sem hafa yfirsýn yfir þarfir nemenda og samfélagsins. Þær ógöngur sem tón- listarnám í Reykjavík hefur ratað í má rekja til ákvarðana stjórnmála- manna sem teknar eru að óyfirlögðu ráði og án þess að gera sér grein fyrir þeim víðtæku afleiðingum á íslenskt tónlistarlíf sem þær hafa í för með sér. Óviss framtíð Niðurstaða dómsins að sveitar- félögum sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarskóla er háttað setur framtíð tónlistarnáms á Íslandi í uppnám og rekstraröryggi skólanna er ekkert. Það er líklegt að dómurinn muni hafa fordæmisgildi og það gæti þýtt að í kjölfarið hætti fleiri sveitar- félög að leggja fjármagn í framhalds- menntun í tónlist. Þetta gæti haft veruleg áhrif á tónlistarskóla um allt land og tónlistarmenntun í landinu. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að skýra stefnu sína í málefnum tón- listarkennslu á framhaldsstigi, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og vinna að því að áfram verði hægt að halda uppi öflugu námi á framhaldsstigi í tónlist í Reykjavík hvort sem það verður með kostnaðarþátttöku rík- isins eða ekki. Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykja- víkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhalds- stigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 18.11.15 - 24.11.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson Og svo tjöllum við í okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson Brynhildur Georgía Björnsson Ragnhildur Thorlacius Mamma klikk ! Gunnar Helgason Kafteinn Ofurbrók og endurkoma túrbó 2000 klósettsins Dav Pilkey Þýska húsið Arnaldur Indriðason Sogið Yrsa Sigurðardóttir Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Vísindabók Villa - Geimurinn Vilhelm Anton Jónsson / Sævar Helgi 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -E 4 3 0 1 7 2 D -E 2 F 4 1 7 2 D -E 1 B 8 1 7 2 D -E 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.