Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 26.11.2015, Qupperneq 32
Fólk| tíska Bandarísku tónlistarverðlaunin voru veitt í Los Angeles á sunnudag. Sem fyrr klæddu við- staddir sig upp á en að þessu sinni voru margir í gegnsæju. Þá sýndu margar kvennanna um- talsvert hold og jafnvel meira en þekkst hefur hingað til. Hver stjarnan á fætur annarri sást í gegnsæju og gekk kynnirinn, Jennifer Lopez, hvað lengst. Hún kom fram í hverri gegnsærri flíkinni á fætur annarri og endaði kvöldið í kjól sem var opinn niður fyrir mjaðmir. Sama hvað segja má um þessa þróun er ljóst að fleiri hoppuðu á vagninn. Má þar nefna söngkonuna Gwen Stefani og leik- konuna Karrueche Tran. Glittir í GeGn Tískan sveiflast til og frá og ef marka má klæða- burð á Bandarísku tónlistarverðlaununum er gegnsætt að sækja í sig veðrið. Levi´s Kringlunni – Levi´s Smáralind – Levi´s Glerártorgi GEFÐU Í JÓLAGJÖF Tilboð gildir til sunnudags af öllum vörum Black Friday 20% Guðrún er annar höfunda fyrstu íslensku kennslu-bókarinnar í snyrtifræði, „Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara“, sem var tilnefnd til Hagþenkisverðlauna í flokki kennslu- og fræðirita. Einnig er hún fyrrverandi formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Guðrún segir mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina. Það á jafnt við um konur og karla. „Þegar kólnar í veðri er nauðsynlegt að verja húðina með verndandi kremum sem innihalda mikla vörn gegn utanaðkomandi áreiti og jafnvel að setja á sig svokölluð kulda- krem. Það á sérstaklega við um fólk sem er mikið úti við, í göng- um, á skíðum og þess háttar,“ segir Guðrún. „Einnig þarf fólk að huga að sólarvörn allt árið, það á ekki síst við um útivistar- fólk. Konur ættu að nota farða daglega þar sem í honum er vörn fyrir húðina. Síðan er auð vitað hreinsun húðarinnar kvölds og morgna afar mikilvæg. Til að nýta virku efnin í kremunum þarf húðin að vera hrein en best er að nota hreinsimjólk og andlits- vatn. Ég myndi sömuleiðis ráð- leggja fólki að nota djúphreinsi og andlitsmaska einu sinni í viku til að fá dýpri áhrif fyrir húðina en það eru til fjölmargar gerðir allt eftir því sem hentar hverri húðgerð hverju sinni,“ útskýrir Guðrún. Misjöfn húð Húð fólks er mismunandi, sumir eru með feita húð á meðan aðrir eru með þurra. Mikið hefur verið rætt um gagnsemi olíu á húðina, til dæmis kókosolíu. Guðrún seg- ir að kókosolían hafi verið mjög vinsæl. „Kókosolían hentar alls ekki öllum húðgerðum og getur stíflað fitukirtla. Hún gæti þó ver- ið ágæt fyrir mjög þurra húð. Það verður þó að athuga að þessar olíur eru misjafnar að gæðum en geta verið ágætar til að nota sem næturkrem,“ segir hún. Meiri virkni í dýrari kreMuM Guðrún bætir við að áríðandi sé að fólk kaupi snyrtivörur eftir húðgerðinni. „Merkin skipta ekki öllu máli heldur hvað hentar hverri húðgerð. Yfirleitt fara saman verð og gæði. Það er meiri virkni í dýrari kremum. Gott er að leita til fagfólks á snyrtistofum til að fá aðstoð og leiðbeiningar um rétta umhirðu. Við vitum oft ekki sjálf hvaða húðgerð við höfum og hvað hentar okkur best. Vissu- lega gildir það sama um karl- menn. Þeir þurfa líka að hugsa vel um húðina. Karlar eru yfirleitt með meiri fituframleiðslu en kon- ur og þurfa þess vegna ekki eins feit krem í kuldanum. Betra er fyrir þá að nota léttari krem. Hins vegar þurfa þeir að hreinsa húð- ina og verja eins og konur.“ Mataræði skiptir Máli Þegar Guðrún er spurð hvort mataræði skiptir máli, svarar hún því játandi. „Það er gott að taka lýsi eða Omega-fitusýrur og drekka vatn. Við ráðleggjum fólki með mjög þurra húð að bæta góðum fitusýrum í mataræðið. Til dæmis feitum fiski og lárperu. Góðar olíur í mataræði vernda frumuhimnuna og því eru húð- vefir hæfari til að viðhalda efna- skiptastarfseminni. Heilbrigður lífsstíll hjálpar húðinni og þarf ekki síst að huga að streitu í því sambandi sem hefur niðurbrjót- andi áhrif á húðina jafnt sem aðra líkamsstarfsemi,“ segir hún. Guðrún bætir við að það taki um einn mánuð að sjá verulegan mun á húðinni þegar hún er tekin í gegn. „Fólk finnur fljótt muninn eftir að hafa sinnt húðinni og gefið henni góða meðhöndlun,“ segir hún.  n elin@365.is húðin þarf uMhirðu í kulda GOtt að vita Þegar vetrarkuldinn gerir vart við sig verður húðin oft þurr og viðkvæm. Kuldinn hefur sérstaklega mikil áhrif á við- kvæma húð. Því er nauðsynlegt að viðhalda henni með góðri umhirðu og kremum, að sögn Guðrúnar Pétursdóttur snyrtifræðings. GÓð uMhirða Guðrún Pétursdóttir snyrtifræðingur segir að mikilvægt sé að hugsa vel um húðina þegar kólnar í veðri. MYND/ANTON BRINk Gwen stefani karrueche tran jennifer lOpez 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -9 5 3 0 1 7 2 D -9 3 F 4 1 7 2 D -9 2 B 8 1 7 2 D -9 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.