Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 28
Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjald-miðil samkvæmt nýlegri
skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í
tengslum við birtingu könnunar-
innar lýstu margir álitsgjafar yfir
þeirri skoðun að upptaka ann-
arrar myntar myndi bæta kjör
almennings. Þó slíkt geti haft
kosti í för með sér, hefur reynsla
annarra ríkja sýnt að því fylgja jafn-
framt ókostir. Tíðar deilur um gjald-
miðilinn færa auk þess kastljósið frá
brýnasta verkefninu í efnahagsmál-
um; bættri hagstjórn. Það mun ráða
meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn
þegar upp er staðið.
Ólík reynsla Norðurlanda
Ef við skoðum þróun lífskjara á Norð-
urlöndum, mælda í landsframleiðslu
á mann, má sjá að þróunin hefur verið
óhagfelldust í Finnlandi, sem notar
evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku,
sem hefur fest gengi dönsku krónunn-
ar við evruna, er einnig slæm. Ísland,
Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína
eigin mynt, hafa hins vegar komið
betur út.
Færa má rök fyrir því að í Finn-
landi sé evran ein af orsökum þess-
arar þróunar. Útflutningsgreinar
þar í landi hafa lent í erfiðleikum af
þremur ástæðum; vegna falls Nokia,
minni eftirspurnar eftir pappír, og
efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við
slíkar aðstæður hefði gengislækkun
bætt stöðu annarra útflutningsgreina
og veitt þannig viðspyrnu gegn sam-
drætti og launalækkunum. Vegna
myntsamstarfsins er það hins vegar
ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmið-
ill, sem endurspeglar ekki efnahags-
legan veruleika Finnlands, í veg fyrir
sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í
vandræðum.
Aðrar birtingarmyndir hrunsins
Íslenska krónan hefur ótvíræða ann-
marka. Það kom skýrt fram þegar
alþjóðlega efnahagslægðin skall á.
Hröð veiking og verðbólguskot setti
fjárhag margra heimila og fyrirtækja
í uppnám, óvissa skapaðist um gjald-
gengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft
voru talin nauðsynleg til að tryggja
gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir
fyrst núna undir afléttingu haftanna.
Um tíma var auk þess hætta á því að
margt gæti farið úrskeiðis. Kostn-
aður vegna krónunnar hefur því verið
mikill.
Sveigjanleiki krónunnar hefur hins
vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun
gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum
kleift að starfa áfram án þess að þurfa
að grípa til stórfelldra uppsagna eða
launalækkana. Lækkunin jók jafn-
framt samkeppnishæfni fyrirtækja og
styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra
strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá
útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið
á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem
Íslendingar hafa notið á síðustu árum.
Með annan gjaldmiðil hefði efna-
hagslægðin ekki horfið, heldur birst
með öðrum hætti. Í stað gengisfalls,
verðbólguskots og skuldavanda er
líklegra að gengið hefði í garð tímabil
mikils atvinnuleysis og hægfara launa-
lækkana. Við slíkar aðstæður hefðu
útflutningsgreinar átt erfiðara með að
ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum
krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð
mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflu-
kenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir.
Einblínum á aðalatriðin
Í stað þess að líta til krónunnar sem
orsakar efnahagslegra vandamála væri
nær að einblína á hagstjórnina. Endur-
bætur á því sviði verða alltaf mikil-
vægasta verkefnið í efnahagsmálum og
munu skila ávinningi, burtséð frá því
hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt
færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir
séu nauðsynlegur aðdragandi upp-
töku annarrar myntar. Aðdáendur og
andstæðingar krónunnar hljóta því að
sammælast um nauðsyn bættrar hag-
stjórnar.
Meðal nauðsynlegra umbóta má
nefna að opinber fjármál vinni í meiri
mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki
á vinnumarkaði minnki og að dregið
verði úr höftum við framkvæmd pen-
ingastefnunnar. Með slíkum aðgerð-
um er hægt að draga úr efnahagslegu
umróti og tryggja þannig innlendum
aðilum betri aðstæður til að skapa ný
verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á end-
anum mikilvægari grundvöllur bættra
lífskjara en heiti gjaldmiðilsins.
Krónan og kjörin
Björn Brynjúl-
fur Björnsson
hagfræðingur
Viðskiptaráðs
Íslands
Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
✿ Þróun landsframleiðslu á mann á Norðurlöndum
Í stað þess að líta til krón-
unnar sem orsakar efnahags-
legra vandamála væri nær
að einblína á hagstjórnina.
Endurbætur á því sviði verða
alltaf mikilvægasta verkefnið
í efnahagsmálum og munu
skila ávinningi, burtséð frá
því hvaða mynt er notuð.
Kæri Eiríkur.Langafi minn var einn af síðustu landpóstunum, sem
fóru um á hestum eða gangandi, og
starfaði í sveitum Þingeyjarsýslu
snemma á síðustu öld. Hann var
aufúsugestur hvar sem hann kom
og sagt að hann bæri með sér glað-
værð á bæi auk póstsins. Hann hafði
metnað til að skila póstinum í rétt-
ar hendur á þeim tíma sem þá var
mögulegt.
Frá þeim tíma og fram á byrjun
þessarar aldar var það markmið
Póstsins að skila sendingum í rétt-
ar hendur, á sem allra stystum tíma.
Var gaman að fylgjast með þeirri
þróun og sjá Póstinn ná þeim frá-
bæra árangri að skila mestöllum
pósti innanlands til viðtakanda ekki
seinna en daginn eftir að hann lagði
af stað.
Nú síðustu ár hefur orðið sú
breyting að þetta er ekki lengur
markmið fyrirtækisins. Ef ég sendi
t.d. bréf frá Grýtubakkahreppi til
Sparisjóðs Höfðhverfinga með pósti
er leiðin þannig: Ég fer með bréfið til
umboðsmanns Póstsins, í Jónsabúð
(sem er hér í sama húsi). Þó Jón gæti
sem best komið því rakleiðis í Spari-
sjóðinn (sem er raunar hér í sama
húsi einnig) má hann ekki lengur
veita slíka þjónustu fyrir Póstinn, þó
sjálfur sé þjónustusinnaður! Komi
ég eftir hádegi fer bréfið með póstbíl
inn á Akureyri daginn eftir. Hafi ég
keypt mér „hraðþjónustu“ A-pósts,
er bréfið flokkað á Akureyri og sent
aftur út á Grenivík daginn þar á eftir.
Jón ber það út samdægurs. Berst það
þá í sparisjóðinn á þriðja degi og
telst besti kostur hjá Póstinum í dag.
Sendi ég bréfið með B-pósti, þá
fer það sömu leið inn á Akureyri
en er þar flokkað og sent til Reykja-
víkur til frekari flokkunar í stóru
flokkunarvélinni! Síðan er það sent
norður á Akureyri aftur og enn er
það forfært og fer svo áfram með
póstbílnum til Grenivíkur. Þar tekur
Jón við því og ber út samdægurs. Þá
fær sparisjóðurinn bréfið á fjórða til
sjötta degi eftir því hvernig stendur
á helgi.
Öfugþróun
Þessi öfugþróun hjá Póstinum er
um þessar mundir að rústa því góða
orðspori sem fyrirtækið var búið að
ávinna sér með áratuga þrotlausri
baráttu. Baráttu við náttúruöflin,
erfitt og víðfeðmt land með dreifðar
byggðir. Baráttu sem hafði þó unnist,
með dugnaði og útsjónarsemi starfs-
fólks sem hafði að sínu leiðarljósi að
gera betur í ár en í fyrra og enn betur
næsta ár. Það orðspor verður ekki
endurheimt með dýrum langloku-
auglýsingum í sjónvarpi.
Þó hér sé sögð sagan frá Grenivík,
á hún jafnt við Hvammstanga eða
Bolungarvík. Ég held að því miður sé
nokkurt jafnræði í afturförinni. Aftur-
för sem hrekur okkur sem höfum nýtt
þjónustu Póstsins í áratugi, okkur sem
raunar eigum fyrirtækið og þykir
vænt um það, til þess að leita allra
annarra leiða til að koma bréfum og
sendingum okkar til skila. Við leitum
til íþróttafélaga, skóla, björgunar-
sveita eða hvers þess aðila sem er t.d.
í fjáröflunarstarfi og getur tekið að
sér dreifingu sendinga. Það hlýtur að
vera allt að því einsdæmi í sögunni að
þjónustufyrirtæki vinni svo markvisst
að því að hrekja frá sér viðskiptavin-
ina sem það þó byggir tilveru sína á!
Því spyr ég þig, minn kæri vin
Eiríkur: Ætlarðu að snúa þessu til fyrri
stefnu um bestu mögulega þjónustu,
eða verðum við að segja endanlega
skilið við Póstinn sem okkar fyrsta
kost í dreifingu bréfa og sendinga?
Ég bið þig vinsamlegast að ræða alls
ekki við okkur hagræðingu í rekstri.
Hér á Grenivík höfum við ekki þær
háskólagráður né hugmyndaflug sem
þarf til að sjá hagræðið í þessu ferli.
Svo ég hverfi aftur til langafa míns,
Gísla í Presthvammi, þá er ég viss um
að hann hefði verið talinn elliær orð-
inn ef hann hefði tekið upp á því að
hafa bréfin í koffortunum einn auka-
hring um sveitina og skila þeim svo í
næstu ferð, hvað þá þarnæstu. Fyrir
slíkt háttalag hefði hann snarlega
verið settur af og ráðlagt að láta líta á
toppstykkið. Hvað eigum við lands-
menn að halda um Póstinn í dag?
Opið bréf til
stjórnarformanns
Íslandspósts
Svo ég hverfi aftur til langafa
míns, Gísla í Presthvammi,
þá er ég viss um að hann
hefði verið talinn elliær
orðinn ef hann hefði tekið
upp á því að hafa bréfin í
koffortunum einn aukahring
um sveitina og skila þeim svo
í næstu ferð, hvað þá þar-
næstu.
visir.is Lengri útgáfa af greininni
er á Vísi
Þröstur
Friðfinnsson
sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900
Það á að gefa börnum brauð…
FALLEG HÖNNUN Í ELDHÚSIÐ ÞITT
2 6 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r28 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð I ð
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
2
D
-F
C
E
0
1
7
2
D
-F
B
A
4
1
7
2
D
-F
A
6
8
1
7
2
D
-F
9
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K