Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 34

Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 34
Fólk| tíska Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kjólahelgi 20% afsláttur af öllum kjólum str. 36-56 Nýtt kortatímabil Ég átti gott kaupskeið þegar ég var yngri, keypti bók-staflega allt. Núna finnst mér óþarfi að eyða peningum í svona mikið af flíkum, sem þýðir að fataskápurinn minn er fullur af fötum sem ég keypti fyrir sjö árum! Fyrir manneskju sem pælir í fötum alla daga þýðir þetta að ég er komin með leiða á öllu í skápnum. Ég tengist fötum samt tilfinningaböndum. Ég þarf að taka á þessu. Ég er búin að fylla einn ruslapoka nú þegar og það munu fleira fara sömu leið,“ segir Þóra Sif Guðmundsdóttir klæð- skeri eða Þóra skraddari eins og hún er kölluð. Er þetta ekki allt sérsaumað? „Fólk dregur auðvitað þá ályktun að ég hafi saumað sjálf allt sem ég er í, sem mér finnst mjög skemmtilegt, en það er ekki til- fellið. Bæði hef ég engan tíma til þess og þegar maður vinnur við að sauma og gera við nennir maður ekkert að sauma á sjálfan sig. Það eru göt á fötunum mínum sem ég laga aldrei. Ég er eins og umrenningur til fara,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef heyrt að klæðskerar glími við þetta vandamál. Ég er líka búin að ætla að sauma mér kápu í þrjú ár, það er enn á dagskránni.“ Hvernig myndirðu lýsa eigin stíl? „Ég hef farið í gegnum marga stíla, þegar ég var sautján var ég með afrópermanent í hárinu, og gekk í Spútnik-kjólum og gúmmí- stígvélum. Reyndar hef ég alltaf verið mikið fyrir kjóla, þar til í vor. Þá keypti ég mér allt í einu gallabuxur og nú vil ég bara vera í gallabuxum og bol eða skyrtu. Skyrtur eru sennilega í mestu uppáhaldi hjá mér núna. Ég á alls ekki nóg af þeim.“ Þóra lauk tveimur sveinspróf- um á síðasta ári, í klæðskurði og í kjólasaumi. Hún var klæðskeri hjá Kormáki og Skildi þar til hún fór til Mílanó að læra brúðar- kjólahönnun. „Ég var atvinnu- laus þegar ég kom heim, bjó hjá mömmu og pabba og þá ákvað ég bara að láta reyna á að opna eigin stofu í bílskúrnum.“ Er mikið að gera? „Já, ég nefni- lega komst að því í starfsnáminu að það er brjálað að gera í þessu. Ég þyrfti ekki að óttast að ég yrði bara í því að stytta buxur fyrir fjölskyldumeðlimi. Það er æðislegt að geta unnið við þetta. Ég er að sauma bæði jakkaföt og kjólföt og brúðarkjóla. Ferlið við sérsauminn er svo skemmti- legt. Fólk gerir sér reyndar ekki grein fyrir hversu mikil vinna þetta er. Það getur tekið frá 80 upp í 160 klukkustundir að vinna einn brúðarkjól. Fyrir vikið fær viðkomandi einstakan kjól sem enginn annar á. Það er til dæmis rosalegt að fá þessa kjóla sem verið er að kaupa á Ali Express til að laga og breyta, þeir eru settir saman með límbyssu! Það verður oft heilmikill kostnaður við lagfæringar á þessum kjólum. En auðvitað redda ég því,“ segir hún létt. Ætlarðu að hanna eigin línu? „Ég hannaði brúðarkjólalínu í náminu í Mílanó og gauka nú al- veg teikningunum að brúðunum sem koma til mín. En reyndar höfðar ekki til mín að fjöldafram- leiða eitthvað í small, medium og large. Það er svo gaman að fara í gegnum ferlið með hverjum og einum og skapa draumakjól- inn. Svo fæ ég sendar myndir úr brúðkaupinu eftir á og tárast yfir þeim,“ segir Þóra sposk.  n heida@365.is GúmmístíGvÉl oG afróhár skemmtileGur stíll Þóra Sif Guðmundsdóttir, eða Þóra skraddari, hefur tileinkað sér ólíka fatastíla gegnum tíðina en er nú komin með leiða á öllu í skápnum. Hún er klæðskeri og situr við saumavélina alla daga en lagar ekki svo mikið sem saumsprettu á eigin fötum. skraddari Þóra Sif Guðmundsdóttir hefur tileinkað sér ólíka stíla gegnum tíðina en er komin með leiða á öllu í fataskápnum. Spútnik- kjólnum ætlar hún þó ekki að henda. mynd/Anton Brink Brúðarkjóll Þóra fær oft myndir sendar eftir brúðkaup af kjólunum sem hún saumar. mynd/úr einkASAFni Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Vertu þú sjálf, vertu belladonna 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -4 6 3 0 1 7 2 D -4 4 F 4 1 7 2 D -4 3 B 8 1 7 2 D -4 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.