Fréttablaðið - 26.11.2015, Page 24
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Örn Úlfar
Sævarsson
á von á tvíburum
og stendur í fram-
kvæmdum
Fæðingarorlof feðra er ónýtt. Þetta vita allir nýbakaðir feður. Bæði pabbarnir sem hafa ekki nýtt sér þessi réttindi á liðnum árum og pabbarnir sem hafa tekið sénsinn á fjárhags
legu öryggi fjölskyldunnar til að njóta samveru
stunda við nýfætt krútt. Það fjölgar í fyrrnefnda
hópnum því um leið og tekjurnar hrapa í orlofi
bætist nefnilega við alls konar aukakostnaður vegna
komu nýrrar mannveru í heiminn – ég tala nú ekki
um ef fjölskyldan þarf að stækka við sig. Hámarks
orlof er nú 370 þúsund kall á mánuði, mínus skattur,
mínus lífeyrissjóður og mínus stéttarfélagsgjöld (hæ,
verkalýðshreyfing!). Dugar tvöhundruðþúsundkall
inn sem eftir stendur fyrir leigunni?
Vinstri flokkarnir vita líka að kerfið er ónýtt enda
voru það þeir sem hentu barninu út með baðvatninu
á síðasta kjörtímabili – og pabbanum líka.
Fjármálaráðherra er klár á því að að fæðingarorlof
feðra er ónýtt enda sagði hann í ræðu sinni á lands
fundi sínum um daginn: „Ég tel að við verðum að
hækka greiðslur í fæðingarorlofi myndarlega. Við
viljum nefnilega búa vel að fjölskyldum með ung
börn og svo ber líka að líta til þess yfirlýsta tilgangs
laganna, að jafna stöðu kynjanna, en við sjáum að
verulega hefur dregið, því miður, úr töku fæðingar
orlofs meðal feðra.“ Því miður fyrir börn sem fæðast
á næsta ári bætti hann við að þetta ætti ekki að gerast
fyrr en „við fjárlagagerð ársins 2017 [Landsfundur
klappar]“.
Jafnrétti er því forgangsmál á fundum, ekki í
fjárlögum. Á meðan drabbast kerfið áfram niður
næstu misserin og staða kynjanna heldur áfram að
skekkjast. Fæðingarorlof mæðra er reyndar svo efni
í aðra grein. Í lokin er rétt að ráðleggja pörum sem
vilja fjölga sér að halda aðeins í sér. Þau börn sem
gengið er með núna og næstu mánuði fá nefnilega
ekki sömu möguleika á samveru með föður sínum og
þau sem fæðast 2017. Kosningaárið 2017.
Það er betra að fæðast
á kosningaári
Jafnrétti er
því forgangs-
mál á fund-
um, ekki í
fjárlögum. Á
meðan
drabbast
kerfið áfram
niður næstu
misserin og
staða
kynjanna
heldur áfram
að skekkjast.
Frá degi til dags
Ekki skjóta sendiboðann
„Fjölmiðlar endurspegla ekki
raunveruleikann,“ sagði Eygló
Harðardóttir á Jafnréttisþingi
í gær og vakti þar athygli á
kynjaskekkju í viðmælenda-
vali fjölmiðla. Fjölmiðlum hefur
mikið verið legið á hálsi, meðal
annars af þingkonunni Svandísi
Svavarsdóttur, fyrir þá staðreynd
að þann 25. mars voru konur
einungis 20% viðmælenda en
karlar 80%.
Staðreyndin er hins vegar sú
að það er úr færri konum að velja
sem viðmælendum. Samkvæmt
skýrslu um stöðu jafnréttis-
mála 2013-2015 voru karlar 78%
framkvæmdastjóra starfandi
fyrirtækja. Þeir voru 89% dómara
við Hæstarétt, 76% sendiherra
Íslands og 64% forstöðumanna
ríkisstofnana.
Frá kosningum hafa stjórn-
málamenn klappað sér á öxlina
fyrir þá staðreynd að 44% fulltrúa
í sveitarstjórnum eru konur.
Staðreyndin er hins vegar sú að
einungis 19 konur en 55 karlar
eru oddvitar eða bæjarstjórar á
Íslandi. Karlar eru sem sagt í 74%
tilfella veigamesti viðmælandi í
sveitastjórnum landsins.
Við fjölmiðlafólk þurfum auð-
vitað að vera vakandi fyrir því
að velja konur sem viðmælendur
þegar þær eru frambærilegasti
viðmælandinn. Við getum hins
vegar ekki breytt þessari skekkju
ef skekkjan er innbyggð hjá helstu
viðmælendum fréttastofa lands-
ins. snaeros@frettabladid.is
Við ákvörðun
kjararáðs
hækka
grunnlaun
alþingis-
manna úr
rúmlega 651
þúsund
krónum í
rúmlega 712
þúsund
krónur, eða
um ríflega 60
þúsund.
Fengju aldraðir og öryrkjar sambærilega afturvirka hækkun og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum sem undir ráðið heyra þá myndi það þýða að framfærsla hluta hópsins færi úr 172.000 í 187.996 krónur. Þar munar
tæpum 16 þúsund krónum.
Við ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun alþingis
manna úr rúmlega 651 þúsund krónum í rúmlega 712
þúsund krónur, eða um ríflega 60 þúsund, nærri fjór
falda hækkunina sem lífeyrisþegar fengju.
Um síðustu helgi hélt Öryrkjabandalagið fund um
mannsæmandi lífskjör. Birt var könnun þar sem í ljós
kom að 90 prósent aðspurðra teldu sig ekki geta lifað
af 172 þúsund krónum á mánuði. Um leið kom fram
mikill stuðningur við það að lífeyrisþegar fengju að
minnsta kosti jafnmikla hækkun og lægstu launþegar
hafa fengið á árinu.
Hluti þingmanna mætti og hefur málið verið tekið
upp á þingi í vikunni. Páll Valur Björnsson, þingmaður
Bjartrar framtíðar, ræddi kjör aldraðra og öryrkja, að
minnsta kosti í þriðja sinn í vikunni, undir liðnum störf
þingsins á Alþingi í gær. Fundurinn um helgina hefði
gert hann mjög dapran og hugsi um hvar samfélag
okkar væri statt.
„Viljum við raunverulega samfélag án aðgreiningar
þar sem börnin okkar og fullorðið fólk fær tækifæri til
að vera með, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum þrátt
fyrir einhverjar meðfæddar skerðingar eða skerðingar
vegna slysa eða sjúkdóma?“ spurði hann og minnti um
leið á að hver sem er gæti lent í heilsutjóni. „Eða viljum
við samfélag sem hafnar okkur og börnunum okkar þá
og dæmir okkur til útilokunar og miklu minni lífsgæða
en óhjákvæmilegt er?“
Í fyrradag talaði Helgi Hjörvar, þingmaður Sam
fylkingar, með fleirum fyrir afturvirkri hækkun handa
lífeyrisþegum. „Það getur ekki gengið að eftir þá erfiðu
tíma, sem ekki síst þeir efnaminnstu hafa þurft að
ganga í gegnum undanfarin ár, séu allir helstu hátekju
hóparnir í landinu leiðréttir aftur í tímann á kostnað
ríkissjóðs að stórum hluta til, en þeir sem minnst bera
úr býtum fái ekki afturvirka leiðréttingu,“ sagði hann.
Alþingi væri kjararáð aldraðra og öryrkja.
Í umræðum um störf þingsins í gær velti Árni Páll
Árnason, formaður Samfylkingarinnar, því líka fyrir sér
hvort ekki mætti gera betur miðað við þann árangur
sem náðst hefði í efnahagsmálum. Nú væri lag á því að
láta af skerðingum í framhalds og háskólanámi, mæta
kröfum Landspítalans um rekstrarfé og láta aldraða og
lífeyrisþega njóta sömu kjara og fólk á vinnumarkaði.
Þegar kemur að úthlutun þingmanna á ríkisfé með
fjáraukalögum sem fyrir dyrum stendur, þar sem þeir
hafa af grunnlaunum sínum einum með afturvirkri
hækkun frá 1. mars fengið nokkur hundruð þúsund
króna búbót fyrir jólin, væri kannski ekki úr vegi
að þeir hugsuðu aðeins sinn gang og hvert velferðar
samfélagið Ísland stefnir.
Víða þarf að
rétta hlut
2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
SKOÐUN
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
2
D
-5
9
F
0
1
7
2
D
-5
8
B
4
1
7
2
D
-5
7
7
8
1
7
2
D
-5
6
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K