Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 2

Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 2
Suðvestan 13-20 m/s og víða él en þurrt og bjart veður á Austurlandi. Snýst í hvassa norðanátt með snjókomu á Vestfjörðum og við norðvesturströndina upp úr hádegi. Í kvöld nær norðanáttin einnig inn á Norðausturland. Kólnandi veður, frost um nær allt land í kvöld. Sjá Síðu 38 Veður Hátíð ljóssins er handan við hornið FerðaþjónuSta Opna á nýtt hótel, Tower Suites Reykjavík, á tuttug­ ustu, sem er jafnframt efsta, hæð Turnsins við Höfðatorg næsta vor. Þar verða átta lúxusíbúðir, 43 til 64 fermetrar hver. Að verkefninu standa Sigmar Vilhjálmsson, Jóhannes Ásbjörns­ son og Snorri Marteinsson sem saman hafa rekið Hamborgara­ fabrikkuna auk Jóhannesar Stef­ ánssonar, eiganda Múlakaffis. Um er að ræða sama hóp og tók við rekstri Keiluhallarinnar fyrr á árinu. „Það verður hægt að leigja stök herbergi og eins verður möguleiki á að sameina fleiri en eina og fleiri en tvær íbúðir og leigja þannig stærra gistipláss,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson. Framkvæmdir eru nýhafnar. „Það er rétt búið að opna verk­ færatöskuna, hæðin er í sjálfu sér fokheld eins og staðan er núna. Hins vegar er hönnunin langt á veg komin.“ Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hannar íbúðirnar. Hæðin hefur verið auð frá því Turninn var tekinn í notkun. Jóhannes segir þá lengi hafa haft augastað á hæðinni eða allt frá því þeir fluttu með Hamborgara­ fabrikkuna inn í Turninn fyrir fimm árum. „Nú eru kjöraðstæður til að hrinda henni í framkvæmd, enda mikill vöxtur í ferðatengdri þjón­ ustu hérlendis. Svo er óneitanlega gaman að loka hringnum á efstu hæðinni eftir að hafa verið á jarð­ hæðinni með Fabrikkuna í fimm ár,“ segir hann. Jóhannes segir að bæði sé búið að ganga frá leigusamningi við Fast­ 1, eiganda Turnsins, og fjármögnun verkefnisins. ingvar@frettabladid Opna lúxusíbúðahótel efst í Höfðatorgsturni Tvíeykið Simmi og Jói, ásamt Jóhannesi Stefánssyni, eiganda Múlakaffis, og Snorra Marteinssyni, hyggst í vor opna hótel með lúxusíbúðum á efstu hæð Turnsins við Höfðatorg. Hæðin hefur verið auð frá því Turninn var opnaður. Íbúðirnar verða á efstu hæð Turnsins sem verið hefur auð frá opnun. FréTTablaðið/GVa Það er rétt búið að opna verkfæratösk- una, hæðin er í sjálfu sér fokheld eins og staðan er núna. Jóhannes Ásbjörns- son, veitingamaður Jólaljósin tendruð Berglind Bjarkadóttir vann hörðum höndum að því að setja upp jólaljós við Reykjavíkurhöfn. Alls hafa starfsmenn Reykjavíkur- borgar sett upp 26 grenitré víðsvegar um borgina. Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli á sunnudag. FréTTablaðið/GVa Katar Nærri tvöfaldur ársskammtur af regni féll í gær í Katar er stormur skall á landinu. Að meðaltali falla um fimmtíu millimetrar rigningar í Katar á ári en í gær voru millimetr­ arnir áttatíu. Rigningin olli því að mikill vatns­ flaumur flæddi um stræti og loka þurfti verslunum og skólum. Einnig var kaldara en venjulega í Katar í gær. Hitinn stóð í rúmlega tuttugu gráðum. Þá flæddi víða í Sádi­Arabíu og birtu löggæslumenn myndir á sam­ félagsmiðlum er þeir sigldu um stræti borga á bát að veiða borgara upp úr vatninu. – þea Ársskammtur á einum regndegi ViðSKipti Hagnaður HB Granda á þriðja ársfjórðungi þessa árs nemur 1.276 milljónum króna. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins er alls orðinn 4.375 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri HB Granda. Aukning er á hagnaði fyrstu níu mánuði ársins frá því í fyrra. Þá nam hagnaður 4.291 milljón króna. Hins vegar er hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi í ár minni en í fyrra, þá var hann 2.805 milljónir króna. „Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur haft og mun hafa mikil áhrif á starfsemi félags­ ins og afkomu þess,“ segir enn fremur í uppgjörinu. – þea Hagnast um 1.276 milljónir Venus NS 150. myNd/hb GraNdi reyKjaVíK Valshlíð, Smyrilshlíð, Haukahlíð, Fálkahlíð og Arnar­ hlíð verða heiti gatna í nýju hverfi að Hlíðarenda í Vatnsmýri. Skipu­ lagsnefnd Reykjavíkurborgar sam­ þykkti nafngiftina í gær. Þá var samþykkt að gata í gegn­ um nýtt hverfi á Kirkjusandi á Laugarnesi yrði nefnd Hallgerðar­ gata. „Við gerum ekki athugasemd við nafngiftirnar en bendum á þá réttaróvissu sem ríkir um framtíð uppbyggingar á Hlíðarenda,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina við tillöguna. – þea Ránfuglar við Hlíðarenda 2 6 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 C -6 8 0 0 1 7 2 C -6 6 C 4 1 7 2 C -6 5 8 8 1 7 2 C -6 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.